Skotsilfur Markaðarins: Heitt undir Höskuldi og Ragna Árna ekki á útleið RITSTJÓRN MARKAÐARINS skrifar 20. janúar 2017 13:56 Tilkynnt verður um nýjan bankastjóra Landsbankans á allra næstu dögum. Björgvin Skúli Sigurðsson, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskipta- þróunar Landsvirkjunar, er sterklega orðaður við bankastjórastólinn en hann var um þriggja ára skeið framkvæmdastjóri hjá Deutsche Bank í London. Þar áður starfaði hann um árabil fyrir bandaríska fjárfestingabankann Lehman Brothers. Lilja Björk Einarsdóttir, sem stýrði eignaumsýslu gamla Landsbankans í London 2010-2016, er einnig sögð líkleg til að hreppa starfið. Þau Björgvin Skúli þekkjast vel en þau voru saman í námi í verkfræðideildinni í HÍ.Heitt undir Höskuldi Mikilvægt er að fyrirhugað útboð Arion heppnist vel, ekki síst vegna mikilla fjárhagslegra hagsmuna ríkisins, en væntingar eru um að erlendir fjárfestar muni sýna útboðinu mikinn áhuga. Þá er mikið undir hjá Höskuldi Ólafssyni, bankastjóra Arion banka, en að sögn kunnugra kunna dagar hans í starfi að vera taldir ef ekki tekst að selja stóran hlut í útboðinu. Vitað er að áhrifamestu kröfuhafar Kaupþings, sem fer með 87 prósenta hlut í Arion banka, hafa oft verið ósammála stjórnendum um stefnu bankans. Þeir hafa hins vegar haft fá úrræði til að koma óánægju sinni á framfæri. Það var ekki fyrr en í september í fyrra sem Kaupþing fékk í fyrsta sinn mann í stjórn bankans. Skömmu síðar var ákveðið að segja upp samtals 46 starfsmönnumRagna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar.Ragna ekki að fara neitt Sterkur orðrómur var á kreiki í kringum áramót um að Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, væri búin að segja starfi sínu lausu. Fylgdi sögunni að hún væri einn umsækjenda um bankastjórastöðu Landsbankans. Þegar Markaðurinn náði tali af Rögnu í síðustu viku varð hins vegar fljótt ljóst að flökkusagan var á sandi byggð. Rögnu var skemmt en augljóst að það kom henni á óvart hversu víða sagan hafði ratað.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Skotsilfur Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Z kynslóðin og konur áberandi í kulnun og 35 prósent starfsfólks úrvinda vegna vinnu Atvinnulíf Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Tilkynnt verður um nýjan bankastjóra Landsbankans á allra næstu dögum. Björgvin Skúli Sigurðsson, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskipta- þróunar Landsvirkjunar, er sterklega orðaður við bankastjórastólinn en hann var um þriggja ára skeið framkvæmdastjóri hjá Deutsche Bank í London. Þar áður starfaði hann um árabil fyrir bandaríska fjárfestingabankann Lehman Brothers. Lilja Björk Einarsdóttir, sem stýrði eignaumsýslu gamla Landsbankans í London 2010-2016, er einnig sögð líkleg til að hreppa starfið. Þau Björgvin Skúli þekkjast vel en þau voru saman í námi í verkfræðideildinni í HÍ.Heitt undir Höskuldi Mikilvægt er að fyrirhugað útboð Arion heppnist vel, ekki síst vegna mikilla fjárhagslegra hagsmuna ríkisins, en væntingar eru um að erlendir fjárfestar muni sýna útboðinu mikinn áhuga. Þá er mikið undir hjá Höskuldi Ólafssyni, bankastjóra Arion banka, en að sögn kunnugra kunna dagar hans í starfi að vera taldir ef ekki tekst að selja stóran hlut í útboðinu. Vitað er að áhrifamestu kröfuhafar Kaupþings, sem fer með 87 prósenta hlut í Arion banka, hafa oft verið ósammála stjórnendum um stefnu bankans. Þeir hafa hins vegar haft fá úrræði til að koma óánægju sinni á framfæri. Það var ekki fyrr en í september í fyrra sem Kaupþing fékk í fyrsta sinn mann í stjórn bankans. Skömmu síðar var ákveðið að segja upp samtals 46 starfsmönnumRagna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar.Ragna ekki að fara neitt Sterkur orðrómur var á kreiki í kringum áramót um að Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, væri búin að segja starfi sínu lausu. Fylgdi sögunni að hún væri einn umsækjenda um bankastjórastöðu Landsbankans. Þegar Markaðurinn náði tali af Rögnu í síðustu viku varð hins vegar fljótt ljóst að flökkusagan var á sandi byggð. Rögnu var skemmt en augljóst að það kom henni á óvart hversu víða sagan hafði ratað.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Skotsilfur Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Z kynslóðin og konur áberandi í kulnun og 35 prósent starfsfólks úrvinda vegna vinnu Atvinnulíf Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira