Fjórða handtakan vegna morðsins á Kim Jong-nam Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. febrúar 2017 09:48 Kim Jong-nam árið 2007. Vísir/AFP Malasíska lögreglan handtók í gærkvöldi norðurkóreskan ríkisborgara í tengslum við morðið á Kim Jong-nam, hálfbróður einræðisherrans Kim Jong-un. Um er að ræða fjórðu handtökuna í tengslum við málið en Kim Jong-nam var myrtur á flugvelli fyrr í vikunni. Maðurinn heitir Ri Jong Chol og er 46 ára, en hann er fyrsti norðurkóreski ríkisborgarinn sem er handtekinn vegna málsins. Tvær konur eru í haldi lögreglu, önnur frá Indónesíu og hin frá Víetnam. Malasískur kærasti þeirrar síðarnefndu er jafnframt í haldi. Óstaðfestar fregnir herma að sú indónesíska hafi sagt lögreglu að hún hafi talið sig vera að taka þátt í sjónvarpsþætti þar sem hún hafi átt að hrekkja manninn, að því er greint er frá á vef breska ríkisútvarpsins. Hún hafi jafnframt fengið greitt fyrir „hrekkinn“. Talið er líklegt að konurnar séu útsendarar Norður-Kóreustjórnar og að mennirnir tveir séu samverkamenn þeirra. Þær eru sagðar hafa sprautað eitri í vit mannsins þar sem hann var á flugvellinum í Kuala Lumpur að bíða þess að komast um borð í flugvél á leið til Macau. Kim Jong-nam var í litlu sambandi við fjölskyldu sína, sérstaklega eftir að faðir hans, Kim Jong-il, tók yngri hálfbróður hans fram yfir hann þegar hann útnefndi eftirmann sinn á valdastóli. Morðið á Kim Jong-nam Tengdar fréttir Grunuð um að myrða Kim Jong-nam: Hélt hún væri að taka þátt í sjónvarpshrekk Indónesísk kona sem handtekin var í vikunni, grunuð um að myrða Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, var talið trú um að hún væri að taka þátt í grínþætti í sjónvarpi með því að hrekkja fólk. 17. febrúar 2017 20:58 Önnur kona handtekin vegna morðsins á Kim Jong-nam Krufningu á líkinu er lokið en niðurstöður hennar hafa þó ekki verið gerðar opinberar. 16. febrúar 2017 08:09 Uppreisnargjarni glaumgosinn Kim Jong-nam Kim Jong-nam var vafalaust ætlað leiðtogahlutverki í Norður-Kóreu. Hann var hins vegar ráðinn af dögum af útsendurum Norður-Kóreustjórnar fyrr í vikunni. 17. febrúar 2017 13:00 Suður-Kóreustjórn staðfestir að hálfbróðir Kim Jong-un hafi verið drepinn Starfandi forseti Suður-Kóreu segir að ef í ljós komi að Norður-Kóreustjórn beri ábyrgð á árásinni myndi það varpa ljósi á "hrottalegt og ómanneskulegt“ eðli hennar. 15. febrúar 2017 08:39 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Sjá meira
Malasíska lögreglan handtók í gærkvöldi norðurkóreskan ríkisborgara í tengslum við morðið á Kim Jong-nam, hálfbróður einræðisherrans Kim Jong-un. Um er að ræða fjórðu handtökuna í tengslum við málið en Kim Jong-nam var myrtur á flugvelli fyrr í vikunni. Maðurinn heitir Ri Jong Chol og er 46 ára, en hann er fyrsti norðurkóreski ríkisborgarinn sem er handtekinn vegna málsins. Tvær konur eru í haldi lögreglu, önnur frá Indónesíu og hin frá Víetnam. Malasískur kærasti þeirrar síðarnefndu er jafnframt í haldi. Óstaðfestar fregnir herma að sú indónesíska hafi sagt lögreglu að hún hafi talið sig vera að taka þátt í sjónvarpsþætti þar sem hún hafi átt að hrekkja manninn, að því er greint er frá á vef breska ríkisútvarpsins. Hún hafi jafnframt fengið greitt fyrir „hrekkinn“. Talið er líklegt að konurnar séu útsendarar Norður-Kóreustjórnar og að mennirnir tveir séu samverkamenn þeirra. Þær eru sagðar hafa sprautað eitri í vit mannsins þar sem hann var á flugvellinum í Kuala Lumpur að bíða þess að komast um borð í flugvél á leið til Macau. Kim Jong-nam var í litlu sambandi við fjölskyldu sína, sérstaklega eftir að faðir hans, Kim Jong-il, tók yngri hálfbróður hans fram yfir hann þegar hann útnefndi eftirmann sinn á valdastóli.
Morðið á Kim Jong-nam Tengdar fréttir Grunuð um að myrða Kim Jong-nam: Hélt hún væri að taka þátt í sjónvarpshrekk Indónesísk kona sem handtekin var í vikunni, grunuð um að myrða Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, var talið trú um að hún væri að taka þátt í grínþætti í sjónvarpi með því að hrekkja fólk. 17. febrúar 2017 20:58 Önnur kona handtekin vegna morðsins á Kim Jong-nam Krufningu á líkinu er lokið en niðurstöður hennar hafa þó ekki verið gerðar opinberar. 16. febrúar 2017 08:09 Uppreisnargjarni glaumgosinn Kim Jong-nam Kim Jong-nam var vafalaust ætlað leiðtogahlutverki í Norður-Kóreu. Hann var hins vegar ráðinn af dögum af útsendurum Norður-Kóreustjórnar fyrr í vikunni. 17. febrúar 2017 13:00 Suður-Kóreustjórn staðfestir að hálfbróðir Kim Jong-un hafi verið drepinn Starfandi forseti Suður-Kóreu segir að ef í ljós komi að Norður-Kóreustjórn beri ábyrgð á árásinni myndi það varpa ljósi á "hrottalegt og ómanneskulegt“ eðli hennar. 15. febrúar 2017 08:39 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Sjá meira
Grunuð um að myrða Kim Jong-nam: Hélt hún væri að taka þátt í sjónvarpshrekk Indónesísk kona sem handtekin var í vikunni, grunuð um að myrða Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, var talið trú um að hún væri að taka þátt í grínþætti í sjónvarpi með því að hrekkja fólk. 17. febrúar 2017 20:58
Önnur kona handtekin vegna morðsins á Kim Jong-nam Krufningu á líkinu er lokið en niðurstöður hennar hafa þó ekki verið gerðar opinberar. 16. febrúar 2017 08:09
Uppreisnargjarni glaumgosinn Kim Jong-nam Kim Jong-nam var vafalaust ætlað leiðtogahlutverki í Norður-Kóreu. Hann var hins vegar ráðinn af dögum af útsendurum Norður-Kóreustjórnar fyrr í vikunni. 17. febrúar 2017 13:00
Suður-Kóreustjórn staðfestir að hálfbróðir Kim Jong-un hafi verið drepinn Starfandi forseti Suður-Kóreu segir að ef í ljós komi að Norður-Kóreustjórn beri ábyrgð á árásinni myndi það varpa ljósi á "hrottalegt og ómanneskulegt“ eðli hennar. 15. febrúar 2017 08:39