Nei, Bill Gates, vélmenni munu ekki auka atvinnuleysi Lars Christensen skrifar 1. mars 2017 13:00 Ef maður lítur til baka á hagsögu heimsins þá hafa stjórnmálamenn annað slagið fundið fyrir undarlegum ótta um að ný tækni muni gera alla atvinnulausa. Að vélarnar taki yfir öll störfin. Og ef það eru ekki vélar sem koma og taka störfin þá eru það „vondu innflytjendurnir“. Upp á síðkastið hefur þessi ótti birst aftur. Þannig lagði Bill Gates, stofnandi Microsoft, nýlega til að tekinn yrði upp skattur á vélmenni. En sannleikurinn er sá að þessi ótti er aðallega útbreiddur á meðal þeirra sem eru ekki hagfræðingar. Það er nánast ómögulegt að finna hagfræðing nokkurs staðar í heiminum sem lýsir áhyggjum af því að tækniþróun (eða innflytjendur) valdi atvinnuleysi. Þvert á móti vitum við, sem hagfræðingar, að framleiðniaukning vegna tækniframfara og starfsgreinaskiptingar er grunnurinn að launahækkunum.Lögmál Says Hagfræðingar vita að það er ekkert tækniatvinnuleysi af því við skiljum það sem kallast lögmál Says sem nefnt er eftir franska hagfræðingnum Jean-Baptiste Say. Yfirleitt segjum við að lögmál Says snúist um að „framboð skapi sína eigin eftirspurn“. Þetta þýðir að þegar eitthvað er framleitt skapi það í sjálfu sér tekjur fyrir þá sem framleiða vöruna (hluthafa og starfsmenn) og að þær tekjur séu notaðar í eftirspurn eftir því sem einhver annar framleiðir. Hvað varðar tæknina þá þýðir þetta að ef tækniframfarir auka framleiðni þá leiðir það til meiri tekna sem í sjálfu sér skapar eftirspurn. Þetta þýðir líka að við getum sjálfsagt ímyndað okkur að hægt verði að skipta út leigubílstjóra með sjálfkeyrandi bíl, en það er ekki það sama og að segja að heildaratvinnuleysi muni aukast. Ef verðið á leigubílaferðum lækkar um helming þá skapar það tekjuaukningu fyrir viðskiptavininn. Þennan tekjuauka getur hann notað til að kaupa aðrar vörur og það skapar sambærileg störf.Heimskuleg hugmynd Svo ef tæknin kemur í stað starfs þá skapar hún annað. Við vitum ekki hvers konar starf það er en ef við lítum á söguna þá hefur orðið gríðarleg tækniþróun án þess að atvinnuleysi hafi aukist. Tökum Bandaríkin sem dæmi. Árið 1960 var bandarískt vinnuafl 60 milljónir manna. Í dag er það 160 milljónir. Á sama tíma hefur framleiðni aukist um 2-3% að meðaltali á ári. En hvað hefur átt sér stað varðandi hlutfall atvinnuleysis? Árið 1950 var atvinnuleysið 5,2%. Núna er það 4,9%. Svo, nei, hvorki fólksfjölgun né framleiðniaukning veldur atvinnuleysi. Þvert á móti skapar þetta velmegun. Þannig er vélmennaskattur Bills Gates bara önnur heimskuleg hugmynd sem gæti gert okkur öll fátækari. Og að lokum má geta þess að við höfum nú þegar vélmennaskatt – hann er kallaður tekjuskattur fyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Ef maður lítur til baka á hagsögu heimsins þá hafa stjórnmálamenn annað slagið fundið fyrir undarlegum ótta um að ný tækni muni gera alla atvinnulausa. Að vélarnar taki yfir öll störfin. Og ef það eru ekki vélar sem koma og taka störfin þá eru það „vondu innflytjendurnir“. Upp á síðkastið hefur þessi ótti birst aftur. Þannig lagði Bill Gates, stofnandi Microsoft, nýlega til að tekinn yrði upp skattur á vélmenni. En sannleikurinn er sá að þessi ótti er aðallega útbreiddur á meðal þeirra sem eru ekki hagfræðingar. Það er nánast ómögulegt að finna hagfræðing nokkurs staðar í heiminum sem lýsir áhyggjum af því að tækniþróun (eða innflytjendur) valdi atvinnuleysi. Þvert á móti vitum við, sem hagfræðingar, að framleiðniaukning vegna tækniframfara og starfsgreinaskiptingar er grunnurinn að launahækkunum.Lögmál Says Hagfræðingar vita að það er ekkert tækniatvinnuleysi af því við skiljum það sem kallast lögmál Says sem nefnt er eftir franska hagfræðingnum Jean-Baptiste Say. Yfirleitt segjum við að lögmál Says snúist um að „framboð skapi sína eigin eftirspurn“. Þetta þýðir að þegar eitthvað er framleitt skapi það í sjálfu sér tekjur fyrir þá sem framleiða vöruna (hluthafa og starfsmenn) og að þær tekjur séu notaðar í eftirspurn eftir því sem einhver annar framleiðir. Hvað varðar tæknina þá þýðir þetta að ef tækniframfarir auka framleiðni þá leiðir það til meiri tekna sem í sjálfu sér skapar eftirspurn. Þetta þýðir líka að við getum sjálfsagt ímyndað okkur að hægt verði að skipta út leigubílstjóra með sjálfkeyrandi bíl, en það er ekki það sama og að segja að heildaratvinnuleysi muni aukast. Ef verðið á leigubílaferðum lækkar um helming þá skapar það tekjuaukningu fyrir viðskiptavininn. Þennan tekjuauka getur hann notað til að kaupa aðrar vörur og það skapar sambærileg störf.Heimskuleg hugmynd Svo ef tæknin kemur í stað starfs þá skapar hún annað. Við vitum ekki hvers konar starf það er en ef við lítum á söguna þá hefur orðið gríðarleg tækniþróun án þess að atvinnuleysi hafi aukist. Tökum Bandaríkin sem dæmi. Árið 1960 var bandarískt vinnuafl 60 milljónir manna. Í dag er það 160 milljónir. Á sama tíma hefur framleiðni aukist um 2-3% að meðaltali á ári. En hvað hefur átt sér stað varðandi hlutfall atvinnuleysis? Árið 1950 var atvinnuleysið 5,2%. Núna er það 4,9%. Svo, nei, hvorki fólksfjölgun né framleiðniaukning veldur atvinnuleysi. Þvert á móti skapar þetta velmegun. Þannig er vélmennaskattur Bills Gates bara önnur heimskuleg hugmynd sem gæti gert okkur öll fátækari. Og að lokum má geta þess að við höfum nú þegar vélmennaskatt – hann er kallaður tekjuskattur fyrirtækja.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun