Skipverjinn yfirheyrður áður en tekin verður ákvörðun um áframhaldandi varðhald Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. febrúar 2017 14:59 Á fimmtudag hefur maðurinn setið í gæsluvarðhaldi og einangrun í fjórar vikur. vísir/anton brink Skipverjinn af grænlenska togaranum Polar Nanoq sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana hefur ekki verið yfirheyrður síðan á föstudag. Birna fannst látin í fjörunni við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn en hennar hafði þá verið saknað í átta daga. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, segir að líkur séu til þess að hann verði yfirheyrður á morgun en gæsluvarðhald yfir manninum rennur út á fimmtudag. Vill lögreglan yfirheyra manninn áður og má búast við því að ákvörðun um það hvort krafist verði áframhaldandi varðhalds verði tekin í kjölfar yfirheyrslunnar, þá annað hvort á morgun eða á fimmtudagsmorgun, en maðurinn verður þá búin að sitja í haldi og sæta einangrun í alls fjórar vikur. Grímur segir að enn hafi ekki borist niðurstöður úr lífsýnum sem send voru erlendis til rannsóknar en hann á ekki von á að það dragist mikið lengur. Það getur þó tekið allt frá fjórum og upp í sex vikur að fá niðurstöður úr slíkum rannsóknum og eru nú komnar þrjár vikur frá því að fyrstu sýnin voru send út. Segist Grímur vonast til þess að niðurstöðurnar komi síðar í þessari viku. Þá á lögreglan jafnframt von á lokaskýrslu krufningar á líki Birnu. Aðspurður hvort hann hafi einhverja tilfinningu fyrir því hvenær rannsókn ljúki kveðst Grímur telja að rannsóknarteymið komist mjög langt á næstu fjórum vikum og að rannsókninni gæti lokið innan þess tímaramma. Gögn málsins verða þá send héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um hvort og þá hverjir verða ákærðir í málinu en auk mannsins sem situr í haldi hefur annar skipverji af togaranum réttarstöðu grunaðs manns. Hann sat í gæsluvarðhaldi og einangrun í tvær vikur en var svo látinn laus. Í kjölfarið hélt hann heim til sín á Grænlandi. Eins og áður hefur komið fram liggur engin játning fyrir í málinu en Grímur vill þó ekki svara því hvort að skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi neiti sök eða neiti hreinlega alfarið að tjá sig um sakarefnið. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipverjinn var yfirheyrður í morgun í fyrsta skipti í viku Maðurinn sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana í síðasta mánuði var yfirheyrður í morgun. 10. febrúar 2017 18:49 Ekki ákveðið hvenær yfirheyrslur fara næst fram Maðurinn sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana var síðast yfirheyrður á föstudaginn. 13. febrúar 2017 12:13 Segir síðustu vikur þær verstu í sögu Polar Seafood Henrik Leth, stjórnarformaður Polar Seafood, segir undanfarnar vikur hafa verið versta tímabil í 32 ára sögu fyrirtækisins. 11. febrúar 2017 12:59 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Skipverjinn af grænlenska togaranum Polar Nanoq sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana hefur ekki verið yfirheyrður síðan á föstudag. Birna fannst látin í fjörunni við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn en hennar hafði þá verið saknað í átta daga. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, segir að líkur séu til þess að hann verði yfirheyrður á morgun en gæsluvarðhald yfir manninum rennur út á fimmtudag. Vill lögreglan yfirheyra manninn áður og má búast við því að ákvörðun um það hvort krafist verði áframhaldandi varðhalds verði tekin í kjölfar yfirheyrslunnar, þá annað hvort á morgun eða á fimmtudagsmorgun, en maðurinn verður þá búin að sitja í haldi og sæta einangrun í alls fjórar vikur. Grímur segir að enn hafi ekki borist niðurstöður úr lífsýnum sem send voru erlendis til rannsóknar en hann á ekki von á að það dragist mikið lengur. Það getur þó tekið allt frá fjórum og upp í sex vikur að fá niðurstöður úr slíkum rannsóknum og eru nú komnar þrjár vikur frá því að fyrstu sýnin voru send út. Segist Grímur vonast til þess að niðurstöðurnar komi síðar í þessari viku. Þá á lögreglan jafnframt von á lokaskýrslu krufningar á líki Birnu. Aðspurður hvort hann hafi einhverja tilfinningu fyrir því hvenær rannsókn ljúki kveðst Grímur telja að rannsóknarteymið komist mjög langt á næstu fjórum vikum og að rannsókninni gæti lokið innan þess tímaramma. Gögn málsins verða þá send héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um hvort og þá hverjir verða ákærðir í málinu en auk mannsins sem situr í haldi hefur annar skipverji af togaranum réttarstöðu grunaðs manns. Hann sat í gæsluvarðhaldi og einangrun í tvær vikur en var svo látinn laus. Í kjölfarið hélt hann heim til sín á Grænlandi. Eins og áður hefur komið fram liggur engin játning fyrir í málinu en Grímur vill þó ekki svara því hvort að skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi neiti sök eða neiti hreinlega alfarið að tjá sig um sakarefnið.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipverjinn var yfirheyrður í morgun í fyrsta skipti í viku Maðurinn sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana í síðasta mánuði var yfirheyrður í morgun. 10. febrúar 2017 18:49 Ekki ákveðið hvenær yfirheyrslur fara næst fram Maðurinn sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana var síðast yfirheyrður á föstudaginn. 13. febrúar 2017 12:13 Segir síðustu vikur þær verstu í sögu Polar Seafood Henrik Leth, stjórnarformaður Polar Seafood, segir undanfarnar vikur hafa verið versta tímabil í 32 ára sögu fyrirtækisins. 11. febrúar 2017 12:59 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Skipverjinn var yfirheyrður í morgun í fyrsta skipti í viku Maðurinn sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana í síðasta mánuði var yfirheyrður í morgun. 10. febrúar 2017 18:49
Ekki ákveðið hvenær yfirheyrslur fara næst fram Maðurinn sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana var síðast yfirheyrður á föstudaginn. 13. febrúar 2017 12:13
Segir síðustu vikur þær verstu í sögu Polar Seafood Henrik Leth, stjórnarformaður Polar Seafood, segir undanfarnar vikur hafa verið versta tímabil í 32 ára sögu fyrirtækisins. 11. febrúar 2017 12:59