RÚV braut lög: Létu kosta dagskrárliði sem töldust ekki íburðarmiklir Birgir Olgeirsson skrifar 13. febrúar 2017 13:30 Skjáskot af þeim þáttum sem voru kostaðir. RUV.is Ríkisútvarpið braut gegn lögum um Ríkisútvarpið með kostun á dagskrárliðunum Árið er - Upprifjun á Eurovision, Popp og Rokksaga Íslands, Vikan með Gísla Marteini, Hraðfréttir Útsvar, Óskalög þjóðarinnar og Íþróttalífið. Þetta er niðurstaða fjölmiðlanefndar sem féll frá sektarákvörðun í máli þessu með vísan til þriðju málsgreinar sautjándu greinar laga um Ríkisútvarpið. Þar kemur fram að falla megi frá sektarákvörðun teljist brot óverulegt eða af öðrum ástæðum ekki talin þörf á beitingu sekta. Í slíku tilviki er fjölmiðlanefnd heimilt að ljúka málsmeðferð með útgáfu álits sem birt er á heimasíðu hennar.Samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið er því óheimilt að afla tekna með kostun dagskrárefnis. Þó má víkja frá þeirri reglu við útsendingu íburðarmikilla dagskrárliða til að mæta útgjöldum við framleiðslu eða kaup á sýningarrétti. Þá má einnig víkja frá þessari reglu við útsendingu innlendra íþróttaviðburða og umfjöllun um þá. Kvörtunin vegna þessara dagskrárliða barst frá 365 miðlum en að mati fjölmiðlanefndar féll enginn þessara þátta undir hugtakið íburðarmikill dagskrárliður í skilningi laga um Ríkisútvarpið. Ástæðan fyrir því að fjölmiðlanefnd ákvað að falla frá sektarákvörðun í þessu máli er sú að Ríkisútvarpið féllst á að gera grundvallarbreytingu á skilmálum RÚV um auglýsingar sem mun fela í sér töluverða tekjuskerðingu fyrir félagið, miðað við fyrri framkvæmd.Sjá ákvörðun fjölmiðlanefndar í heild hér. Árið er var kostað af Cheerios og Vodafone, Popp og Rokksaga Íslands var kostað af Gull og Hringdu, Vikan með Gísla Marteini var kostuð af Heimkaup og Húsgagnahöllinni, Hraðfréttir voru kostaðar af Nathan Olsen og Heimkaup og Íþróttalífið var kostað af Netgíró. Eurovision Fjölmiðlar Tengdar fréttir Töldu skýringar RÚV á meintum duldum auglýsingum í Söngvakeppninni ekki traustar Fjölmilðanefnd tók fyrir kvörtun Magnúsar Ragnarssonar vegna meintra duldra auglýsinga í Söngvakeppni Sjónvarpsins. 20. júlí 2016 15:11 Fjölmiðlanefnd sektar RÚV um 250 þúsund Rufu útsendingu á Melodifestivalen til að sýna auglýsingar. 19. júlí 2016 14:53 Glæpir RÚV margborga sig Fengu 250 þúsund króna sekt fyrir brot sem ætla má að gefi af sér hátt í fjórar milljónir. 25. júlí 2016 13:36 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Ríkisútvarpið braut gegn lögum um Ríkisútvarpið með kostun á dagskrárliðunum Árið er - Upprifjun á Eurovision, Popp og Rokksaga Íslands, Vikan með Gísla Marteini, Hraðfréttir Útsvar, Óskalög þjóðarinnar og Íþróttalífið. Þetta er niðurstaða fjölmiðlanefndar sem féll frá sektarákvörðun í máli þessu með vísan til þriðju málsgreinar sautjándu greinar laga um Ríkisútvarpið. Þar kemur fram að falla megi frá sektarákvörðun teljist brot óverulegt eða af öðrum ástæðum ekki talin þörf á beitingu sekta. Í slíku tilviki er fjölmiðlanefnd heimilt að ljúka málsmeðferð með útgáfu álits sem birt er á heimasíðu hennar.Samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið er því óheimilt að afla tekna með kostun dagskrárefnis. Þó má víkja frá þeirri reglu við útsendingu íburðarmikilla dagskrárliða til að mæta útgjöldum við framleiðslu eða kaup á sýningarrétti. Þá má einnig víkja frá þessari reglu við útsendingu innlendra íþróttaviðburða og umfjöllun um þá. Kvörtunin vegna þessara dagskrárliða barst frá 365 miðlum en að mati fjölmiðlanefndar féll enginn þessara þátta undir hugtakið íburðarmikill dagskrárliður í skilningi laga um Ríkisútvarpið. Ástæðan fyrir því að fjölmiðlanefnd ákvað að falla frá sektarákvörðun í þessu máli er sú að Ríkisútvarpið féllst á að gera grundvallarbreytingu á skilmálum RÚV um auglýsingar sem mun fela í sér töluverða tekjuskerðingu fyrir félagið, miðað við fyrri framkvæmd.Sjá ákvörðun fjölmiðlanefndar í heild hér. Árið er var kostað af Cheerios og Vodafone, Popp og Rokksaga Íslands var kostað af Gull og Hringdu, Vikan með Gísla Marteini var kostuð af Heimkaup og Húsgagnahöllinni, Hraðfréttir voru kostaðar af Nathan Olsen og Heimkaup og Íþróttalífið var kostað af Netgíró.
Eurovision Fjölmiðlar Tengdar fréttir Töldu skýringar RÚV á meintum duldum auglýsingum í Söngvakeppninni ekki traustar Fjölmilðanefnd tók fyrir kvörtun Magnúsar Ragnarssonar vegna meintra duldra auglýsinga í Söngvakeppni Sjónvarpsins. 20. júlí 2016 15:11 Fjölmiðlanefnd sektar RÚV um 250 þúsund Rufu útsendingu á Melodifestivalen til að sýna auglýsingar. 19. júlí 2016 14:53 Glæpir RÚV margborga sig Fengu 250 þúsund króna sekt fyrir brot sem ætla má að gefi af sér hátt í fjórar milljónir. 25. júlí 2016 13:36 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Töldu skýringar RÚV á meintum duldum auglýsingum í Söngvakeppninni ekki traustar Fjölmilðanefnd tók fyrir kvörtun Magnúsar Ragnarssonar vegna meintra duldra auglýsinga í Söngvakeppni Sjónvarpsins. 20. júlí 2016 15:11
Fjölmiðlanefnd sektar RÚV um 250 þúsund Rufu útsendingu á Melodifestivalen til að sýna auglýsingar. 19. júlí 2016 14:53
Glæpir RÚV margborga sig Fengu 250 þúsund króna sekt fyrir brot sem ætla má að gefi af sér hátt í fjórar milljónir. 25. júlí 2016 13:36