Renault ZOE e-Sport 3,2 sek. í 100 Finnur Thorlacius skrifar 16. mars 2017 14:15 Renault Zoe e-Sport er gríðarflott græja og öflug að sama skapi. Á alþjóðlegu bílasýningunni sem stendur fram á sunnudag í Genf hefur Renault kynnt nokkrar spennandi nýjungar. Þar á meðal er hugmynd að sérstakri sportútgáfu á rafmagnsbílnum ZOE sem brúa á bilið milli götuútfærslu ZOE og rafknúna kappakstursbílsins Renault Formula E. Renault ZOE e-Sport er hugmynd að fjórhjóladrifnum "Hatchback" sem búinn verður tveimur rafmótorum, aftan og framan, og tveimur rafhlöðum sem skila munu bílnum í 100 km/klst á aðeins 3,2 sekúndum. Renault ZOE e-Sport verður einungis 1.400 kg að meðtöldum rafhlöðunum sem vega samtals 450 kg og verður bíllinn að mestu leyti smíðaður úr koltrefjum. Samtals munu rafmótarnir skila 340 kW orku til hjólanna og svarar sú orka til um 460 hestafla frá rafhlöðum sem búa yfir 40 kWh orku. Við þróun ZOE e-Sport Concept njóta hönnuðirnir góðs af mikilli og farsælli reynslu annarra sérfræðinga fyrirtækisins sem starfa við þróun sportbíla og kappakstursbíla, ekki síst þeirra sem vinna við Formula E kappakstursbílinn sem unnið hefur hvert mótið á fætur öðru á undaförnum misserum með fjórfalda heimsmeistarann Alan Prost í fremstu víglínu. Hámarkshraði ZOE e-Sport Concept verður 210 km/klst og verður bíllinn aðeins 10 sekúndur að ná þeim hraða. Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent
Á alþjóðlegu bílasýningunni sem stendur fram á sunnudag í Genf hefur Renault kynnt nokkrar spennandi nýjungar. Þar á meðal er hugmynd að sérstakri sportútgáfu á rafmagnsbílnum ZOE sem brúa á bilið milli götuútfærslu ZOE og rafknúna kappakstursbílsins Renault Formula E. Renault ZOE e-Sport er hugmynd að fjórhjóladrifnum "Hatchback" sem búinn verður tveimur rafmótorum, aftan og framan, og tveimur rafhlöðum sem skila munu bílnum í 100 km/klst á aðeins 3,2 sekúndum. Renault ZOE e-Sport verður einungis 1.400 kg að meðtöldum rafhlöðunum sem vega samtals 450 kg og verður bíllinn að mestu leyti smíðaður úr koltrefjum. Samtals munu rafmótarnir skila 340 kW orku til hjólanna og svarar sú orka til um 460 hestafla frá rafhlöðum sem búa yfir 40 kWh orku. Við þróun ZOE e-Sport Concept njóta hönnuðirnir góðs af mikilli og farsælli reynslu annarra sérfræðinga fyrirtækisins sem starfa við þróun sportbíla og kappakstursbíla, ekki síst þeirra sem vinna við Formula E kappakstursbílinn sem unnið hefur hvert mótið á fætur öðru á undaförnum misserum með fjórfalda heimsmeistarann Alan Prost í fremstu víglínu. Hámarkshraði ZOE e-Sport Concept verður 210 km/klst og verður bíllinn aðeins 10 sekúndur að ná þeim hraða.
Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent