Andri Snær segir sögu hælisleitanda sem vísað var úr landi: „Við erum líka Trump“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2017 17:34 Amir Shokrgozar og Andri Snær Magnason. Vísir/Skjáskot/Anton Brink Andri Snær Magnason, rithöfundur, segir sögu Amir Shokrgozar á Facebook síðu sinni, en Amir var sendur úr landi á fimmtudag. Andri segir að hann muni ekki mæla styggðaryrði um Donald Trump, fyrr en Amir sé kominn í fang kærasta síns á Íslandi. Andri er nú staddur í Mílano og hitti hann Amir í dag.Flúði heimaland sitt vegna kynhneigðar sinnar„Amir er blíður og brothættur ungur maður sem flúði heimaland sitt Íran vegna kynhneigðar sinnar en þar geta samkynhneigðir sætt dauðarefsingu.“ Andri segir frá því að Amir hafi flúið í gegnum Tyrkland til Grikklands og Ítalíu fyrir átta árum, en þar mátti hann að sögn Andra þola skelfilegt ofbeldi í flóttamannabúðum. „Amir komst til Svíþjóðar, en þar sem fingraför hans voru tekin á Ítalíu þótti ólíklegt að hann fengi hæli,“ segir í færslu Andra, en frá Svíþjóð komst Amir til Íslands, þar sem hann hefur dvalist síðastliðin tvö ár.Hefur verið virkur þátttakandi í íslensku samfélagi„Amir hefur verið virkur þátttakandi í samfélaginu, hann hefur lært íslensku, hann á íslenskan unnusta og tengdamóður sem lítur á hann sem eigin son og syrgir brottvísu hans.“ Andri bendir á að Amir hafi verið sjálfboðaliði hjá Samtökunum 78, Rauða krossinum, að hann hafi verið virkur í bænahóp Toshiki Toma, að hann sé liðtækur hárgreiðslumaður og með menntun til að sinna umönnunarstörfum. „Það vantar 4000 manns í vinnu á Íslandi, segir hann, af hverju má ég ekki vinna?“ Í færslunni kemur fram að yfirvofandi brottvísun lagðist þungt á Amir, sem vistaður var í tvær nætur á geðdeild, samkvæmt læknisráði, en Amir var handtekinn við útskrift. „Lögreglan beitti hann óþörfu harðræði, gleraugun brotnuðu, hann er marinn á höfði og upphandlegg. Hann var fluttur í járnum úr landi.“ Amir hafi verið gefin óþarfa olnbogaskot þótt hann væri bundinn og sleppt peningalausum með óhlaðinn síma, án húsaskjóls, í landi þar sem hann var beittur ofbeldi í flóttamannabúðum, þar sem innviðir í flóttamannamálum eru sprungnir.„Við erum nefnilega líka Trump“Amir var veitt húsaskjól af stúlku sem er félagi í No Borders og leitað er leiða til að mál hans fái hraða og sanngjarna meðferð. „Ég mun ekki mæla styggðaryrði um Trump fyrr en Amir er kominn í fang kærasta síns, við erum nefnilega líka Trump,“ segir í færslu Andra sem bendir á að vinir Amír hafa stofnað reikning til að hjálpa honum: 526-14-403211. Kt. 040986-2869. Donald Trump Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Andri Snær Magnason, rithöfundur, segir sögu Amir Shokrgozar á Facebook síðu sinni, en Amir var sendur úr landi á fimmtudag. Andri segir að hann muni ekki mæla styggðaryrði um Donald Trump, fyrr en Amir sé kominn í fang kærasta síns á Íslandi. Andri er nú staddur í Mílano og hitti hann Amir í dag.Flúði heimaland sitt vegna kynhneigðar sinnar„Amir er blíður og brothættur ungur maður sem flúði heimaland sitt Íran vegna kynhneigðar sinnar en þar geta samkynhneigðir sætt dauðarefsingu.“ Andri segir frá því að Amir hafi flúið í gegnum Tyrkland til Grikklands og Ítalíu fyrir átta árum, en þar mátti hann að sögn Andra þola skelfilegt ofbeldi í flóttamannabúðum. „Amir komst til Svíþjóðar, en þar sem fingraför hans voru tekin á Ítalíu þótti ólíklegt að hann fengi hæli,“ segir í færslu Andra, en frá Svíþjóð komst Amir til Íslands, þar sem hann hefur dvalist síðastliðin tvö ár.Hefur verið virkur þátttakandi í íslensku samfélagi„Amir hefur verið virkur þátttakandi í samfélaginu, hann hefur lært íslensku, hann á íslenskan unnusta og tengdamóður sem lítur á hann sem eigin son og syrgir brottvísu hans.“ Andri bendir á að Amir hafi verið sjálfboðaliði hjá Samtökunum 78, Rauða krossinum, að hann hafi verið virkur í bænahóp Toshiki Toma, að hann sé liðtækur hárgreiðslumaður og með menntun til að sinna umönnunarstörfum. „Það vantar 4000 manns í vinnu á Íslandi, segir hann, af hverju má ég ekki vinna?“ Í færslunni kemur fram að yfirvofandi brottvísun lagðist þungt á Amir, sem vistaður var í tvær nætur á geðdeild, samkvæmt læknisráði, en Amir var handtekinn við útskrift. „Lögreglan beitti hann óþörfu harðræði, gleraugun brotnuðu, hann er marinn á höfði og upphandlegg. Hann var fluttur í járnum úr landi.“ Amir hafi verið gefin óþarfa olnbogaskot þótt hann væri bundinn og sleppt peningalausum með óhlaðinn síma, án húsaskjóls, í landi þar sem hann var beittur ofbeldi í flóttamannabúðum, þar sem innviðir í flóttamannamálum eru sprungnir.„Við erum nefnilega líka Trump“Amir var veitt húsaskjól af stúlku sem er félagi í No Borders og leitað er leiða til að mál hans fái hraða og sanngjarna meðferð. „Ég mun ekki mæla styggðaryrði um Trump fyrr en Amir er kominn í fang kærasta síns, við erum nefnilega líka Trump,“ segir í færslu Andra sem bendir á að vinir Amír hafa stofnað reikning til að hjálpa honum: 526-14-403211. Kt. 040986-2869.
Donald Trump Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira