Bjóða 95 prósent fasteignalán: „Vonandi fyrsta skrefið í átt að því sem koma skal“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. febrúar 2017 12:10 Mikil uppbygging er á döfinni á Kársnesi í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Talsmaður byggingarfélagsins Þaks, sem hóf á dögunum að bjóða 95% fasteignalán, segir fleiri félög hafa í hyggju að bjóða viðskiptavinum sínum upp á svipað lánshlutfall. Það sé vonandi fyrsta skrefið í átt að því sem koma skal enda sé markaðurinn erfiður ungu fólki. Félagið hefur ekki áhyggjur af því að lántakar sem þurfi að reiða sig á svo hátt lánshlutfall sé borgunarfólk, það borgi nú þegar meira í leigu. Byggingarfélagið Þak hóf á dögunum sölu á tíu íbúðum á Kársnesbraut í Kópavogi. Íbúðirnar eru 29 til 47 fermetrar að stærð og söluverð þeirra á bilinu 15,9 til 23,9 milljónir króna sem fólki býðst að fjármagna með allt að 95% láni. Því þurfa kaupendur einungis að reiða fram um 5 prósent kaupverðsins. Útborgun fyrir minnstu íbúðirnar er 795 þúsund og afborgun á mánuði um 90 þúsund krónur fyrstu 7 árin. Að þeim tíma liðnum er gert ráð fyrir að greiðslubyrðin komi til með að lækka í um 50 þúsund krónur á mánuði. Fyrir stærri íbúðirnar sé útborgunin um 1150 þúsund krónur og um 140 þúsund krónur á mánuði fyrstu 7 árin, 80 þúsund eftir það. Sverrir Einar Eiríksson hjá Byggingarfélaginu Þaki segir fólk geta valið hvort um verðtryggt eða óverðtryggt lán sé að ræða en gengið sé út frá því að tekið sé 80% verðtryggt bankalán og það sem upp á vantar, 15%, sé óverðtryggt. Seljendalánið er til allt að sjö ára og ber 9,8% vexti. Sverrir Einar EiríkssonVísir/Anton BrinkRæður við þetta ef það ræður við leigu Sverrir segir félagið ekki óttast að fólk sem þarf að reiða sig á svo hátt lánshlutfall sé ekki borgunarfólk fyrir greiðslunum. „Ef fólk getur borgað leigu í dag þá getur það borgað þetta,“ segir Sverrir. Hann tekur sem dæmi að - „ef þú ert að leigja einhvers staðar er ekki óvenjulegt að þú þurfir að borga 200 þúsund krónur á mánuði og jafnvel þrjá mánuði, 600 þúsund, í tryggingu.“ Það sé umtalsvert minna en reiknað er með í dæmunum hér að ofan. Ef allt fari á versta veg yrði félagið bara að leysa til sín íbúðirnar aftur- „en við værum ekki að bjóða upp á þetta ef við hefðum ekki fulla trú á því að fasteignarverð muni hækka,“ bætir Sverrir við. Í nýrri skýrslu greiningardeildar Arion banka er til að mynda gert ráð fyrir að húsnæðisverð muni hækka um 30% fram til ársloka 2019. Sverrir segir marga fulltrúa byggingafyrirtækja hafa hringt í hann að undanförnu sem segjast hafa í hyggju að koma upp sams konar kerfi. „Þannig að vonandi er þetta fyrsta skrefið í átt að því sem koma skal. Það er svo hryllilega erfitt fyrir ungt fólk að komast inn á markaðinn og það er sárgrætilegt að vera fastur í leigu einhvers staðar. Geta þannig ekki með nokkru móti losnað án þess að slengja út hönd og fót til þess að kaupa sér eign. Þetta er ekki skemmtilegt," segir Sverrir sem segir fyrirtækið ætla að halda ótrautt áfram ef vel gengur og byggja fleiri íbúðir á þessum kjörum. Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Sjá meira
Talsmaður byggingarfélagsins Þaks, sem hóf á dögunum að bjóða 95% fasteignalán, segir fleiri félög hafa í hyggju að bjóða viðskiptavinum sínum upp á svipað lánshlutfall. Það sé vonandi fyrsta skrefið í átt að því sem koma skal enda sé markaðurinn erfiður ungu fólki. Félagið hefur ekki áhyggjur af því að lántakar sem þurfi að reiða sig á svo hátt lánshlutfall sé borgunarfólk, það borgi nú þegar meira í leigu. Byggingarfélagið Þak hóf á dögunum sölu á tíu íbúðum á Kársnesbraut í Kópavogi. Íbúðirnar eru 29 til 47 fermetrar að stærð og söluverð þeirra á bilinu 15,9 til 23,9 milljónir króna sem fólki býðst að fjármagna með allt að 95% láni. Því þurfa kaupendur einungis að reiða fram um 5 prósent kaupverðsins. Útborgun fyrir minnstu íbúðirnar er 795 þúsund og afborgun á mánuði um 90 þúsund krónur fyrstu 7 árin. Að þeim tíma liðnum er gert ráð fyrir að greiðslubyrðin komi til með að lækka í um 50 þúsund krónur á mánuði. Fyrir stærri íbúðirnar sé útborgunin um 1150 þúsund krónur og um 140 þúsund krónur á mánuði fyrstu 7 árin, 80 þúsund eftir það. Sverrir Einar Eiríksson hjá Byggingarfélaginu Þaki segir fólk geta valið hvort um verðtryggt eða óverðtryggt lán sé að ræða en gengið sé út frá því að tekið sé 80% verðtryggt bankalán og það sem upp á vantar, 15%, sé óverðtryggt. Seljendalánið er til allt að sjö ára og ber 9,8% vexti. Sverrir Einar EiríkssonVísir/Anton BrinkRæður við þetta ef það ræður við leigu Sverrir segir félagið ekki óttast að fólk sem þarf að reiða sig á svo hátt lánshlutfall sé ekki borgunarfólk fyrir greiðslunum. „Ef fólk getur borgað leigu í dag þá getur það borgað þetta,“ segir Sverrir. Hann tekur sem dæmi að - „ef þú ert að leigja einhvers staðar er ekki óvenjulegt að þú þurfir að borga 200 þúsund krónur á mánuði og jafnvel þrjá mánuði, 600 þúsund, í tryggingu.“ Það sé umtalsvert minna en reiknað er með í dæmunum hér að ofan. Ef allt fari á versta veg yrði félagið bara að leysa til sín íbúðirnar aftur- „en við værum ekki að bjóða upp á þetta ef við hefðum ekki fulla trú á því að fasteignarverð muni hækka,“ bætir Sverrir við. Í nýrri skýrslu greiningardeildar Arion banka er til að mynda gert ráð fyrir að húsnæðisverð muni hækka um 30% fram til ársloka 2019. Sverrir segir marga fulltrúa byggingafyrirtækja hafa hringt í hann að undanförnu sem segjast hafa í hyggju að koma upp sams konar kerfi. „Þannig að vonandi er þetta fyrsta skrefið í átt að því sem koma skal. Það er svo hryllilega erfitt fyrir ungt fólk að komast inn á markaðinn og það er sárgrætilegt að vera fastur í leigu einhvers staðar. Geta þannig ekki með nokkru móti losnað án þess að slengja út hönd og fót til þess að kaupa sér eign. Þetta er ekki skemmtilegt," segir Sverrir sem segir fyrirtækið ætla að halda ótrautt áfram ef vel gengur og byggja fleiri íbúðir á þessum kjörum.
Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Sjá meira