Fjölnir getur unnið sinn fyrsta titil í Egilshöllinni í kvöld Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. febrúar 2017 13:00 Hvort verður Valur eða Fjölnir meistari í kvöld? vísir/stefán Annar af þremur bikurum sem í boði eru á undirbúningstímabilinu í fótbolta karla fer á loft í kvöld þegar úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins fer fram í Egilshöll. Þar eigast við Fjölnir og Valur en leikurinn hefst klukkan 19.00 og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD. Gríðarlegur munur er á sögu liðanna í þessari keppni. Valsmenn hafa 21 sinni fagnað sigri í þessari keppni, síðast fyrir tveimur árum en Valur hefur leikið til úrslita undanfarin tvö ár. Lærisveinar Ólafs Jóhannessonar töpuðu fyrir Leikni í úrslitum í fyrra. Fjölnir hefur aldrei ungri sögu félagsins komist í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins og getur unnið sinn fyrsta bikar í sögunni verði það meistari í kvöld. Karlalið Fjölnis spilaði tvo bikarúrslitaleiki í röð árið 2007 og 2008 en tapaði í bæði skiptin. Fjölnir er eina Reykjavíkurfélagið sem hefur ekki orðið Reykjavíkurmeistari. Grafarvogsliðið er búið að spila best allra í Reykjavíkurmótinu til þessa en eins og Vísir fjallaði um síðustu viku hafa ungir miðverðir og ungur markvörður Fjölnis heillað mikið hingað til. Fjölnir er búið að spila fjóra leiki í mótinu án þess að fá á sig mark en markatala liðsins er 11-0. Fjölnir valtaði yfir KR, 3-0, í undanúrslitum þar sem Marcus Solberg skoraði tvívegis eftir að Ingimundur Níels Óskarsson kom Fjölni í 1-0 í fyrri hálfleik. Valsmenn gerðu markalaust jafntefli við Víking þrátt fyrir að vera manni fleiri nær allan seinni hálfleikinn en tryggðu sér sigur í vítaspyrnukeppni. Valur hafnaði í öðru sæti B-riðils á eftir Fjölni með sex stig af níu mögulegum. Liðin mættust í riðlakeppninni og þar vann Fjölnir sannfærandi sigur, 3-0. Marcus Solberg, Bojan Stefán Ljubicic og Þórir Guðjónsson skoruðu mörk Fjölnis í þeim leik. Það kemur í ljós um klukkan 21.00 í kvöld hvort Fjölnir vinni sinn fyrsta bikar eða hvort Reykjavíkurmeistaratitlarnir verði 22 hjá Val. Íslenski boltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Annar af þremur bikurum sem í boði eru á undirbúningstímabilinu í fótbolta karla fer á loft í kvöld þegar úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins fer fram í Egilshöll. Þar eigast við Fjölnir og Valur en leikurinn hefst klukkan 19.00 og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD. Gríðarlegur munur er á sögu liðanna í þessari keppni. Valsmenn hafa 21 sinni fagnað sigri í þessari keppni, síðast fyrir tveimur árum en Valur hefur leikið til úrslita undanfarin tvö ár. Lærisveinar Ólafs Jóhannessonar töpuðu fyrir Leikni í úrslitum í fyrra. Fjölnir hefur aldrei ungri sögu félagsins komist í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins og getur unnið sinn fyrsta bikar í sögunni verði það meistari í kvöld. Karlalið Fjölnis spilaði tvo bikarúrslitaleiki í röð árið 2007 og 2008 en tapaði í bæði skiptin. Fjölnir er eina Reykjavíkurfélagið sem hefur ekki orðið Reykjavíkurmeistari. Grafarvogsliðið er búið að spila best allra í Reykjavíkurmótinu til þessa en eins og Vísir fjallaði um síðustu viku hafa ungir miðverðir og ungur markvörður Fjölnis heillað mikið hingað til. Fjölnir er búið að spila fjóra leiki í mótinu án þess að fá á sig mark en markatala liðsins er 11-0. Fjölnir valtaði yfir KR, 3-0, í undanúrslitum þar sem Marcus Solberg skoraði tvívegis eftir að Ingimundur Níels Óskarsson kom Fjölni í 1-0 í fyrri hálfleik. Valsmenn gerðu markalaust jafntefli við Víking þrátt fyrir að vera manni fleiri nær allan seinni hálfleikinn en tryggðu sér sigur í vítaspyrnukeppni. Valur hafnaði í öðru sæti B-riðils á eftir Fjölni með sex stig af níu mögulegum. Liðin mættust í riðlakeppninni og þar vann Fjölnir sannfærandi sigur, 3-0. Marcus Solberg, Bojan Stefán Ljubicic og Þórir Guðjónsson skoruðu mörk Fjölnis í þeim leik. Það kemur í ljós um klukkan 21.00 í kvöld hvort Fjölnir vinni sinn fyrsta bikar eða hvort Reykjavíkurmeistaratitlarnir verði 22 hjá Val.
Íslenski boltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira