Fái lengt fæðingarorlof fjarri fæðingardeildum Sveinn Arnarsson skrifar 7. febrúar 2017 07:00 Foreldrar geta þurft að bíða svo vikum skiptir fjarri heimabyggð eftir að barn komi í heiminn vísir/vilhelm Fulltrúar fimm flokka á þingi hafa lagt fram frumvarp þess efnis að lengja fæðingarorlof verðandi foreldra sem þurfa um langan veg að fara til að sækja sér fæðingarhjálp. Fæðingardeildum hefur fækkað gríðarlega hér á landi síðustu áratugina og enn fleiri foreldrar þurfa því að leggja í langferðir til að sækja sér aðstoð.Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins.vísir/pjetur„Réttlætismál fyrir börn,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins. Fulltrúar Framsóknar, Pírata, Samfylkingar, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks leggja fram frumvarpið. Verðandi foreldrar þurfa oft og tíðum að flytjast búferlum fyrir áætlaðan fæðingardag til að vera viss um að geta fætt með hjálp lækna. Dæmi eru um að foreldrar hafi þurft að bíða í rúman mánuð eftir fæðingu fjarri heimabyggð. „Þetta er að mestu leyti réttlæti fyrir það barn sem er að koma í heiminn, að það fái jafn langan tíma með foreldrum sínum og aðrir foreldrar sem búa nærri fæðingarstað. Foreldrar sem þurfa að taka fæðingarorlof áður en barn fæðist fá því minni tíma með barninu. Þessu þarf að breyta,“ segir Silja Dögg. „Það er von okkar sem flytjum málið að það verði að lögum á þessu þingi.“ Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum segir frumvarpið góðra gjalda vert. „Það gefur kannski til kynna að þingheimur sé að vakna til vitundar um þann niðurskurð sem hefur átt sér stað í velferðarþjónustu á landsbyggðinni,“ segir Elliði. Bæjarstjórinn minnir á að fæðing barns sé stærsta stund í lífi hvers foreldris. „Hins vegar tekur frumvarpið eingöngu á mjög takmörkuðum hluta vandans. Frumvarpið bætir aldrei fyrir það fyrsta þá skerðingu sem fólgin er í því að þurfa að eiga barn fjarri stuðningsneti og ástvinum. Ofan á þetta bætist að íbúar einangraðra byggða, þar sem fæðingarþjónustu hefur verið hætt, búa ávallt við ákveðna hættu. Frumvarpið tekur ekki á því heldur,“ segir Elliði. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Fulltrúar fimm flokka á þingi hafa lagt fram frumvarp þess efnis að lengja fæðingarorlof verðandi foreldra sem þurfa um langan veg að fara til að sækja sér fæðingarhjálp. Fæðingardeildum hefur fækkað gríðarlega hér á landi síðustu áratugina og enn fleiri foreldrar þurfa því að leggja í langferðir til að sækja sér aðstoð.Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins.vísir/pjetur„Réttlætismál fyrir börn,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins. Fulltrúar Framsóknar, Pírata, Samfylkingar, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks leggja fram frumvarpið. Verðandi foreldrar þurfa oft og tíðum að flytjast búferlum fyrir áætlaðan fæðingardag til að vera viss um að geta fætt með hjálp lækna. Dæmi eru um að foreldrar hafi þurft að bíða í rúman mánuð eftir fæðingu fjarri heimabyggð. „Þetta er að mestu leyti réttlæti fyrir það barn sem er að koma í heiminn, að það fái jafn langan tíma með foreldrum sínum og aðrir foreldrar sem búa nærri fæðingarstað. Foreldrar sem þurfa að taka fæðingarorlof áður en barn fæðist fá því minni tíma með barninu. Þessu þarf að breyta,“ segir Silja Dögg. „Það er von okkar sem flytjum málið að það verði að lögum á þessu þingi.“ Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum segir frumvarpið góðra gjalda vert. „Það gefur kannski til kynna að þingheimur sé að vakna til vitundar um þann niðurskurð sem hefur átt sér stað í velferðarþjónustu á landsbyggðinni,“ segir Elliði. Bæjarstjórinn minnir á að fæðing barns sé stærsta stund í lífi hvers foreldris. „Hins vegar tekur frumvarpið eingöngu á mjög takmörkuðum hluta vandans. Frumvarpið bætir aldrei fyrir það fyrsta þá skerðingu sem fólgin er í því að þurfa að eiga barn fjarri stuðningsneti og ástvinum. Ofan á þetta bætist að íbúar einangraðra byggða, þar sem fæðingarþjónustu hefur verið hætt, búa ávallt við ákveðna hættu. Frumvarpið tekur ekki á því heldur,“ segir Elliði. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent