Flestir vilja Eirík aftur á Séð og heyrt Jakob Bjarnar skrifar 1. mars 2017 13:02 Stuðningur við Eirík sem nýjan ritstjóra Séð og heyrt virðist hafa komið útgefandanum í opna skjöldu. Eiríkur steinliggur, segir Ingvi Hrafn. Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður tilkynnti á Facebook-síðu sinni í gær að hann væri að leita að nýjum ritstjóra Séð og heyrt, sem senn færi aftur af stað eftir stutt útgáfuhlé, og auglýsti eftir slíkum. Þannig liggur fyrir að Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir mun ekki halda áfram sem ritstjóri þar á bæ. Líkast til hafa viðbrögðin komið útgefandanum nokkuð á óvart því þeir sem svara eru flestir á því að rétti maðurinn í starfið sé Eiríkur Jónsson blaðamaður. Fáir aðrir eru nefndir til sögunnar sem vænlegir kandídatar. Eiríkur er einmitt fyrrverandi ritstjóri tímaritsins.Eiríkur myndi steinliggja Ýmsir fjölmiðlamenn eru áfram um þetta og má þar nefna Helga Seljan, Ómar R. Valdimarsson og Þórarinn Þórarinsson. Og úr skemmtanageiranum eru menn á borð við konung kokteiltónlistarinnar, André Bachmann og Karl Sigurðsson Baggalútur einnig þeirrar skoðunar að enginn sé betur til þess fallinn að stýra Séð og heyrt en Eiríkur. Ingvi Hrafn Jónsson, sem nýverið seldi Birni Inga sjónvarpsstöð sína ÍNN þó hann haldi áfram með vinsæla þætti sína Hrafnaþing, er einnig á því að Eiríkur sé rétti maðurinn: „Eiríkur Jónsson myndi steinliggja og gera að auki vikulegan ÍNN þátt með stæl.Allt í lagi að hann sé með síðuna sína on the side,“ segir Ingvi Hrafn, léttur í bragði.Björn Ingi er þögull Nema, málshefjandinn er þögull yfir þessari einstefnu hugmyndanna. Kann að skipta máli í því samhengi að Hreinn Loftsson er í hluthafahópi útgáfufélags hans Pressunnar. Hreinn, sem nýverið seldi Birni Inga og Pressunni tímaritaútgáfu sína, sem meðal annars gaf út Séð og heyrt, sagði í samtali við Fréttatímann að það sú sala tengdist ekki því að hann væri hluthafi í Pressunni. Nema, Hreini og Eiríki lenti saman, það fór fyrir brjóstið á Hreini að Eiríkur væri samhliða störfum sínum sem ritstjóri að reka sinn eigin fréttavef, EiríkurJónsson punktur is. Það leiddi svo til þess að Eiríkur hvarf á braut eins og Vísir greindi samviskusamlega frá.Eiríkur vill ekki tjá sig En, Björn Ingi er ekki sá eini sem er þegjandalegur um það hvaða stefnu atvinnuauglýsing hans tók. Þegar Eiríkur var spurður hvað hann vildi um þennan mikla stuðning segja þá kom þetta svar: „Ekkert.“Ekkert? Er Björn Ingi búinn að hafa samband? „Vísa í svarið,“ segir Eiríkur. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Séð og Heyrt og Nýtt líf koma út á ný Formlega gengið frá kaupum Pressunnar á Birtíngi. 21. febrúar 2017 13:42 Eiríkur kveður Séð og heyrt: „Bjargaði þessu tímariti frá dauða“ „Maðurinn á þetta fyrirtæki og ræður hvað hann gerir,“ segir Eiríkur Jónsson um samskipti sín við Hrein Loftsson. 2. maí 2016 10:01 Kaup Björns Inga á Birtingi fá grænt ljós Björn Ingi Hrafnsson og Pressan halda áfram að bæta við sig. 6. febrúar 2017 15:37 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður tilkynnti á Facebook-síðu sinni í gær að hann væri að leita að nýjum ritstjóra Séð og heyrt, sem senn færi aftur af stað eftir stutt útgáfuhlé, og auglýsti eftir slíkum. Þannig liggur fyrir að Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir mun ekki halda áfram sem ritstjóri þar á bæ. Líkast til hafa viðbrögðin komið útgefandanum nokkuð á óvart því þeir sem svara eru flestir á því að rétti maðurinn í starfið sé Eiríkur Jónsson blaðamaður. Fáir aðrir eru nefndir til sögunnar sem vænlegir kandídatar. Eiríkur er einmitt fyrrverandi ritstjóri tímaritsins.Eiríkur myndi steinliggja Ýmsir fjölmiðlamenn eru áfram um þetta og má þar nefna Helga Seljan, Ómar R. Valdimarsson og Þórarinn Þórarinsson. Og úr skemmtanageiranum eru menn á borð við konung kokteiltónlistarinnar, André Bachmann og Karl Sigurðsson Baggalútur einnig þeirrar skoðunar að enginn sé betur til þess fallinn að stýra Séð og heyrt en Eiríkur. Ingvi Hrafn Jónsson, sem nýverið seldi Birni Inga sjónvarpsstöð sína ÍNN þó hann haldi áfram með vinsæla þætti sína Hrafnaþing, er einnig á því að Eiríkur sé rétti maðurinn: „Eiríkur Jónsson myndi steinliggja og gera að auki vikulegan ÍNN þátt með stæl.Allt í lagi að hann sé með síðuna sína on the side,“ segir Ingvi Hrafn, léttur í bragði.Björn Ingi er þögull Nema, málshefjandinn er þögull yfir þessari einstefnu hugmyndanna. Kann að skipta máli í því samhengi að Hreinn Loftsson er í hluthafahópi útgáfufélags hans Pressunnar. Hreinn, sem nýverið seldi Birni Inga og Pressunni tímaritaútgáfu sína, sem meðal annars gaf út Séð og heyrt, sagði í samtali við Fréttatímann að það sú sala tengdist ekki því að hann væri hluthafi í Pressunni. Nema, Hreini og Eiríki lenti saman, það fór fyrir brjóstið á Hreini að Eiríkur væri samhliða störfum sínum sem ritstjóri að reka sinn eigin fréttavef, EiríkurJónsson punktur is. Það leiddi svo til þess að Eiríkur hvarf á braut eins og Vísir greindi samviskusamlega frá.Eiríkur vill ekki tjá sig En, Björn Ingi er ekki sá eini sem er þegjandalegur um það hvaða stefnu atvinnuauglýsing hans tók. Þegar Eiríkur var spurður hvað hann vildi um þennan mikla stuðning segja þá kom þetta svar: „Ekkert.“Ekkert? Er Björn Ingi búinn að hafa samband? „Vísa í svarið,“ segir Eiríkur.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Séð og Heyrt og Nýtt líf koma út á ný Formlega gengið frá kaupum Pressunnar á Birtíngi. 21. febrúar 2017 13:42 Eiríkur kveður Séð og heyrt: „Bjargaði þessu tímariti frá dauða“ „Maðurinn á þetta fyrirtæki og ræður hvað hann gerir,“ segir Eiríkur Jónsson um samskipti sín við Hrein Loftsson. 2. maí 2016 10:01 Kaup Björns Inga á Birtingi fá grænt ljós Björn Ingi Hrafnsson og Pressan halda áfram að bæta við sig. 6. febrúar 2017 15:37 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Séð og Heyrt og Nýtt líf koma út á ný Formlega gengið frá kaupum Pressunnar á Birtíngi. 21. febrúar 2017 13:42
Eiríkur kveður Séð og heyrt: „Bjargaði þessu tímariti frá dauða“ „Maðurinn á þetta fyrirtæki og ræður hvað hann gerir,“ segir Eiríkur Jónsson um samskipti sín við Hrein Loftsson. 2. maí 2016 10:01
Kaup Björns Inga á Birtingi fá grænt ljós Björn Ingi Hrafnsson og Pressan halda áfram að bæta við sig. 6. febrúar 2017 15:37