Ívar: Hefði verið rekinn ef Snæfells-leikurinn hefði tapast Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. mars 2017 22:23 Ívar var ekki alltaf pollrólegur á leiknum í kvöld. vísir/stefán Það var þungu fargi létt af Ívari Ásgrímssyni, þjálfara Hauka, eftir sigurinn á Stjörnunni í kvöld. Sæti í deildinni tryggt og það eftir umdeilda skíðaferð hans. „Það var frábær varnarleikur hjá okkur í dag. Ég sagði líka fyrir leik að ef Haukur spilar vel þá spilar liðið vel. Hann hitti í dag og var grimmur. Emil hefur líka verið góður í síðustu leikjum. Hann hefur verið mikið meiddur en hefur verið frábær í síðustu leikjum og var stórkostlegur í kvöld,“ segir Ívar en það var fast sótt að hans liði nánast allan leikinn en Haukarnir stóðu það af sér. Það hafa þeir ekki alltaf gert í vetur. „Þetta hefur vantað hjá okkur í vetur. Við höfum tapað kannski níu jöfnum leikjum. Maður er því alltaf stressaður undir lokin. Ég tók leikhlé þegar þrjár mínútur voru eftir bara til þess að fá menn til þess að hugsa og slaka á.“ Haukarnir ætluðu sér stóra hluti í vetur en lentu í gryfju. Þeir náðu þó að klóra sig upp úr henni á elleftu stundu. „Auðvitað er þungu fargi af mér létt. Við sýndum í kvöld hvað við getum verið góðir. Deildin er jöfn og við töpum mikið af jöfnum leikjum. Við gerðum okkur ekki grein fyrir því hvað það hafði mikil andleg áhrif á okkur. Við fórum að vinna í þessum málum of seint. Við fengum Viðar Halldórsson til okkar. Hann vann vel með okkur. Við hefðum kannski átt að byrja fyrr á því.“ Það hefur mikið verið rætt um skíðaferðina hans Ívars sem hann fór í þegar fram undan var mikilvægasti leikur tímabilsins. Sá leikur var gegn Snæfelli og vannst meðan Ívar skíðaði í Austurríki. Margir gagnrýndu hann fyrir að fara frá liðinu á þessum tíma. Ívar virðist ekki hafa tekið vel í þá gagnrýni og virkaði ósáttur við bæði Vísi, sem fjallaði ítarlega um málið, sem og Körfuboltakvöld sem skildi ekkert í ákvörðun Ívars. „Mér fannst þetta kannski vera fréttnæmt en mér finnst ekki eðlilegt að eyða tveim vikum í að fjalla um það,“ segir Ívar sem var síðan látinn vita af því að það hefði verið fjallað upprunalega um hans mál í 4 mínútur af 106 í Körfuboltakvöldi er hann sagði sjálfur að heill þáttur hefði verið lagður undir þessa umræðu. „Það var víst þannig. Það er mikið til þvi hitt er bara hlegið og öskrað,“ sagði Ívar og fór svo í aðra sálma. „Auðvitað ræddum við saman hvort ég ætti að hætta við og ég var langt kominn með það. Við tókum ákvörðun að það væri fínt að ég færi. Við vorum búnir að reyna margt og þetta var ákvörðun. Að það myndi kannski létta á pressu. Pressan fór af leikmönnum og yfir á mig sem var fínt. Ég vissi að það yrði rætt um þetta en menn verða kannski að gera það á vitrænan hátt,“ segir Ívar en hvar var þetta óvitrænt? „Það var bara margt. Það vantaði rökstuðning við þetta,“ segir Ívar en hann var nú ekki til í að færa rök fyrir sínu máli. Eftir á að hyggja var það besta sem gat komið fyrir Hauka að mati þjálfarans að hann færi í skíðaferðina. „Ég held það. Við höfum verið mjög góðir eftir að ég fór. Menn slökuðu aðeins á. Ég breytti ekki neinu en andlegi þátturinn var okkar vandamál. Ég veit að ef við hefðum tapað fyrir Snæfelli þá hefði þetta verið hrikaleg ákvörðun. Ég gerði mér grein fyrir því að þá hefði mér verið slátrað. Það hefði verið eðlilegt og þá væri ég ekki með vinnu lengur.. Við vissum það allir.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 78-87 | Haukar brunuðu yfir Stjörnuna Haukar þjöppuðu sér saman í kvöld og unnu heldur betur stóran sigur á nágrönnum sínum í Stjörnunni. Sigurinn tryggði sætið í efstu deild á næsta tímabili. 5. mars 2017 22:00 Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Ekkert verður af endurkomu McGregor í búrið Sport Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira
Það var þungu fargi létt af Ívari Ásgrímssyni, þjálfara Hauka, eftir sigurinn á Stjörnunni í kvöld. Sæti í deildinni tryggt og það eftir umdeilda skíðaferð hans. „Það var frábær varnarleikur hjá okkur í dag. Ég sagði líka fyrir leik að ef Haukur spilar vel þá spilar liðið vel. Hann hitti í dag og var grimmur. Emil hefur líka verið góður í síðustu leikjum. Hann hefur verið mikið meiddur en hefur verið frábær í síðustu leikjum og var stórkostlegur í kvöld,“ segir Ívar en það var fast sótt að hans liði nánast allan leikinn en Haukarnir stóðu það af sér. Það hafa þeir ekki alltaf gert í vetur. „Þetta hefur vantað hjá okkur í vetur. Við höfum tapað kannski níu jöfnum leikjum. Maður er því alltaf stressaður undir lokin. Ég tók leikhlé þegar þrjár mínútur voru eftir bara til þess að fá menn til þess að hugsa og slaka á.“ Haukarnir ætluðu sér stóra hluti í vetur en lentu í gryfju. Þeir náðu þó að klóra sig upp úr henni á elleftu stundu. „Auðvitað er þungu fargi af mér létt. Við sýndum í kvöld hvað við getum verið góðir. Deildin er jöfn og við töpum mikið af jöfnum leikjum. Við gerðum okkur ekki grein fyrir því hvað það hafði mikil andleg áhrif á okkur. Við fórum að vinna í þessum málum of seint. Við fengum Viðar Halldórsson til okkar. Hann vann vel með okkur. Við hefðum kannski átt að byrja fyrr á því.“ Það hefur mikið verið rætt um skíðaferðina hans Ívars sem hann fór í þegar fram undan var mikilvægasti leikur tímabilsins. Sá leikur var gegn Snæfelli og vannst meðan Ívar skíðaði í Austurríki. Margir gagnrýndu hann fyrir að fara frá liðinu á þessum tíma. Ívar virðist ekki hafa tekið vel í þá gagnrýni og virkaði ósáttur við bæði Vísi, sem fjallaði ítarlega um málið, sem og Körfuboltakvöld sem skildi ekkert í ákvörðun Ívars. „Mér fannst þetta kannski vera fréttnæmt en mér finnst ekki eðlilegt að eyða tveim vikum í að fjalla um það,“ segir Ívar sem var síðan látinn vita af því að það hefði verið fjallað upprunalega um hans mál í 4 mínútur af 106 í Körfuboltakvöldi er hann sagði sjálfur að heill þáttur hefði verið lagður undir þessa umræðu. „Það var víst þannig. Það er mikið til þvi hitt er bara hlegið og öskrað,“ sagði Ívar og fór svo í aðra sálma. „Auðvitað ræddum við saman hvort ég ætti að hætta við og ég var langt kominn með það. Við tókum ákvörðun að það væri fínt að ég færi. Við vorum búnir að reyna margt og þetta var ákvörðun. Að það myndi kannski létta á pressu. Pressan fór af leikmönnum og yfir á mig sem var fínt. Ég vissi að það yrði rætt um þetta en menn verða kannski að gera það á vitrænan hátt,“ segir Ívar en hvar var þetta óvitrænt? „Það var bara margt. Það vantaði rökstuðning við þetta,“ segir Ívar en hann var nú ekki til í að færa rök fyrir sínu máli. Eftir á að hyggja var það besta sem gat komið fyrir Hauka að mati þjálfarans að hann færi í skíðaferðina. „Ég held það. Við höfum verið mjög góðir eftir að ég fór. Menn slökuðu aðeins á. Ég breytti ekki neinu en andlegi þátturinn var okkar vandamál. Ég veit að ef við hefðum tapað fyrir Snæfelli þá hefði þetta verið hrikaleg ákvörðun. Ég gerði mér grein fyrir því að þá hefði mér verið slátrað. Það hefði verið eðlilegt og þá væri ég ekki með vinnu lengur.. Við vissum það allir.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 78-87 | Haukar brunuðu yfir Stjörnuna Haukar þjöppuðu sér saman í kvöld og unnu heldur betur stóran sigur á nágrönnum sínum í Stjörnunni. Sigurinn tryggði sætið í efstu deild á næsta tímabili. 5. mars 2017 22:00 Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Ekkert verður af endurkomu McGregor í búrið Sport Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 78-87 | Haukar brunuðu yfir Stjörnuna Haukar þjöppuðu sér saman í kvöld og unnu heldur betur stóran sigur á nágrönnum sínum í Stjörnunni. Sigurinn tryggði sætið í efstu deild á næsta tímabili. 5. mars 2017 22:00