Andri Már ráðinn til Hugsmiðjunnar Atli Ísleifsson skrifar 7. mars 2017 14:53 Andri Már Kristinsson. hugsmiðjan Andri Már Kristinsson hefur verið ráðinn til vefstofunnar Hugsmiðjunnar þar sem hann mun starfa sem ráðgjafi í stefnumótun og markaðssetningu á vefnum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að Andri sé viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og hafi yfir 10 ára reynslu í markaðsmálum. „Eftir þrjú ár í markaðsdeild Nýherja hóf Andri störf hjá Google sem sérfræðingur í auglýsingaþjónustu fyrirtækisins, Google AdWords. Í kjölfarið gerðist hann framkvæmdastjóri vefmarkaðsfyrirtækisins Kansas sem varð hluti af markaðsstofunni Janúar árið 2014. Nú síðast starfaði Andri hjá Landsbankanum þar sem hann var ábyrgur fyrir vefmarkaðssetningu bankans. Andri mun ásamt Margeiri Ingólfssyni leiða nýtt teymi innan Hugsmiðjunnar sem mun veita þjónustu í markaðssetningu á netinu og stefnumótun í vef- og markaðsmálum,“ segir í tilkynningunni.Spenntur Andri Már kveðst ánægður með að vera kominn til Hugsmiðjunnar og spenntur að taka þátt í þeim verkefnum sem framundan séu. „Stafrænar lausnir gegna sífellt stærra hlutverki í daglegu lífi okkar. Við eigum samskipti, leitum, verslum, horfum, bókum og lærum í gegnum hinar ýmsu stafrænu þjónustur. Ástæðan fyrir þessum miklu breytingum er að þessar þjónustur skapa þægilegri, einfaldari og ánægjulegri upplifun. Hugsmiðjan hefur mikinn metnað að skapa frábærar upplifanir og verða leiðandi á því sviði en ég trúi því að markaðsmál eigi og muni fyrst og fremst snúast um notendaupplifun í hinum stafræna heimi.“ Haft er eftir Ragnheiði Þorleifsdóttur, framkvæmdastjóra Hugsmiðjunnar, að ráðningin sé liður í efla það teymi sem sinni stefnumótun og markaðssetningu á vefnum fyrir verðmætustu viðskiptavinina. „Það er mikil eftirspurn eftir þessari þjónustu á markaðnum í dag við erum því virkilega ánægð með liðsaukann. Framtíðin er björt hjá Hugsmiðjunni með öflugt starfsfólk á öllum sviðum vef- og markaðsmála.“ Hjá fyrirtækinu starfa 25 einstaklingar. Ráðningar Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Andri Már Kristinsson hefur verið ráðinn til vefstofunnar Hugsmiðjunnar þar sem hann mun starfa sem ráðgjafi í stefnumótun og markaðssetningu á vefnum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að Andri sé viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og hafi yfir 10 ára reynslu í markaðsmálum. „Eftir þrjú ár í markaðsdeild Nýherja hóf Andri störf hjá Google sem sérfræðingur í auglýsingaþjónustu fyrirtækisins, Google AdWords. Í kjölfarið gerðist hann framkvæmdastjóri vefmarkaðsfyrirtækisins Kansas sem varð hluti af markaðsstofunni Janúar árið 2014. Nú síðast starfaði Andri hjá Landsbankanum þar sem hann var ábyrgur fyrir vefmarkaðssetningu bankans. Andri mun ásamt Margeiri Ingólfssyni leiða nýtt teymi innan Hugsmiðjunnar sem mun veita þjónustu í markaðssetningu á netinu og stefnumótun í vef- og markaðsmálum,“ segir í tilkynningunni.Spenntur Andri Már kveðst ánægður með að vera kominn til Hugsmiðjunnar og spenntur að taka þátt í þeim verkefnum sem framundan séu. „Stafrænar lausnir gegna sífellt stærra hlutverki í daglegu lífi okkar. Við eigum samskipti, leitum, verslum, horfum, bókum og lærum í gegnum hinar ýmsu stafrænu þjónustur. Ástæðan fyrir þessum miklu breytingum er að þessar þjónustur skapa þægilegri, einfaldari og ánægjulegri upplifun. Hugsmiðjan hefur mikinn metnað að skapa frábærar upplifanir og verða leiðandi á því sviði en ég trúi því að markaðsmál eigi og muni fyrst og fremst snúast um notendaupplifun í hinum stafræna heimi.“ Haft er eftir Ragnheiði Þorleifsdóttur, framkvæmdastjóra Hugsmiðjunnar, að ráðningin sé liður í efla það teymi sem sinni stefnumótun og markaðssetningu á vefnum fyrir verðmætustu viðskiptavinina. „Það er mikil eftirspurn eftir þessari þjónustu á markaðnum í dag við erum því virkilega ánægð með liðsaukann. Framtíðin er björt hjá Hugsmiðjunni með öflugt starfsfólk á öllum sviðum vef- og markaðsmála.“ Hjá fyrirtækinu starfa 25 einstaklingar.
Ráðningar Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira