Svart laxeldi Bubbi Morthens skrifar 27. febrúar 2017 08:00 Hallgerður Hauksdóttir, formaður stjórnar Dýraverndarsambands Íslands, segir í viðtali við Fréttatímann að sambandið hafi orðið talsverðar áhyggjur af auknu laxeldi á Íslandi. Hún segir að það sé ekki eðlilegt að svo stór hluti eldisdýra deyi í dýraeldi almennt séð en að annað eigi við um þauleldi eins og laxeldi. Þauleldi er það eldi þegar þrengsli dýranna, sem eru ræktuð, eru talsverð, eldið þarf að fara í mat á umhverfisáhrifum og þegar „velferð dýra er fórnað fyrir hámörkun nytja“, eins og Hallgerður segir. „Ég hef orðið verulegar áhyggjur af þessu. Það eru afföll í þauleldi vegna mikilla þrengsla eða sjúkdóma. Annars á ekkert við að tala um eðlileg afföll í dýraeldi.“ Þá er þetta byrjað. Fiskar sleppa úr eldiskvíum um gat á botni silungaeldiskvía í Dýrafirði. Og þegar spurt er hversu mikið slapp þá er svarið: Við vitum það ekki. Það virðist hafa gerst líka í fyrra að regnbogasilungur hafi sloppið en enginn vill kannast við það úr eldisiðnaðinum. Það kom í ljós síðastliðið sumar þegar menn fóru að mokveiða regnbogasilung við hafnarbakkann. Stangveiðimenn í ám fyrir vestan fóru líka að fá regnbogasilung á fluguna. Þetta mun líka gerast í laxeldinu, þar gera menn einfaldlega ráð fyrir því í öllum útreikningum að lax sleppi. Eldi á ófrjóum laxi er ekki á frumstigi eins og sumir vilja halda fram, það hefur þegar verið stundað í Noregi og þar eru menn að tala um að það sé það sem koma skal. Ég held að ef einhver sem vill græða og hefur það eitt að leiðarljósi spyrði Bændasamtökin hvort þau væru ekki til í að hjálpa honum að flytja inn sauðfé frá Nýja-Sjálandi, nautgripi frá Texas og hross frá Arabíu og hafa þetta allt í girðingu á hálendinu gegn loforði um að ekkert þessara dýra myndi blandast við íslenska kynið, þá fengi sá bara eitt svar: ALDREI. Allt eftirlit í skötulíki Íslenskur lax hefur þróast í árþúsundir. Hann var hér löngu áður en fyrstu mennirnir námu land. Eldismenn vita af fenginni reynslu í Noregi, því þaðan koma þeir flestir sem eiga eldið á Íslandi, að þetta gullgrafaraævintýri þeirra mun eyðileggja íslenska laxastofninn alveg eins og hefur gerst í heimalandi þeirra. Hér er allt eftirlit í skötulíki sem sýnir sig best þegar þeir sem eiga að fylgjast með sínum eigin kvíum vita ekki að það er búið að vera gat á botninum á kvínni í langan tíma. Matvælastofnun sem á að hafa eftirlit með eldinu er ekki að standa sig. Í raun er það fyrirtæki búið að sýna að þar á bæ virðast menn telja það vera sitt helsta hlutverk að stimpla sig inn og út og forðast allt vesen, eins og kom fram í Brúneggjamálinu. Matvælastofnun verður að taka sig taki og taka á þessum málum. Laxeldi á Íslandi, sem og silungseldi, er stjórnlaus iðnaður. Þar ríkir villta vesturs stemning. Þar eru menn sem ætla sér að græða á sofandahætti stjórnvalda, koma hingað til lands og kaupa hvern fjörðinn eftir annan með það eitt markmið að græða á því að eyðileggja íslenska náttúru. Síðan geta menn íhugað hvers vegna Alþjóðaheilbrigðistofnun Evrópu varar fólk við að eta of mikið af eldislaxi. Það er af því að hann er of mengaður, fullur af sýklalyfjum, þungmálmum og litarefnum og sérstaklega varasamur fyrir börn og ófrískar konur. Haft beint eftir þeim háu herrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bubbi Morthens Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Hallgerður Hauksdóttir, formaður stjórnar Dýraverndarsambands Íslands, segir í viðtali við Fréttatímann að sambandið hafi orðið talsverðar áhyggjur af auknu laxeldi á Íslandi. Hún segir að það sé ekki eðlilegt að svo stór hluti eldisdýra deyi í dýraeldi almennt séð en að annað eigi við um þauleldi eins og laxeldi. Þauleldi er það eldi þegar þrengsli dýranna, sem eru ræktuð, eru talsverð, eldið þarf að fara í mat á umhverfisáhrifum og þegar „velferð dýra er fórnað fyrir hámörkun nytja“, eins og Hallgerður segir. „Ég hef orðið verulegar áhyggjur af þessu. Það eru afföll í þauleldi vegna mikilla þrengsla eða sjúkdóma. Annars á ekkert við að tala um eðlileg afföll í dýraeldi.“ Þá er þetta byrjað. Fiskar sleppa úr eldiskvíum um gat á botni silungaeldiskvía í Dýrafirði. Og þegar spurt er hversu mikið slapp þá er svarið: Við vitum það ekki. Það virðist hafa gerst líka í fyrra að regnbogasilungur hafi sloppið en enginn vill kannast við það úr eldisiðnaðinum. Það kom í ljós síðastliðið sumar þegar menn fóru að mokveiða regnbogasilung við hafnarbakkann. Stangveiðimenn í ám fyrir vestan fóru líka að fá regnbogasilung á fluguna. Þetta mun líka gerast í laxeldinu, þar gera menn einfaldlega ráð fyrir því í öllum útreikningum að lax sleppi. Eldi á ófrjóum laxi er ekki á frumstigi eins og sumir vilja halda fram, það hefur þegar verið stundað í Noregi og þar eru menn að tala um að það sé það sem koma skal. Ég held að ef einhver sem vill græða og hefur það eitt að leiðarljósi spyrði Bændasamtökin hvort þau væru ekki til í að hjálpa honum að flytja inn sauðfé frá Nýja-Sjálandi, nautgripi frá Texas og hross frá Arabíu og hafa þetta allt í girðingu á hálendinu gegn loforði um að ekkert þessara dýra myndi blandast við íslenska kynið, þá fengi sá bara eitt svar: ALDREI. Allt eftirlit í skötulíki Íslenskur lax hefur þróast í árþúsundir. Hann var hér löngu áður en fyrstu mennirnir námu land. Eldismenn vita af fenginni reynslu í Noregi, því þaðan koma þeir flestir sem eiga eldið á Íslandi, að þetta gullgrafaraævintýri þeirra mun eyðileggja íslenska laxastofninn alveg eins og hefur gerst í heimalandi þeirra. Hér er allt eftirlit í skötulíki sem sýnir sig best þegar þeir sem eiga að fylgjast með sínum eigin kvíum vita ekki að það er búið að vera gat á botninum á kvínni í langan tíma. Matvælastofnun sem á að hafa eftirlit með eldinu er ekki að standa sig. Í raun er það fyrirtæki búið að sýna að þar á bæ virðast menn telja það vera sitt helsta hlutverk að stimpla sig inn og út og forðast allt vesen, eins og kom fram í Brúneggjamálinu. Matvælastofnun verður að taka sig taki og taka á þessum málum. Laxeldi á Íslandi, sem og silungseldi, er stjórnlaus iðnaður. Þar ríkir villta vesturs stemning. Þar eru menn sem ætla sér að græða á sofandahætti stjórnvalda, koma hingað til lands og kaupa hvern fjörðinn eftir annan með það eitt markmið að græða á því að eyðileggja íslenska náttúru. Síðan geta menn íhugað hvers vegna Alþjóðaheilbrigðistofnun Evrópu varar fólk við að eta of mikið af eldislaxi. Það er af því að hann er of mengaður, fullur af sýklalyfjum, þungmálmum og litarefnum og sérstaklega varasamur fyrir börn og ófrískar konur. Haft beint eftir þeim háu herrum.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun