Aldrei færri fasteignir auglýstar til sölu Snærós Sindradóttir skrifar 23. febrúar 2017 07:00 Ekki mun losna um spennu á fasteignamarkaði fyrr en verulegt magn nýrra íbúða kemur á markað, að mati sérfræðings greiningardeildar Arion. vísir/vilhelm Framboð á fasteignum til sölu er í algjöru lágmarki sem bendir til þess að ekki komi til þess í bráð að spenna losni af fasteignamarkaðnum. Samkvæmt hagvísum Seðlabanka Íslands og nýrri skýrslu greiningardeildar Arion banka eru 700 færri eignir til sölu nú en í síðustu lægð, í ágúst 2007. Í skýrslu greiningardeildarinnar kemur fram að í lok janúar hafi 910 fasteignir verið til sölu um allt land. Þegar mest var, í desember 2009, voru tæplega 4.500 fasteignir auglýstar. Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá áhyggjum fasteignasala af gríðarlegri spennu á markaði síðastliðnar þrjár vikur, eða allt frá því að greiningardeildin spáði 30 prósenta hækkun á fasteignaverði á næstu þremur árum. Þá var sagt frá því að í miklum mæli væri boðið hærra verð í fasteignir en ásett væri en einnig að sumir seljendur kysu að hunsa ráðleggingar fasteignasala og verðleggja sjálfir fasteignir sínar.Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion.Mynd/aðsendSérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, tekur undir með fasteignasölum að seljendamarkaður ríki núna. Hækkun á fasteignaverði hafi þó hlutfallslega verið meiri í nágrannasveitarfélögum við höfuðborgarsvæðið. „Svo virðist sem ungt fólk sé að gefast upp á höfuðborgarsvæðinu og sé að færa sig á Suðurnesin, Selfoss, Hveragerði og upp á Akranes. Við höfum verið að sjá mestar hækkanir á því svæði. Eftirspurnin byrjaði að byggjast upp miðsvæðis en svo dreifist hún út í jaðarsvæði höfuðborgarsvæðisins,“ segir Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá greiningardeildinni.Hún segir að vandinn sé fyrst og fremst sá að ekki hafi nógu margar íbúðir verið byggðar á undanförnum árum. Ákveðinn lager hafi myndast fljótlega eftir hrun sem svo hafi gengið á og sé með öllu uppurinn núna. Í fylgiriti Fréttablaðsins í gær kom fram álit Konráðs S. Guðjónssonar, sem einnig er sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, um að byggja þyrfti 1.500 til 2.000 íbúðir árlega til að anna eftirspurn. Hjá Reykjavíkurborg er áformað að hefja byggingu 1.239 íbúða á þessu ári og 1.323 íbúða á næsta ári. „Uppbyggingaráform á höfuðborgarsvæðinu hafa gengið illa eftir. Hvenær þetta íbúðamagn kemur loks inn á markaðinn er mjög erfitt að segja til um, hvort það verði 2019 eða 2020. Það fæst ekki séð að í ár eða á næsta ári komi það mikið eignamagn inn á markaðinn sem verði til þess að lækka þrýstinginn. Þótt uppbyggingaráformin séu háleit er ekkert víst hvenær þau koma til með að rætast,“ segir Erna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Viðskipti erlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Sjá meira
Framboð á fasteignum til sölu er í algjöru lágmarki sem bendir til þess að ekki komi til þess í bráð að spenna losni af fasteignamarkaðnum. Samkvæmt hagvísum Seðlabanka Íslands og nýrri skýrslu greiningardeildar Arion banka eru 700 færri eignir til sölu nú en í síðustu lægð, í ágúst 2007. Í skýrslu greiningardeildarinnar kemur fram að í lok janúar hafi 910 fasteignir verið til sölu um allt land. Þegar mest var, í desember 2009, voru tæplega 4.500 fasteignir auglýstar. Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá áhyggjum fasteignasala af gríðarlegri spennu á markaði síðastliðnar þrjár vikur, eða allt frá því að greiningardeildin spáði 30 prósenta hækkun á fasteignaverði á næstu þremur árum. Þá var sagt frá því að í miklum mæli væri boðið hærra verð í fasteignir en ásett væri en einnig að sumir seljendur kysu að hunsa ráðleggingar fasteignasala og verðleggja sjálfir fasteignir sínar.Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion.Mynd/aðsendSérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, tekur undir með fasteignasölum að seljendamarkaður ríki núna. Hækkun á fasteignaverði hafi þó hlutfallslega verið meiri í nágrannasveitarfélögum við höfuðborgarsvæðið. „Svo virðist sem ungt fólk sé að gefast upp á höfuðborgarsvæðinu og sé að færa sig á Suðurnesin, Selfoss, Hveragerði og upp á Akranes. Við höfum verið að sjá mestar hækkanir á því svæði. Eftirspurnin byrjaði að byggjast upp miðsvæðis en svo dreifist hún út í jaðarsvæði höfuðborgarsvæðisins,“ segir Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá greiningardeildinni.Hún segir að vandinn sé fyrst og fremst sá að ekki hafi nógu margar íbúðir verið byggðar á undanförnum árum. Ákveðinn lager hafi myndast fljótlega eftir hrun sem svo hafi gengið á og sé með öllu uppurinn núna. Í fylgiriti Fréttablaðsins í gær kom fram álit Konráðs S. Guðjónssonar, sem einnig er sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, um að byggja þyrfti 1.500 til 2.000 íbúðir árlega til að anna eftirspurn. Hjá Reykjavíkurborg er áformað að hefja byggingu 1.239 íbúða á þessu ári og 1.323 íbúða á næsta ári. „Uppbyggingaráform á höfuðborgarsvæðinu hafa gengið illa eftir. Hvenær þetta íbúðamagn kemur loks inn á markaðinn er mjög erfitt að segja til um, hvort það verði 2019 eða 2020. Það fæst ekki séð að í ár eða á næsta ári komi það mikið eignamagn inn á markaðinn sem verði til þess að lækka þrýstinginn. Þótt uppbyggingaráformin séu háleit er ekkert víst hvenær þau koma til með að rætast,“ segir Erna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Viðskipti erlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Sjá meira