Ljósmóðir sem slasaðist við nestiskaup fær bætur Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. mars 2017 19:47 Landspítalinn við Hringbraut. vísir/vilhelm Íslenska ríkinu var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag gert að greiða starfsmanni Landspítalans, ljósmóður, rúmar tvær milljónir króna vegna slyss sem konan varð fyrir á leið til vinnu árið 2014. Konan hafði stöðvað í Hagkaup í Garðabæ til þess að kaupa sér nesti fyrir vaktina, þar sem mötuneyti spítalans er lokað á nóttunni, en varð fyrir bíl á bílaplaninu. Konan fór í vinnuna eftir slysið en leitaði síðar um kvöldið á slysadeild. Þar kom í ljós að hún var brotin utanvert á sköflungshnúa í vinstra hné og þurfti í kjölfarið að undirgangast aðgerð. Konan undirgekkst síðar örorkumat og voru henni metin tíu miskastig. Ágreiningsefni málsins snerust um það að konan taldi sig hafa átt að fá bætur vegna slyss í starfi þar sem hún hafi verið á beinni og eðlilegri leið til vinnu. Konan fékk greiddar rúmlega 770 þúsund krónur í bætur eftir slysið, en hún hafði farið fram á tvær milljónir króna. Í fyrri bótakröfu var ekki tekið fram að konan hefði verið á leið til vinnu þegar hún slasaðist, en konan sagðist ekki hafa talið það skipta málið. Verjandi ríkisins sagði konuna hafa móttekið bótagreiðsluna án athugasemda og þannig hafi hún fyrirgert rétti sínum til frekari bóta. Á þetta féllst dómurinn hins vegar ekki. Þá sagði dómurinn að konan hefði verið á eðlilegri ferðaleið frá heimili til vinnustaðar og að það verði að teljast eðlilegur þáttur í ferðalagi hennar á þessum tíma að nesta sig á leiðinni.Íslenska ríkinu var í síðasta mánuði gert að greiða starfsmanni á Landspítalanum tæplega 3,6 milljónir króna í bætur vegna bílslyss sem starfsmaðurinn lenti í á leið sinni til vinnu. Tengdar fréttir Áfyllingin kom ekki í veg fyrir bætur Hæstiréttur hefur staðfest Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að greiða skuli greiða heilbrigðisstarfsmanni á Landspítalanum tæplega 3,6 milljónir króna í bætur vegna miska og örorku sem konan varð fyrir á leið sinni heim úr vinnu í október 2012. 23. febrúar 2017 17:31 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Íslenska ríkinu var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag gert að greiða starfsmanni Landspítalans, ljósmóður, rúmar tvær milljónir króna vegna slyss sem konan varð fyrir á leið til vinnu árið 2014. Konan hafði stöðvað í Hagkaup í Garðabæ til þess að kaupa sér nesti fyrir vaktina, þar sem mötuneyti spítalans er lokað á nóttunni, en varð fyrir bíl á bílaplaninu. Konan fór í vinnuna eftir slysið en leitaði síðar um kvöldið á slysadeild. Þar kom í ljós að hún var brotin utanvert á sköflungshnúa í vinstra hné og þurfti í kjölfarið að undirgangast aðgerð. Konan undirgekkst síðar örorkumat og voru henni metin tíu miskastig. Ágreiningsefni málsins snerust um það að konan taldi sig hafa átt að fá bætur vegna slyss í starfi þar sem hún hafi verið á beinni og eðlilegri leið til vinnu. Konan fékk greiddar rúmlega 770 þúsund krónur í bætur eftir slysið, en hún hafði farið fram á tvær milljónir króna. Í fyrri bótakröfu var ekki tekið fram að konan hefði verið á leið til vinnu þegar hún slasaðist, en konan sagðist ekki hafa talið það skipta málið. Verjandi ríkisins sagði konuna hafa móttekið bótagreiðsluna án athugasemda og þannig hafi hún fyrirgert rétti sínum til frekari bóta. Á þetta féllst dómurinn hins vegar ekki. Þá sagði dómurinn að konan hefði verið á eðlilegri ferðaleið frá heimili til vinnustaðar og að það verði að teljast eðlilegur þáttur í ferðalagi hennar á þessum tíma að nesta sig á leiðinni.Íslenska ríkinu var í síðasta mánuði gert að greiða starfsmanni á Landspítalanum tæplega 3,6 milljónir króna í bætur vegna bílslyss sem starfsmaðurinn lenti í á leið sinni til vinnu.
Tengdar fréttir Áfyllingin kom ekki í veg fyrir bætur Hæstiréttur hefur staðfest Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að greiða skuli greiða heilbrigðisstarfsmanni á Landspítalanum tæplega 3,6 milljónir króna í bætur vegna miska og örorku sem konan varð fyrir á leið sinni heim úr vinnu í október 2012. 23. febrúar 2017 17:31 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Áfyllingin kom ekki í veg fyrir bætur Hæstiréttur hefur staðfest Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að greiða skuli greiða heilbrigðisstarfsmanni á Landspítalanum tæplega 3,6 milljónir króna í bætur vegna miska og örorku sem konan varð fyrir á leið sinni heim úr vinnu í október 2012. 23. febrúar 2017 17:31