Óttast svartan markað með nikótínolíu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. febrúar 2017 20:00 Samkvæmt frumvarpi um breytingar á lögum um tóbaksvarnir verða rafrettur flokkaðar sem tóbak og settar reglur varðandi sölu, markaðssetningu og neyslu á rafrettum. Erna Margrét Oddsdóttir á og rekur verslunina Gryfjuna sem selur öll tól til rafrettunotkunar. Samkvæmt frumvarpinu á að minnka skammtana sem má selja af olíu í rafretturnar sem hækkar kostnað fyrir neytendur. Einnig á að minnka rýmið í rafrettunum og því þarf að skipta oft á dag um olíu með tilheyrandi veseni en Erna segir ekki mega auka flækjustigið. „Sérstaklega vegna eldra fólksins. Það finnst þetta mjög flókið. En það á að gera þetta enn flóknara. Gera þetta enn erfiðara. Því lyfjafyrirtækin og tóbaksfyrirtækin fundu ekki upp á þessu. Það var almenni maðurinn sem fann upp á þessu. Þannig að hinir græða ekki nóg af þessu. Vaskurinn, skatturinn og svona græða ekki á þessu. Ég veit að ég reiti fólk til reiði með því að segja þetta en svona er þetta, þetta snýst um peninga!" Reglurnar eru settar til að minnka hættuna á eitrun ef börn komast í vökvann. „En þú getur fengið fimm lítra af klór út í búð og stíflueyði í stórum einingum. En það er með barnalæsingu eins og þetta er allt með barnalæsingu,“ segir Erna en hún segist vita af svörtum markaði með nikótínolíu á Íslandi og óttast að hann muni stækka. „Það er verið að búa þetta til heima. Það eru margir sem búa þetta til sjálfir. Það getur misheppnast gríðarlega og verið stórhættulegt. Að neytandinn skuli finna að það sé betra að fara í heimahús undir engu eftirliti - þar sem olían er búin til undir engu eftirliti - og kaupa það frekar en eitthvað innsiglað og tryggt úr búð - það er sorgleg þróun. En þetta mun gerast. Þetta mun verða svo dýrt með nýju lögunum að þetta mun gerast." Erna segist berjast fyrir þessu af hugsjón enda hafi ótrúlegasta fólk náð að hætta að reykja með hjálp rafrettunnar. Fólk sem hafi reynt allt annað en aldrei tekist að hætta og er komið með ströng fyrirmæli frá lækni að hætta reykingum. „Ef Óttarr Proppé og hans fólk myndi heyra sögurnar sem ég heyri á hverjum einasta degi þá myndu þau vinna harðari höndum að gera þetta aðgengilegra og auðveldara fyrir fólk," segir Erna. Rafrettur Tengdar fréttir Rafrettur flokkaðar eins og tóbak: „Þetta er einfaldlega stórslys“ Rafrettur verða flokkaðar eins og tóbak samkvæmt frumvarpi um breytingar á lögum um tóbaksvarnir. Læknir segir breytingarnar einfaldlega vera stórslys. 13. febrúar 2017 21:03 Langtímanotkun rafretta mjög hættulítil samkvæmt rannsókn Mun minna magn krabbameinsvaldandi efna og annarra skaðvalda fannst í líkömum fyrrverandi reykingafólks sem skipti yfir í rafrettur miðað við reykingamenn sem héldu sínu striki. 15. febrúar 2017 07:00 Sífellt fleiri ungmenni fikta með rafrettur 46% prósent drengja í framhaldsskólum undir átján ára aldri hafa prófað rafrettu. Stefnt er á að innleiða ný tóbaksvarnalög er taka á rafrettum en víða hefur verið kallað eftir ramma utan um sölu og notkun þessara tækja. 16. febrúar 2017 19:31 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira
Samkvæmt frumvarpi um breytingar á lögum um tóbaksvarnir verða rafrettur flokkaðar sem tóbak og settar reglur varðandi sölu, markaðssetningu og neyslu á rafrettum. Erna Margrét Oddsdóttir á og rekur verslunina Gryfjuna sem selur öll tól til rafrettunotkunar. Samkvæmt frumvarpinu á að minnka skammtana sem má selja af olíu í rafretturnar sem hækkar kostnað fyrir neytendur. Einnig á að minnka rýmið í rafrettunum og því þarf að skipta oft á dag um olíu með tilheyrandi veseni en Erna segir ekki mega auka flækjustigið. „Sérstaklega vegna eldra fólksins. Það finnst þetta mjög flókið. En það á að gera þetta enn flóknara. Gera þetta enn erfiðara. Því lyfjafyrirtækin og tóbaksfyrirtækin fundu ekki upp á þessu. Það var almenni maðurinn sem fann upp á þessu. Þannig að hinir græða ekki nóg af þessu. Vaskurinn, skatturinn og svona græða ekki á þessu. Ég veit að ég reiti fólk til reiði með því að segja þetta en svona er þetta, þetta snýst um peninga!" Reglurnar eru settar til að minnka hættuna á eitrun ef börn komast í vökvann. „En þú getur fengið fimm lítra af klór út í búð og stíflueyði í stórum einingum. En það er með barnalæsingu eins og þetta er allt með barnalæsingu,“ segir Erna en hún segist vita af svörtum markaði með nikótínolíu á Íslandi og óttast að hann muni stækka. „Það er verið að búa þetta til heima. Það eru margir sem búa þetta til sjálfir. Það getur misheppnast gríðarlega og verið stórhættulegt. Að neytandinn skuli finna að það sé betra að fara í heimahús undir engu eftirliti - þar sem olían er búin til undir engu eftirliti - og kaupa það frekar en eitthvað innsiglað og tryggt úr búð - það er sorgleg þróun. En þetta mun gerast. Þetta mun verða svo dýrt með nýju lögunum að þetta mun gerast." Erna segist berjast fyrir þessu af hugsjón enda hafi ótrúlegasta fólk náð að hætta að reykja með hjálp rafrettunnar. Fólk sem hafi reynt allt annað en aldrei tekist að hætta og er komið með ströng fyrirmæli frá lækni að hætta reykingum. „Ef Óttarr Proppé og hans fólk myndi heyra sögurnar sem ég heyri á hverjum einasta degi þá myndu þau vinna harðari höndum að gera þetta aðgengilegra og auðveldara fyrir fólk," segir Erna.
Rafrettur Tengdar fréttir Rafrettur flokkaðar eins og tóbak: „Þetta er einfaldlega stórslys“ Rafrettur verða flokkaðar eins og tóbak samkvæmt frumvarpi um breytingar á lögum um tóbaksvarnir. Læknir segir breytingarnar einfaldlega vera stórslys. 13. febrúar 2017 21:03 Langtímanotkun rafretta mjög hættulítil samkvæmt rannsókn Mun minna magn krabbameinsvaldandi efna og annarra skaðvalda fannst í líkömum fyrrverandi reykingafólks sem skipti yfir í rafrettur miðað við reykingamenn sem héldu sínu striki. 15. febrúar 2017 07:00 Sífellt fleiri ungmenni fikta með rafrettur 46% prósent drengja í framhaldsskólum undir átján ára aldri hafa prófað rafrettu. Stefnt er á að innleiða ný tóbaksvarnalög er taka á rafrettum en víða hefur verið kallað eftir ramma utan um sölu og notkun þessara tækja. 16. febrúar 2017 19:31 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira
Rafrettur flokkaðar eins og tóbak: „Þetta er einfaldlega stórslys“ Rafrettur verða flokkaðar eins og tóbak samkvæmt frumvarpi um breytingar á lögum um tóbaksvarnir. Læknir segir breytingarnar einfaldlega vera stórslys. 13. febrúar 2017 21:03
Langtímanotkun rafretta mjög hættulítil samkvæmt rannsókn Mun minna magn krabbameinsvaldandi efna og annarra skaðvalda fannst í líkömum fyrrverandi reykingafólks sem skipti yfir í rafrettur miðað við reykingamenn sem héldu sínu striki. 15. febrúar 2017 07:00
Sífellt fleiri ungmenni fikta með rafrettur 46% prósent drengja í framhaldsskólum undir átján ára aldri hafa prófað rafrettu. Stefnt er á að innleiða ný tóbaksvarnalög er taka á rafrettum en víða hefur verið kallað eftir ramma utan um sölu og notkun þessara tækja. 16. febrúar 2017 19:31