Húsnæði rýmt vegna krana og ferðamenn börðust við vindinn Birgir Olgeirsson skrifar 8. febrúar 2017 12:28 Ferðamenn áttu erfitt með sig í hvassviðrinu á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Vísir/GVA Suðaustan rok eða ofsaveður hefur gengið yfir landið vestanvert í morgun. Óli Þór Árnason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir skilin á lægðina koma nú inn á landið yst á Reykjanesinu. Um klukkan eitt ættu skilin að fara yfir höfuðborgarsvæðinu og mun lægja nokkuð hratt í kjölfarið.Ferðamenn velta fyrir sér gangbrautinni við Höfðatorg þar sem geta myndast ansi hressilegar vindhviður.Vísir/GVAÓttast er um einn af þessum krönum í Bæjarlind í Kópavogi.Vísir/EyþórStarfsfólki tannlæknastofunnar Tannlind í Kópavogi var gert að rýma húsnæði sitt á efstu hæð í Bæjarlind vegna byggingarkrana sem óttast var að færi á hliðina vegna hvassviðris. Lokað var fyrir umferð um Bæjarlind en fleiri starfstöðvar voru rýmdar. Í tilkynningu frá lögreglunni rétt fyrir klukkan eitt kemur fram að búið sé að opna aftur fyrir umferð um götuna. Búið er að tryggja kranann.Hér má sjá eldingu yfir Vestmannaeyjum í hádeginu í dag.Vísir/Ólafur JóhannessonÞessum skilum fylgdu þrumur og eldingar og mældust einhverjir tugir eldinga suður af landinu um hádegið og örfáar yfir suðvesturhorninu, að sögn Veðurstofu Íslands sem segir þetta í takt við veðrið. Ragnar Waage Pálmason náði þessu myndbandi að neðan af þrumum og eldingum í Vestmannaeyjum í hádeginu.Óttar Karlsson, innivarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir slökkviliðið hafa þurft að sinna fjölda útkalla það sem af er degi. Allar stöðvar sinni einhverri vinnu sem snýr að þakplötum og gámum að fjúka og fleiru í þeim dúr. Auk slökkviliðsmanna var fjöldi björgunarsveitarmanna að störfum vegna veðurs. Á Keflavíkurflugvelli voru fjórar vélar sem ekki náðu að tengjast flugstöð vegna veðurs. Nú er veður hins vegar að mestu gengið niður á svæðinu. Af þessum fjórum vélum biðu farþegar einnar vélar í rúma tvo tíma eftir að tengjast flugstöð. Þá var farþegaþota frá SAS á leið til Keflavíkurflugvallar sem þurfti að hringsóla yfir Reykjanesi vegna veður en vélin lenti um klukkan eitt í dag. Melkorka Ólafsdóttir náði myndbandi af ferðamönnum í basli við Hörpu í morgun þar sem var afar hvasst í morgun. #welcometoharpa A video posted by Melkorka Olafsdottir (@korkur) on Feb 8, 2017 at 3:49am PST Hér fyrir neðan má sjá fleiri sem áttu í vandræðum með rokið Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Innflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira
Suðaustan rok eða ofsaveður hefur gengið yfir landið vestanvert í morgun. Óli Þór Árnason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir skilin á lægðina koma nú inn á landið yst á Reykjanesinu. Um klukkan eitt ættu skilin að fara yfir höfuðborgarsvæðinu og mun lægja nokkuð hratt í kjölfarið.Ferðamenn velta fyrir sér gangbrautinni við Höfðatorg þar sem geta myndast ansi hressilegar vindhviður.Vísir/GVAÓttast er um einn af þessum krönum í Bæjarlind í Kópavogi.Vísir/EyþórStarfsfólki tannlæknastofunnar Tannlind í Kópavogi var gert að rýma húsnæði sitt á efstu hæð í Bæjarlind vegna byggingarkrana sem óttast var að færi á hliðina vegna hvassviðris. Lokað var fyrir umferð um Bæjarlind en fleiri starfstöðvar voru rýmdar. Í tilkynningu frá lögreglunni rétt fyrir klukkan eitt kemur fram að búið sé að opna aftur fyrir umferð um götuna. Búið er að tryggja kranann.Hér má sjá eldingu yfir Vestmannaeyjum í hádeginu í dag.Vísir/Ólafur JóhannessonÞessum skilum fylgdu þrumur og eldingar og mældust einhverjir tugir eldinga suður af landinu um hádegið og örfáar yfir suðvesturhorninu, að sögn Veðurstofu Íslands sem segir þetta í takt við veðrið. Ragnar Waage Pálmason náði þessu myndbandi að neðan af þrumum og eldingum í Vestmannaeyjum í hádeginu.Óttar Karlsson, innivarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir slökkviliðið hafa þurft að sinna fjölda útkalla það sem af er degi. Allar stöðvar sinni einhverri vinnu sem snýr að þakplötum og gámum að fjúka og fleiru í þeim dúr. Auk slökkviliðsmanna var fjöldi björgunarsveitarmanna að störfum vegna veðurs. Á Keflavíkurflugvelli voru fjórar vélar sem ekki náðu að tengjast flugstöð vegna veðurs. Nú er veður hins vegar að mestu gengið niður á svæðinu. Af þessum fjórum vélum biðu farþegar einnar vélar í rúma tvo tíma eftir að tengjast flugstöð. Þá var farþegaþota frá SAS á leið til Keflavíkurflugvallar sem þurfti að hringsóla yfir Reykjanesi vegna veður en vélin lenti um klukkan eitt í dag. Melkorka Ólafsdóttir náði myndbandi af ferðamönnum í basli við Hörpu í morgun þar sem var afar hvasst í morgun. #welcometoharpa A video posted by Melkorka Olafsdottir (@korkur) on Feb 8, 2017 at 3:49am PST Hér fyrir neðan má sjá fleiri sem áttu í vandræðum með rokið
Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Innflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira