Ég afþakka Fréttablaðið og tunnuna undir það Sigríður Á. Andersen skrifar 16. mars 2017 07:00 Drjúgur hluti þess pappírs sem íbúar Reykjavíkur flokka í sérstakar bláar tunnur eru fríblöð á borð við Fréttablaðið og Fréttatímann og auglýsingabæklingar sem þessum blöðum fylgja. Ég þarf ekki að flokka þessi blöð frá öðru heimilissorpi. Og hvers vegna ekki? Í stað þess að láta flytja til landsins pappír sem unninn var með mikilli fyrirhöfn, aka honum í prentsmiðju, aka prentuðu blaðinu til blaðbera sem ber það heim til mín, flokka blaðið frá öðru sorpi, vera með sérstaka aðstöðu fyrir blaðið innan dyra og sérstaka bláa tunnu undir það utan dyra sem sérstakur 10 tonna sorptrukkur tæmir og ekur til pressunar og böggunar í þungan gám sem settur er um borð í svartolíubrennandi flutningaskip sem flytur það aftur yfir hafið til orkufrekrar endurvinnslu þá les ég þessi blöð bara á netinu. Þessa afstöðu mína kallar Guðmundur Andri Thorsson „strútskýringu“ og „afneitun“ í grein í Fréttablaðinu síðastliðinn mánudag. Mig sjálfa segir hann vera „einn eindregnasta strút landsins“. Fólk eins og mig telur hann „þrugla“ og vera fullt af „sjálfbirgingshætti“ og með „sérviskulegar skoðanir“ auk þess að ljá „fávísinni rödd“ og ýta undir „vanþekkingu“ með „útúrsnúningum, vífilengjum og afneitunum“. En hvort er nú umhverfisvænna? Að lesa Fréttablaðspistla Guðmundar Andra í tölvu eða af pappír? Það er óneitanlega skrítið að maður sem messar yfir öðrum um umhverfismál skuli láta bera greinaskrif sín á innfluttum pappír inn á 80 þúsund heimili sem fæst hafa óskað eftir því. Blaðaskaflarnir liggja í stigagöngum og fylla póstkassa. Hluti viðtakenda gerir ekki annað við blöðin en að „flokka“ þau svo sigla megi með pappann aftur úr landi. Sóunin í þessu er óskapleg. Guðmundur Andri segir einnig að ég berjist „fyrir frjálsum og óheftum útblæstri bíla“. Þetta kannast ég ekki við. Á síðasta kjörtímabili leyfði ég mér hins vegar að benda á að fólksbílar eru með um 4% af losun gróðurhúsalofttegunda af manna völdum hér á landi. Yfir 70% árlegrar losunar stafa frá framræstu votlendi sem ríkisvaldið hvatti og styrkti landeigendur til að ræsa fram með þessum og fleiri neikvæðum afleiðingum. Þessar tölur geta menn kynnt sér í svörum umhverfisráðherra við fyrirspurnum okkar Össurar Skarphéðinssonar um málið á þingi en svörin eru byggð á rannsóknum íslenskra vísindamanna og vísindanefndar loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna.Dugar skammt að hamast í bíleigendum Það blasir því við að ef við Íslendingar viljum ná raunverulegum árangri í baráttunni gegn losun gróðurhúsalofttegunda dugar skammt að hamast í bíleigendum og líklega er það hvort eð er óþarft því nýir og betri bílar og orkugjafar eru jafnt og þétt að leysa þau mál sem að bílunum snúa. Af þessum útblásturstölum að dæma eru því sóknarfærin í endurheimt votlendis en þegar framræsluskurðum er lokað og vatn nær fyrri stöðu kemst súrefni ekki lengur að lífmassanum og losun gróðurhúsalofttegunda minnkar. Áhrifunum af endurheimt votlendis má því líkja við að kæfa stjórnlausan eld. Er Guðmundur Andri að hafna niðurstöðum okkar helstu vísindamanna á þessu sviði og afneita loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna? Ég hef sömuleiðis vakið athygli á því að vinstri stjórnin hans Guðmundar Andra breytti sköttum á bíla og eldsneyti til að beina fólki úr bensínbílum yfir í dísilbíla, en fram að því höfðu flestir Íslendinga kosið bensínbíl. Nú er hins vegar almennt viðurkennt að útblástur dísilbíla er verri en bensínbíla og því er fráleitt að skattleggja bensínbíla meira en dísilbíla. Þess vegna styð ég að skattar á bensínbílinn lækki svo hann verði ekki síðri kostur en dísillbíllinn. Þá lagði ég fram frumvarp um að fella úr gildi þá kvöð sem vinstri stjórn Guðmundar Andra leiddi í lög að blanda þurfi svokölluðu lífeldsneyti í hefðbundið eldsneyti. Þessi kvöð hefur kostað Íslendinga milljarða í dýru og orkurýru eldsneyti, leitt til aukins innflutnings eldsneytis og fleiri ferða bíleigenda á bensínstöðvar. Til að fullkomna verkið ákvað vinstri stjórnin Guðmundar Andra að niðurgreiða þennan innflutning með fjármunum sem ella hefðu farið til vegagerðar. Ávinningurinn af þessu fyrir umhverfið er í besta falli hverfandi, ef nokkur, og mögulegar hliðarverkanir skelfilegar. Lífeldsneytið er þannig að mestu leyti unnið úr matjurtum. Hvers vegna vill Guðmundur Andri frekar brenna þessum matvælum í bílnum sínum hér á Íslandi en að þau endi á diski einhvers sem þarf nauðsynlega á næringunni að halda? Hvers vegna er Guðmundur Andri fylgjandi slíkri matarsóun? Ég andmæli svo sérstaklega tilraun Guðmundar Andra til þess að gera mér upp skoðanir varðandi hlýnun andrúmsloftsins. Lætur hann jafnvel að því liggja að ég haldi því fram að hitastig fari ekki hækkandi. Ekkert í mínum skrifum eða ræðum gefur tilefni til þess. Mér er til efs að margir þingmenn hafi sinnt umhverfismálum af meira kappi á síðasta kjörtímabili en ég og samflokksmaður minn Elín Hirst sem var óþreytandi við að vekja athygli á mögulegri súrnun hafsins vegna aukins styrks gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu. Það kann að vera að þar með hafi verið gengið á einkarétt einhverra á umræðu um umhverfismál. Framlag Guðmundar Andra bendir hins vegar ekki til þess að umræðan eða umhverfisvernd hafi notið góðs af þeim einkarétti. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Á. Andersen Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Drjúgur hluti þess pappírs sem íbúar Reykjavíkur flokka í sérstakar bláar tunnur eru fríblöð á borð við Fréttablaðið og Fréttatímann og auglýsingabæklingar sem þessum blöðum fylgja. Ég þarf ekki að flokka þessi blöð frá öðru heimilissorpi. Og hvers vegna ekki? Í stað þess að láta flytja til landsins pappír sem unninn var með mikilli fyrirhöfn, aka honum í prentsmiðju, aka prentuðu blaðinu til blaðbera sem ber það heim til mín, flokka blaðið frá öðru sorpi, vera með sérstaka aðstöðu fyrir blaðið innan dyra og sérstaka bláa tunnu undir það utan dyra sem sérstakur 10 tonna sorptrukkur tæmir og ekur til pressunar og böggunar í þungan gám sem settur er um borð í svartolíubrennandi flutningaskip sem flytur það aftur yfir hafið til orkufrekrar endurvinnslu þá les ég þessi blöð bara á netinu. Þessa afstöðu mína kallar Guðmundur Andri Thorsson „strútskýringu“ og „afneitun“ í grein í Fréttablaðinu síðastliðinn mánudag. Mig sjálfa segir hann vera „einn eindregnasta strút landsins“. Fólk eins og mig telur hann „þrugla“ og vera fullt af „sjálfbirgingshætti“ og með „sérviskulegar skoðanir“ auk þess að ljá „fávísinni rödd“ og ýta undir „vanþekkingu“ með „útúrsnúningum, vífilengjum og afneitunum“. En hvort er nú umhverfisvænna? Að lesa Fréttablaðspistla Guðmundar Andra í tölvu eða af pappír? Það er óneitanlega skrítið að maður sem messar yfir öðrum um umhverfismál skuli láta bera greinaskrif sín á innfluttum pappír inn á 80 þúsund heimili sem fæst hafa óskað eftir því. Blaðaskaflarnir liggja í stigagöngum og fylla póstkassa. Hluti viðtakenda gerir ekki annað við blöðin en að „flokka“ þau svo sigla megi með pappann aftur úr landi. Sóunin í þessu er óskapleg. Guðmundur Andri segir einnig að ég berjist „fyrir frjálsum og óheftum útblæstri bíla“. Þetta kannast ég ekki við. Á síðasta kjörtímabili leyfði ég mér hins vegar að benda á að fólksbílar eru með um 4% af losun gróðurhúsalofttegunda af manna völdum hér á landi. Yfir 70% árlegrar losunar stafa frá framræstu votlendi sem ríkisvaldið hvatti og styrkti landeigendur til að ræsa fram með þessum og fleiri neikvæðum afleiðingum. Þessar tölur geta menn kynnt sér í svörum umhverfisráðherra við fyrirspurnum okkar Össurar Skarphéðinssonar um málið á þingi en svörin eru byggð á rannsóknum íslenskra vísindamanna og vísindanefndar loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna.Dugar skammt að hamast í bíleigendum Það blasir því við að ef við Íslendingar viljum ná raunverulegum árangri í baráttunni gegn losun gróðurhúsalofttegunda dugar skammt að hamast í bíleigendum og líklega er það hvort eð er óþarft því nýir og betri bílar og orkugjafar eru jafnt og þétt að leysa þau mál sem að bílunum snúa. Af þessum útblásturstölum að dæma eru því sóknarfærin í endurheimt votlendis en þegar framræsluskurðum er lokað og vatn nær fyrri stöðu kemst súrefni ekki lengur að lífmassanum og losun gróðurhúsalofttegunda minnkar. Áhrifunum af endurheimt votlendis má því líkja við að kæfa stjórnlausan eld. Er Guðmundur Andri að hafna niðurstöðum okkar helstu vísindamanna á þessu sviði og afneita loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna? Ég hef sömuleiðis vakið athygli á því að vinstri stjórnin hans Guðmundar Andra breytti sköttum á bíla og eldsneyti til að beina fólki úr bensínbílum yfir í dísilbíla, en fram að því höfðu flestir Íslendinga kosið bensínbíl. Nú er hins vegar almennt viðurkennt að útblástur dísilbíla er verri en bensínbíla og því er fráleitt að skattleggja bensínbíla meira en dísilbíla. Þess vegna styð ég að skattar á bensínbílinn lækki svo hann verði ekki síðri kostur en dísillbíllinn. Þá lagði ég fram frumvarp um að fella úr gildi þá kvöð sem vinstri stjórn Guðmundar Andra leiddi í lög að blanda þurfi svokölluðu lífeldsneyti í hefðbundið eldsneyti. Þessi kvöð hefur kostað Íslendinga milljarða í dýru og orkurýru eldsneyti, leitt til aukins innflutnings eldsneytis og fleiri ferða bíleigenda á bensínstöðvar. Til að fullkomna verkið ákvað vinstri stjórnin Guðmundar Andra að niðurgreiða þennan innflutning með fjármunum sem ella hefðu farið til vegagerðar. Ávinningurinn af þessu fyrir umhverfið er í besta falli hverfandi, ef nokkur, og mögulegar hliðarverkanir skelfilegar. Lífeldsneytið er þannig að mestu leyti unnið úr matjurtum. Hvers vegna vill Guðmundur Andri frekar brenna þessum matvælum í bílnum sínum hér á Íslandi en að þau endi á diski einhvers sem þarf nauðsynlega á næringunni að halda? Hvers vegna er Guðmundur Andri fylgjandi slíkri matarsóun? Ég andmæli svo sérstaklega tilraun Guðmundar Andra til þess að gera mér upp skoðanir varðandi hlýnun andrúmsloftsins. Lætur hann jafnvel að því liggja að ég haldi því fram að hitastig fari ekki hækkandi. Ekkert í mínum skrifum eða ræðum gefur tilefni til þess. Mér er til efs að margir þingmenn hafi sinnt umhverfismálum af meira kappi á síðasta kjörtímabili en ég og samflokksmaður minn Elín Hirst sem var óþreytandi við að vekja athygli á mögulegri súrnun hafsins vegna aukins styrks gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu. Það kann að vera að þar með hafi verið gengið á einkarétt einhverra á umræðu um umhverfismál. Framlag Guðmundar Andra bendir hins vegar ekki til þess að umræðan eða umhverfisvernd hafi notið góðs af þeim einkarétti. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar