Öll þessi landslið sem við eigum núna eru alveg stútfull af karakterum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2017 19:24 Viðar Halldórsson, lektor á Félagsvísindasviði í Háskóla Íslands, segir að við Íslendingar getum látið uppeldisstefnuna og afreksstefnuna vinna saman þegar við vinnum með krakkana okkar í íþróttum. Þjálfun á Íslandi hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu eftir að Sigfús Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta, gagnrýndi íþróttaumhverfi barna og unglinga á Íslandi. Sigfús vildi fá meiri keppni inn í íþróttirnar og hætta að verðlauna alla. „Við höfum náð miklum árangir á báðum stöðum. Við erum með eina mestu þátttöku barna og unglinga í íþróttum og það eru sterk gildi sem fylgja starfinu eins og rannsóknir hafa sýnt. Á hinn boginn höfum við náð miklum árangri í afreksíþróttum því við eigum öll þessi frábæru landslið og þessa frábæru íþróttamenn sem hafa náð árangri á undanförnum árum,“ sagði Viðar Halldórsson sem hefur mikið unnið með íþróttafólk og gert margar rannsóknir. Rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar tvö. „Íslenskt íþróttalíf og íslensk íþróttahreyfing hefur verið að gera margt mjög gott. Samfélagið breytist og áherslur í íþróttum breytast. Við þurfum því að þróast með því,“ sagði Viðar. „Öll þessi landslið sem við eigum núna eru alveg stútfull af karakterum, mjög sterkum karakterum. Ég hef mjög mikið unnið með ungum íþróttamönnum sem eru að fara upp í meistaraflokka og það vantar oft andlegan styrk og allskonar þætti sem við viljum hafa hjá þessum krökkum. Ég segi að þarna fer uppeldisstefnan og afreksstefnan saman,“ sagði Viðar. „Ef við vinnum í því að búa til sterkari karaktera með betra sjálfstraust, að búa til betri leiðtoga með sterkari félagsfærni sem kunna að setja sér markmið. Þá erum við að sinna uppeldisstefnunni og skila betri einstaklingum út í samfélagið en við værum líka að skila sterkari einstaklingum til að vera afreksmenn,“ sagði Viðar. Það má sjá allt viðtalið við Viðar í spilaranum hér fyrir ofan. Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Sjá meira
Viðar Halldórsson, lektor á Félagsvísindasviði í Háskóla Íslands, segir að við Íslendingar getum látið uppeldisstefnuna og afreksstefnuna vinna saman þegar við vinnum með krakkana okkar í íþróttum. Þjálfun á Íslandi hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu eftir að Sigfús Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta, gagnrýndi íþróttaumhverfi barna og unglinga á Íslandi. Sigfús vildi fá meiri keppni inn í íþróttirnar og hætta að verðlauna alla. „Við höfum náð miklum árangir á báðum stöðum. Við erum með eina mestu þátttöku barna og unglinga í íþróttum og það eru sterk gildi sem fylgja starfinu eins og rannsóknir hafa sýnt. Á hinn boginn höfum við náð miklum árangri í afreksíþróttum því við eigum öll þessi frábæru landslið og þessa frábæru íþróttamenn sem hafa náð árangri á undanförnum árum,“ sagði Viðar Halldórsson sem hefur mikið unnið með íþróttafólk og gert margar rannsóknir. Rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar tvö. „Íslenskt íþróttalíf og íslensk íþróttahreyfing hefur verið að gera margt mjög gott. Samfélagið breytist og áherslur í íþróttum breytast. Við þurfum því að þróast með því,“ sagði Viðar. „Öll þessi landslið sem við eigum núna eru alveg stútfull af karakterum, mjög sterkum karakterum. Ég hef mjög mikið unnið með ungum íþróttamönnum sem eru að fara upp í meistaraflokka og það vantar oft andlegan styrk og allskonar þætti sem við viljum hafa hjá þessum krökkum. Ég segi að þarna fer uppeldisstefnan og afreksstefnan saman,“ sagði Viðar. „Ef við vinnum í því að búa til sterkari karaktera með betra sjálfstraust, að búa til betri leiðtoga með sterkari félagsfærni sem kunna að setja sér markmið. Þá erum við að sinna uppeldisstefnunni og skila betri einstaklingum út í samfélagið en við værum líka að skila sterkari einstaklingum til að vera afreksmenn,“ sagði Viðar. Það má sjá allt viðtalið við Viðar í spilaranum hér fyrir ofan.
Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Sjá meira