Eyðimerkurgöngunni lokið hjá Fowler Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. febrúar 2017 11:00 Rickie Fowler kyssir bikarinn. vísir/getty Bandaríski kylfingurinn Rickie Fowler stóð uppi sem sigurvegari á Honda Classic-mótinu sem kláraðist í Flórída í nótt en hann lauk leik á samtals tólf höggum undir pari. Þar með lauk eyðimerkurgöngu Fowler en hann var ekki búinn að vinna sigur á PGA-mótaröðinni í 16 mánuði eða síðan hann vann Deutsche Bank-mótið í september árið 2015. Fowler hóf lokahringinn með fjögurra högga forskot á Morgan Hoffman og Gary Woodland en þeir enduðu jafnir í öðru til þriðja sæti á átta höggum undir pari. „Púttarinn bjargaði mér. Það var erfitt að spila lokahringinn en ég barðist eins og ég gat,“ sagði Fowler sigurreifur eftir lokahringinn. „Mér fannst ég slá fullt af höggum sem hefðu vanalega verið mjög góð en vindurinn var mikill og erfiður í dag. Það blés hressilega sem hélt okkur á tánum.“ Sigurinn á Honda Classic er hans fjórði á PGA-mótaröðinni en þssi 25 ára gamli kylfingur hefur aldrei á ferlinum unnið risamót. Hann er sem stendur í 18. sæti heimslistans en hann færðist upp í tíunda sæti FedEx-listans með sigrinum í Flórída. Golf Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Rickie Fowler stóð uppi sem sigurvegari á Honda Classic-mótinu sem kláraðist í Flórída í nótt en hann lauk leik á samtals tólf höggum undir pari. Þar með lauk eyðimerkurgöngu Fowler en hann var ekki búinn að vinna sigur á PGA-mótaröðinni í 16 mánuði eða síðan hann vann Deutsche Bank-mótið í september árið 2015. Fowler hóf lokahringinn með fjögurra högga forskot á Morgan Hoffman og Gary Woodland en þeir enduðu jafnir í öðru til þriðja sæti á átta höggum undir pari. „Púttarinn bjargaði mér. Það var erfitt að spila lokahringinn en ég barðist eins og ég gat,“ sagði Fowler sigurreifur eftir lokahringinn. „Mér fannst ég slá fullt af höggum sem hefðu vanalega verið mjög góð en vindurinn var mikill og erfiður í dag. Það blés hressilega sem hélt okkur á tánum.“ Sigurinn á Honda Classic er hans fjórði á PGA-mótaröðinni en þssi 25 ára gamli kylfingur hefur aldrei á ferlinum unnið risamót. Hann er sem stendur í 18. sæti heimslistans en hann færðist upp í tíunda sæti FedEx-listans með sigrinum í Flórída.
Golf Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira