Jórunn Viðar er látin Atli Ísleifsson skrifar 27. febrúar 2017 22:15 Jórunn var sæmd heiðursmerki hinnar Íslensku fálkaorðu árið 1989. Jórunn Viðar, tónskáld og píanóleikari, lést í dag, 98 ára að aldri. Jórunn fæddist í Reykjavík þann 7. desember 1918 , dóttir hjónanna Katrínar og Einars Viðar. Jórunn lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík átján ára gömul og stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1937 og sigldi svo til Berlínar þar sem hún hóf framhaldsnám í píanóleik við Hochschule für Musik. Á árunum 1943 til 1945 nam hún tónsmíðar við Juilliard School of Music í New York hjá Vittorio Giannini. Að námi loknu sneri hún aftur til Íslands og átti eftir að vera mjög áberandi í íslensku tónlistarlífi, bæði sem píanóleikari og tónskáld. Á meðal merkustu verka Jórunnar má nefna ballettana Eld og Ólaf Liljurós, tónlistina við kvikmyndina Síðasta bæinn í dalnum og píanókonsertinn Sláttu. Þá samdi hún fjölmörg þjóðþekkt sönglög á borð við jólalögin Jól og Það á að gefa börnum brauð. Hún var lengi eina konan í Tónskáldafélagi Íslands. Jórunn Viðar var valin borgarlistamaður Reykjavíkur árið 1999, hlaut heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2004 og Menningarverðlaun DV 2009. Jórunn var á lista yfir þá sem fá heiðurslaun listamanna og var hún sæmd heiðursmerki hinnar Íslensku fálkaorðu árið 1989. Jórunn giftist Lárusi Fjeldsted forstjóra (f. 1918, d. 1985) og eignuðust þau þrjú börn: Lárus (f. 1942); Katrínu (f. 1946) og Lovísu (f. 1951). Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Jórunn Viðar, tónskáld og píanóleikari, lést í dag, 98 ára að aldri. Jórunn fæddist í Reykjavík þann 7. desember 1918 , dóttir hjónanna Katrínar og Einars Viðar. Jórunn lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík átján ára gömul og stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1937 og sigldi svo til Berlínar þar sem hún hóf framhaldsnám í píanóleik við Hochschule für Musik. Á árunum 1943 til 1945 nam hún tónsmíðar við Juilliard School of Music í New York hjá Vittorio Giannini. Að námi loknu sneri hún aftur til Íslands og átti eftir að vera mjög áberandi í íslensku tónlistarlífi, bæði sem píanóleikari og tónskáld. Á meðal merkustu verka Jórunnar má nefna ballettana Eld og Ólaf Liljurós, tónlistina við kvikmyndina Síðasta bæinn í dalnum og píanókonsertinn Sláttu. Þá samdi hún fjölmörg þjóðþekkt sönglög á borð við jólalögin Jól og Það á að gefa börnum brauð. Hún var lengi eina konan í Tónskáldafélagi Íslands. Jórunn Viðar var valin borgarlistamaður Reykjavíkur árið 1999, hlaut heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2004 og Menningarverðlaun DV 2009. Jórunn var á lista yfir þá sem fá heiðurslaun listamanna og var hún sæmd heiðursmerki hinnar Íslensku fálkaorðu árið 1989. Jórunn giftist Lárusi Fjeldsted forstjóra (f. 1918, d. 1985) og eignuðust þau þrjú börn: Lárus (f. 1942); Katrínu (f. 1946) og Lovísu (f. 1951).
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira