Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Atli Ísleifsson skrifar 2. maí 2025 08:31 Íslandspóstur hefur síðustu ár rekið pósthús í tengslum við útibú Landsbankans við Kolbeinsgötu á Vopnafirði. Vísir/Vilhelm Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps segir að ákvörðun Póstsins um lokun pósthússins í bænum sé með öllu óásættanleg. Pósthúsinu í bænum var lokað síðasta dag nýliðins aprílmánaðar og krefst sveitarstjórn að ákvörðunin verði endurskoðuð. Sveitarstjórn óttast að lokunin muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa. Pósturinn greindi frá lokuninni í síðasta mánuði þar sem sagði að Pósturinn væri ávallt „að leita leiða til að þróa þjónustuna í takt við breyttar þarfir og kröfur neytenda samhliða hagkvæmum rekstri.“ Var tekið fram að Pósturinn myndi áfram sinna póstþjónustu með Póstboxum við Torgið í bænum, póstbíl og landpóstum. Íslandspóstur hefur síðustu ár rekið pósthús í tengslum við útibú Landsbankans við Kolbeinsgötu á Vopnafirði. Á fundi sveitarstjórnar Vopnafjarðarhrepps í lok apríl var lýst yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun Póstsins um að hætta með svokallað samstarfspósthús á Vopnafirði. „Þessi ákvörðun mun hafa veruleg áhrif á þjónustu við íbúa svæðisins og er með öllu óásættanleg. Sveitarstjórn krefst þess að Pósturinn endurskoði ákvörðun sína og tryggi að íbúar fái áfram fullnægjandi og aðgengilega póstþjónustu. Frá Vopnafirði.Vísir/Vilhelm Sveitarstjórn lýsir jafnframt áhyggjum sínum af því að nýtt fyrirkomulag póstþjónustunnar muni leiða til verðhækkana á þeirri þjónustu sem íbúar þurfa að nýta sér, sem skerðir aðgengi að grunnþjónustu og bitnar sérstaklega á þeim sem búa í fámennari byggðum. Það er brýnt að jafnræði sé haft að leiðarljósi í allri þjónustu við íbúa landsins, óháð búsetu. Sveitarstjórn ítrekar mikilvægi þess að Pósturinn vinni að raunhæfum lausnum sem tryggja áframhaldandi þjónustu við íbúa Vopnafjarðar og leggur til að haldinn verði opinn íbúafundur á Vopnafirði þar sem breytingarnar verða kynntar og íbúum gefst kostur á að koma á framfæri sjónarmiðum sínum. Sveitarstjóra er falið að vera í sambandi við Póstinn,“ segir í bókun sveitarstjórnar í fundar. Á vef Póstsins segir í tilkynningu um lokunina að Pósthúsið á Húsavík sé nú þjónustupósthús íbúa á Vopnafirði. Pósturinn Vopnafjörður Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira
Pósturinn greindi frá lokuninni í síðasta mánuði þar sem sagði að Pósturinn væri ávallt „að leita leiða til að þróa þjónustuna í takt við breyttar þarfir og kröfur neytenda samhliða hagkvæmum rekstri.“ Var tekið fram að Pósturinn myndi áfram sinna póstþjónustu með Póstboxum við Torgið í bænum, póstbíl og landpóstum. Íslandspóstur hefur síðustu ár rekið pósthús í tengslum við útibú Landsbankans við Kolbeinsgötu á Vopnafirði. Á fundi sveitarstjórnar Vopnafjarðarhrepps í lok apríl var lýst yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun Póstsins um að hætta með svokallað samstarfspósthús á Vopnafirði. „Þessi ákvörðun mun hafa veruleg áhrif á þjónustu við íbúa svæðisins og er með öllu óásættanleg. Sveitarstjórn krefst þess að Pósturinn endurskoði ákvörðun sína og tryggi að íbúar fái áfram fullnægjandi og aðgengilega póstþjónustu. Frá Vopnafirði.Vísir/Vilhelm Sveitarstjórn lýsir jafnframt áhyggjum sínum af því að nýtt fyrirkomulag póstþjónustunnar muni leiða til verðhækkana á þeirri þjónustu sem íbúar þurfa að nýta sér, sem skerðir aðgengi að grunnþjónustu og bitnar sérstaklega á þeim sem búa í fámennari byggðum. Það er brýnt að jafnræði sé haft að leiðarljósi í allri þjónustu við íbúa landsins, óháð búsetu. Sveitarstjórn ítrekar mikilvægi þess að Pósturinn vinni að raunhæfum lausnum sem tryggja áframhaldandi þjónustu við íbúa Vopnafjarðar og leggur til að haldinn verði opinn íbúafundur á Vopnafirði þar sem breytingarnar verða kynntar og íbúum gefst kostur á að koma á framfæri sjónarmiðum sínum. Sveitarstjóra er falið að vera í sambandi við Póstinn,“ segir í bókun sveitarstjórnar í fundar. Á vef Póstsins segir í tilkynningu um lokunina að Pósthúsið á Húsavík sé nú þjónustupósthús íbúa á Vopnafirði.
Pósturinn Vopnafjörður Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira