Milljarðahagnaður WOW air á liðnu ári Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. febrúar 2017 09:51 Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air. Vísir/Vilhelm Hagnaður flugfélagsins WOW air á síðasta ári nam 4,3 milljörðum króna að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Tekjur flugfélagsins jukust gríðarlega á milli ára, eða um 111 prósent, en tekjurnar í fyrra námu alls 36,7 milljörðum króna. Árið 2015 voru þær 17 milljarðar króna. „Rekstarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsgjöld og tekjuskatt (EBITDA) var 5,6 milljarðar króna og jókst um 3,2 milljarða milli ára. Rekstarhagnaður félagsins árið 2016 var 3,7 milljarðar króna samanborið við 1,5 milljarð árið 2015. Hagnaður ársins 2016 eftir tekjukatt var 4,3 milljarðar króna,“ segir í tilkynningu fyrirtækisins en hana má sjá í heild sinni hér að neðan:Tekjur WOW air árið 2016 námu 36,7 milljörðum króna sem er 111% aukning miðað við árið á undan en þá námu þær 17 milljörðum króna. Rekstarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsgjöld og tekjuskatt (EBITDA) var 5,6 milljarðar króna og jókst um 3,2 milljarða milli ára. Rekstarhagnaður félagsins árið 2016 var 3,7 milljarðar króna samanborið við 1,5 milljarð árið 2015. Hagnaður ársins 2016 eftir tekjukatt var 4,3 milljarðar króna.Á síðasta ári bætti félagið sjö þotum við flotann og var með tólf þotur í rekstri í lok ársins; tvær Airbus A320, þrjár Airbus A330 breiðþotur og sjö Airbus A321. Fjórar af þessum þotum eru í eigu félagsins. Í ár mun WOW air bæta við sig fimm glænýjum Airbus þotum og verður þá floti félagsins orðinn 17 þotur.Árið 2016 flutti WOW air 1.668.773 farþega en það er 130% fjölgun farþega frá árinu áður. Í ár gerir félagið ráð fyrir því að fljúga með um 3 milljónir farþega. Heildarsætanýting árið 2016 var 88% en árinu áður var heildarsætanýtingin 86%. Á árinu flaug félagið til yfir þrjátíu áfangastaða beggja vegna Atlansthafsins.Fjölda áfangastaða WOW air í Norður-Ameríku fjölgaði úr tveimur í sjö á síðasta ári. Síðastliðið vor hóf félagið áætlunarflug til vesturstrandar Bandaríkjanna; til Los Angeles og San Francisco. Síðan flug hófst til vesturstrandarinnar hefur fjöldi farþega frá borgunum tveimur aukist um 340%. Einnig hóf félagið flug allan ársins hring til kanadísku borganna Toronto og Montréal en síðan þá hefur fjöldi ferðamanna frá Kanada aukist um 78% á milli ára. New York bættist svo við leiðarkerfið í lok nóvember á síðasta ári.Á síðasta ári störfuðu um 720 manns hjá WOW air sem er 157% starfsmannaaukning frá árinu áður en árið 2015 störfuðu 280 manns hjá félaginu. Í ár, 2017 er gert ráð fyrir að starfsmannafjöldi félagsins verði um 1100 manns.„Árið 2016 var magnað í alla staði og ekki hægt annað en að vera ánægður með þennan frábæra árangur. Við fórum af stað með háleit markmið um mikla stækkun á öllum sviðum og það er búið að vera óheyrilega gaman að vinna með öllu okkar frábæra starfsfólki við að ná tilsettum markmiðum og gott betur. Þetta er þeirra sigur. Að sama skapi er ljóst að samkeppnin til og frá Íslandi sem og yfir hafið hefur aldrei verið meiri. Við höfum aldrei verið jafn vel í stakk búin að takast á við þessar áskoranir og munum halda áfram að lækka fargjöld öllum til hagsbóta“, segir Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW air.Lykiltölur• Tekjur ársins 2016 námu rúmlega 36,7 milljörðum króna, samanborið við 17 milljarða króna frá árinu áður.• EBITDAR hagnaður ársins 2016 nam 10,5 milljörðum eða 28,5% af tekjum.• EBITDA hagnaður ársins 2016 nam 5,6 milljörðum eða 15,2% af tekjum.• EBIT hagnaður ársins 2016 nam 3,7 milljörðum eða 10,0% af tekjum.• Hagnaður WOW air eftir tekjuskatt nam 4,3 milljörðum eða 11,8% af tekjum. WOW Air Tengdar fréttir Farþegafjöldi WOW air jókst um 237% í janúar WOW air flutti 170 þúsund farþega til og frá Íslandi í janúar eða um 237% fleiri farþega en í janúar í fyrra. 7. febrúar 2017 11:59 WOW air býður „me, me, me“ kynslóðina velkomna um borð WOW air vísaði í gær í orð Björgólfs Jóhannssonar, forstjóra samkeppnisaðilans Icelandair Group, í tísti á Twitter þar sem "me, me, me“ kynslóðin er boðin velkomin um borð í vélar flugfélagsins. 9. febrúar 2017 10:12 Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sjá meira
Hagnaður flugfélagsins WOW air á síðasta ári nam 4,3 milljörðum króna að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Tekjur flugfélagsins jukust gríðarlega á milli ára, eða um 111 prósent, en tekjurnar í fyrra námu alls 36,7 milljörðum króna. Árið 2015 voru þær 17 milljarðar króna. „Rekstarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsgjöld og tekjuskatt (EBITDA) var 5,6 milljarðar króna og jókst um 3,2 milljarða milli ára. Rekstarhagnaður félagsins árið 2016 var 3,7 milljarðar króna samanborið við 1,5 milljarð árið 2015. Hagnaður ársins 2016 eftir tekjukatt var 4,3 milljarðar króna,“ segir í tilkynningu fyrirtækisins en hana má sjá í heild sinni hér að neðan:Tekjur WOW air árið 2016 námu 36,7 milljörðum króna sem er 111% aukning miðað við árið á undan en þá námu þær 17 milljörðum króna. Rekstarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsgjöld og tekjuskatt (EBITDA) var 5,6 milljarðar króna og jókst um 3,2 milljarða milli ára. Rekstarhagnaður félagsins árið 2016 var 3,7 milljarðar króna samanborið við 1,5 milljarð árið 2015. Hagnaður ársins 2016 eftir tekjukatt var 4,3 milljarðar króna.Á síðasta ári bætti félagið sjö þotum við flotann og var með tólf þotur í rekstri í lok ársins; tvær Airbus A320, þrjár Airbus A330 breiðþotur og sjö Airbus A321. Fjórar af þessum þotum eru í eigu félagsins. Í ár mun WOW air bæta við sig fimm glænýjum Airbus þotum og verður þá floti félagsins orðinn 17 þotur.Árið 2016 flutti WOW air 1.668.773 farþega en það er 130% fjölgun farþega frá árinu áður. Í ár gerir félagið ráð fyrir því að fljúga með um 3 milljónir farþega. Heildarsætanýting árið 2016 var 88% en árinu áður var heildarsætanýtingin 86%. Á árinu flaug félagið til yfir þrjátíu áfangastaða beggja vegna Atlansthafsins.Fjölda áfangastaða WOW air í Norður-Ameríku fjölgaði úr tveimur í sjö á síðasta ári. Síðastliðið vor hóf félagið áætlunarflug til vesturstrandar Bandaríkjanna; til Los Angeles og San Francisco. Síðan flug hófst til vesturstrandarinnar hefur fjöldi farþega frá borgunum tveimur aukist um 340%. Einnig hóf félagið flug allan ársins hring til kanadísku borganna Toronto og Montréal en síðan þá hefur fjöldi ferðamanna frá Kanada aukist um 78% á milli ára. New York bættist svo við leiðarkerfið í lok nóvember á síðasta ári.Á síðasta ári störfuðu um 720 manns hjá WOW air sem er 157% starfsmannaaukning frá árinu áður en árið 2015 störfuðu 280 manns hjá félaginu. Í ár, 2017 er gert ráð fyrir að starfsmannafjöldi félagsins verði um 1100 manns.„Árið 2016 var magnað í alla staði og ekki hægt annað en að vera ánægður með þennan frábæra árangur. Við fórum af stað með háleit markmið um mikla stækkun á öllum sviðum og það er búið að vera óheyrilega gaman að vinna með öllu okkar frábæra starfsfólki við að ná tilsettum markmiðum og gott betur. Þetta er þeirra sigur. Að sama skapi er ljóst að samkeppnin til og frá Íslandi sem og yfir hafið hefur aldrei verið meiri. Við höfum aldrei verið jafn vel í stakk búin að takast á við þessar áskoranir og munum halda áfram að lækka fargjöld öllum til hagsbóta“, segir Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW air.Lykiltölur• Tekjur ársins 2016 námu rúmlega 36,7 milljörðum króna, samanborið við 17 milljarða króna frá árinu áður.• EBITDAR hagnaður ársins 2016 nam 10,5 milljörðum eða 28,5% af tekjum.• EBITDA hagnaður ársins 2016 nam 5,6 milljörðum eða 15,2% af tekjum.• EBIT hagnaður ársins 2016 nam 3,7 milljörðum eða 10,0% af tekjum.• Hagnaður WOW air eftir tekjuskatt nam 4,3 milljörðum eða 11,8% af tekjum.
WOW Air Tengdar fréttir Farþegafjöldi WOW air jókst um 237% í janúar WOW air flutti 170 þúsund farþega til og frá Íslandi í janúar eða um 237% fleiri farþega en í janúar í fyrra. 7. febrúar 2017 11:59 WOW air býður „me, me, me“ kynslóðina velkomna um borð WOW air vísaði í gær í orð Björgólfs Jóhannssonar, forstjóra samkeppnisaðilans Icelandair Group, í tísti á Twitter þar sem "me, me, me“ kynslóðin er boðin velkomin um borð í vélar flugfélagsins. 9. febrúar 2017 10:12 Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sjá meira
Farþegafjöldi WOW air jókst um 237% í janúar WOW air flutti 170 þúsund farþega til og frá Íslandi í janúar eða um 237% fleiri farþega en í janúar í fyrra. 7. febrúar 2017 11:59
WOW air býður „me, me, me“ kynslóðina velkomna um borð WOW air vísaði í gær í orð Björgólfs Jóhannssonar, forstjóra samkeppnisaðilans Icelandair Group, í tísti á Twitter þar sem "me, me, me“ kynslóðin er boðin velkomin um borð í vélar flugfélagsins. 9. febrúar 2017 10:12