Varhugavert að sjúkdómsgreina Trump Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. febrúar 2017 10:15 Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, segir varhugavert að sjúkdómsgreina Bandaríkjaforseta. Vísir Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, segir varhugavert að sjúkdómsgreina Donald Trump Bandaríkjaforseta með hvers konar geðraskanir. Hann segir að gagnrýni á hegðun og stefnumál stjórnmálamanna geti farið fram án slíks. Þetta skrifar Halldór á Facebook siðu sinni í kjölfar ummæla Helga Helgasonar, formanns Íslensku Þjóðfylkingarinnar, um að forystumenn vinstrimanna á Íslandi séu „meira og minna þjakaðir af geðröskunum.“ „Ef til vill hafa fjölmiðlar vitað lengi af þessum veikleikum hjá vinstrimönnum (vegna þess að þetta hrjáir þá líka) og ekki fundist það fréttnæmt. Vinstrimenn hafa sjálfir sagt frá þessu og fengið meðaumkun og það er vel. En nú býr þetta sama fólk til fréttir um að Donald Trump sé með geðröskun og er fullt af vanlætingu. Þvílíkt pakk! Auðvitað er þetta tilbúningur. En svona vinnur þetta lið,“ skrifaði Helgi í Facebook hóp íslensku Þjóðfylkingarinnar. „Nú skil ég ekki alveg hverja nákvæmlega er verið að væna um hræsni hérna. Það er ekki nægilega heill þráður í 'röksemdafærslunni', svo langt sem hún nær, til þess að átta sig á því. En það er allavega ljóst að það má lesa þetta þannig að verið sé að ýja að því að ég sé mögulega í þessum hópi. Því þarf þá að svara,“ skrifar Halldór Auðar. Hann segist sammála því að tilhneigingin til að sjúkdómsgreina Trump sé mjög varhugaverð og hvimleið og að hann hafi ekki tekið þátt í því sjálfur. „Slíkar greiningar eru til að hjálpa fólki, ekki til að stimpla og jaðarsetja og nota sem tæki í einhverri pólitískri baráttu. Þær eru líka í raun ekkert annað en skáldskapur þegar þær fara ekki fram í samvinnu við viðkomandi manneskju og í návígi við hana. Gagnrýni á hegðun og stefnumál stjórnmálamanna getur algjörlega farið fram án þeirra - og á að gera það.“ Margir hafa efast um geðheilsu Donalds Trump Bandaríkjaforseta undanfarin misseri. Dan P. McAdams, prófessor í sálfræði við Northwestern háskólann, skrifaði til að mynda langa grein í the Atlantic í júní á síðasta ári þar sem hann sálgreindi Trump og komst meðal annars að þeirri niðurstöðu að hann væri sjálfdýrkandi. Þá er talið að þingmenn Repúblikanaflokksins hafi miklar áhyggjur af andlegri heilsu forsetans. Donald Trump Tengdar fréttir Bandarískir þingmenn hafa áhyggjur af andlegri heilsu Trump Nokkrir bandarískir þingmenn úr Repúblikanaflokknum, hafa áhyggjur af andlegri heilsu forsetans, Donalds Trump. 12. febrúar 2017 18:54 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Sjá meira
Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, segir varhugavert að sjúkdómsgreina Donald Trump Bandaríkjaforseta með hvers konar geðraskanir. Hann segir að gagnrýni á hegðun og stefnumál stjórnmálamanna geti farið fram án slíks. Þetta skrifar Halldór á Facebook siðu sinni í kjölfar ummæla Helga Helgasonar, formanns Íslensku Þjóðfylkingarinnar, um að forystumenn vinstrimanna á Íslandi séu „meira og minna þjakaðir af geðröskunum.“ „Ef til vill hafa fjölmiðlar vitað lengi af þessum veikleikum hjá vinstrimönnum (vegna þess að þetta hrjáir þá líka) og ekki fundist það fréttnæmt. Vinstrimenn hafa sjálfir sagt frá þessu og fengið meðaumkun og það er vel. En nú býr þetta sama fólk til fréttir um að Donald Trump sé með geðröskun og er fullt af vanlætingu. Þvílíkt pakk! Auðvitað er þetta tilbúningur. En svona vinnur þetta lið,“ skrifaði Helgi í Facebook hóp íslensku Þjóðfylkingarinnar. „Nú skil ég ekki alveg hverja nákvæmlega er verið að væna um hræsni hérna. Það er ekki nægilega heill þráður í 'röksemdafærslunni', svo langt sem hún nær, til þess að átta sig á því. En það er allavega ljóst að það má lesa þetta þannig að verið sé að ýja að því að ég sé mögulega í þessum hópi. Því þarf þá að svara,“ skrifar Halldór Auðar. Hann segist sammála því að tilhneigingin til að sjúkdómsgreina Trump sé mjög varhugaverð og hvimleið og að hann hafi ekki tekið þátt í því sjálfur. „Slíkar greiningar eru til að hjálpa fólki, ekki til að stimpla og jaðarsetja og nota sem tæki í einhverri pólitískri baráttu. Þær eru líka í raun ekkert annað en skáldskapur þegar þær fara ekki fram í samvinnu við viðkomandi manneskju og í návígi við hana. Gagnrýni á hegðun og stefnumál stjórnmálamanna getur algjörlega farið fram án þeirra - og á að gera það.“ Margir hafa efast um geðheilsu Donalds Trump Bandaríkjaforseta undanfarin misseri. Dan P. McAdams, prófessor í sálfræði við Northwestern háskólann, skrifaði til að mynda langa grein í the Atlantic í júní á síðasta ári þar sem hann sálgreindi Trump og komst meðal annars að þeirri niðurstöðu að hann væri sjálfdýrkandi. Þá er talið að þingmenn Repúblikanaflokksins hafi miklar áhyggjur af andlegri heilsu forsetans.
Donald Trump Tengdar fréttir Bandarískir þingmenn hafa áhyggjur af andlegri heilsu Trump Nokkrir bandarískir þingmenn úr Repúblikanaflokknum, hafa áhyggjur af andlegri heilsu forsetans, Donalds Trump. 12. febrúar 2017 18:54 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Sjá meira
Bandarískir þingmenn hafa áhyggjur af andlegri heilsu Trump Nokkrir bandarískir þingmenn úr Repúblikanaflokknum, hafa áhyggjur af andlegri heilsu forsetans, Donalds Trump. 12. febrúar 2017 18:54