Hundruð minntust Birnu í Nuuk: „Þetta var mjög hjartnæm stund“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. janúar 2017 23:42 Frá athöfninni við hús ræðismannsins í Nuuk í kvöld. Erik Jensen Íbúar í Nuuk, höfuðborg Grænlands, komu saman við hús ræðismanns Íslands klukkan 19 að staðartíma í kvöld til að minnast Birnu Brjánsdóttur. Lík Birnu fannst við Selvogsvita um klukkan eitt í dag en það var áhöfnin á TF-LÍF sem rak augun í það á flugi um strandlengjuna á suðvesturhorninu. Skipverjar frá Grænlandi eru sterklega grunaðir um að hafa ráðið henni bana. Erik Jensen, íbúi í Nuuk, var einn þeirra sem mætti og kveikti á kerti til minningar um Birnu í Nuuk í kvöld. „Þetta var mjög hjartnæm stund fyrir utan hús ræðismannsins,“ segir Erik í samtali við Vísi en Birnu var minnst víða á Grænlandi í kvöld. Sjá einnig: Hvetur foreldra til að ræða við börn sín um Birnu Hann segir erfitt að átta sig á því hve margir mættu en í það minnsta nokkuð hundruð. Afar kalt sé í bænum og mikill og kaldur vindur. En samhugurinn hafi verið mikill og fólk hugsi til Birnu, fjölskyldu hennar og íslensku þjóðarinnar. Frá minningarstund í Vatnsmýrinni í kvöld.Vísir/Anton Brink Erik segir að Grænlendingar hafi, frá því þeir fréttu af hvarfi Birnu, verið mjög áhyggjufullir. Því hafi fylgt skömm í ljósi þess að þeir sem grunaðir eru um alvarleg brot séu frá Grænlandi. Íslendingar minnast Birnu sömuleiðis og óhætt að nota orðið þjóðarsorg í því samhengi enda fátt annað í huga fólks undanfarna viku en leitin að stúlkunni tvítugu. Margir hafa kveikt á kertum í kvöld og kom fólk meðal annars saman við Norræna húsið í kvöld og minntist Birnu. Þá hafa komið fram tillögur um að þjóðin sameinist á morgun, kaupi kerti til styrktar björgunarsveitunum og kveiki á þeim í skammdeginu annað kvöld og minnist Birnu. Fram hefur komið að Rauði krossinn er með aðstandendur Birnu í handleiðslu og minna á Hjálparsímann, 1717. Að neðan má sjá myndir sem Erik tók í Nuuk í kvöld. Kveikt var á kertum til að minnast Birnu.Erik JensenAfar kalt og hvasst er í Nuuk en það stöðvaði ekki hundruð heimamanna sem minntust Birnu.Erik JensenGrænlendingar hugsa til aðstandenda Birnu og íslensku þjóðarinnar.Erik Jensen Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Norrænir miðlar greina frá líkfundinum Erlendir miðlar eru þegar farnir að greina frá nýjustu vendingum í máli Birnu Brjánsdóttur, sem talið er með nokkurri vissu að hafi fundist látin við Selvogsvita í dag. 22. janúar 2017 18:30 Kveikt á kertum víðs vegar um Grænland til minningar um Birnu Fjöldi fólks hyggst koma saman fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk í Grænlandi til þess að kveikja á kertum til minningar um Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 19:40 Mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín um Birnu Séra Vigfús Bjarni Albertsson segir að það sé mikilvægt að börn fái upplýsingar um mál Birnu Brjánsdóttur frá foreldrum sínum en ekki annarsstaðar frá þar sem þau muni alltaf geta í eyðurnar. 22. janúar 2017 20:46 Óku rauða bílnum um 300 kílómetra á einum sólarhring Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur sem talið er að hafi fundist látin í dag, segir að rauða Kio Rio-bílnum hafi verið ekið samtals um 300 kílómetra á þeim sólarhring sem skipverji af grænlenska togaranum Polar Nanoq var með bílinn á leigu. 22. janúar 2017 19:20 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Sjá meira
Íbúar í Nuuk, höfuðborg Grænlands, komu saman við hús ræðismanns Íslands klukkan 19 að staðartíma í kvöld til að minnast Birnu Brjánsdóttur. Lík Birnu fannst við Selvogsvita um klukkan eitt í dag en það var áhöfnin á TF-LÍF sem rak augun í það á flugi um strandlengjuna á suðvesturhorninu. Skipverjar frá Grænlandi eru sterklega grunaðir um að hafa ráðið henni bana. Erik Jensen, íbúi í Nuuk, var einn þeirra sem mætti og kveikti á kerti til minningar um Birnu í Nuuk í kvöld. „Þetta var mjög hjartnæm stund fyrir utan hús ræðismannsins,“ segir Erik í samtali við Vísi en Birnu var minnst víða á Grænlandi í kvöld. Sjá einnig: Hvetur foreldra til að ræða við börn sín um Birnu Hann segir erfitt að átta sig á því hve margir mættu en í það minnsta nokkuð hundruð. Afar kalt sé í bænum og mikill og kaldur vindur. En samhugurinn hafi verið mikill og fólk hugsi til Birnu, fjölskyldu hennar og íslensku þjóðarinnar. Frá minningarstund í Vatnsmýrinni í kvöld.Vísir/Anton Brink Erik segir að Grænlendingar hafi, frá því þeir fréttu af hvarfi Birnu, verið mjög áhyggjufullir. Því hafi fylgt skömm í ljósi þess að þeir sem grunaðir eru um alvarleg brot séu frá Grænlandi. Íslendingar minnast Birnu sömuleiðis og óhætt að nota orðið þjóðarsorg í því samhengi enda fátt annað í huga fólks undanfarna viku en leitin að stúlkunni tvítugu. Margir hafa kveikt á kertum í kvöld og kom fólk meðal annars saman við Norræna húsið í kvöld og minntist Birnu. Þá hafa komið fram tillögur um að þjóðin sameinist á morgun, kaupi kerti til styrktar björgunarsveitunum og kveiki á þeim í skammdeginu annað kvöld og minnist Birnu. Fram hefur komið að Rauði krossinn er með aðstandendur Birnu í handleiðslu og minna á Hjálparsímann, 1717. Að neðan má sjá myndir sem Erik tók í Nuuk í kvöld. Kveikt var á kertum til að minnast Birnu.Erik JensenAfar kalt og hvasst er í Nuuk en það stöðvaði ekki hundruð heimamanna sem minntust Birnu.Erik JensenGrænlendingar hugsa til aðstandenda Birnu og íslensku þjóðarinnar.Erik Jensen
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Norrænir miðlar greina frá líkfundinum Erlendir miðlar eru þegar farnir að greina frá nýjustu vendingum í máli Birnu Brjánsdóttur, sem talið er með nokkurri vissu að hafi fundist látin við Selvogsvita í dag. 22. janúar 2017 18:30 Kveikt á kertum víðs vegar um Grænland til minningar um Birnu Fjöldi fólks hyggst koma saman fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk í Grænlandi til þess að kveikja á kertum til minningar um Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 19:40 Mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín um Birnu Séra Vigfús Bjarni Albertsson segir að það sé mikilvægt að börn fái upplýsingar um mál Birnu Brjánsdóttur frá foreldrum sínum en ekki annarsstaðar frá þar sem þau muni alltaf geta í eyðurnar. 22. janúar 2017 20:46 Óku rauða bílnum um 300 kílómetra á einum sólarhring Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur sem talið er að hafi fundist látin í dag, segir að rauða Kio Rio-bílnum hafi verið ekið samtals um 300 kílómetra á þeim sólarhring sem skipverji af grænlenska togaranum Polar Nanoq var með bílinn á leigu. 22. janúar 2017 19:20 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Sjá meira
Norrænir miðlar greina frá líkfundinum Erlendir miðlar eru þegar farnir að greina frá nýjustu vendingum í máli Birnu Brjánsdóttur, sem talið er með nokkurri vissu að hafi fundist látin við Selvogsvita í dag. 22. janúar 2017 18:30
Kveikt á kertum víðs vegar um Grænland til minningar um Birnu Fjöldi fólks hyggst koma saman fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk í Grænlandi til þess að kveikja á kertum til minningar um Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 19:40
Mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín um Birnu Séra Vigfús Bjarni Albertsson segir að það sé mikilvægt að börn fái upplýsingar um mál Birnu Brjánsdóttur frá foreldrum sínum en ekki annarsstaðar frá þar sem þau muni alltaf geta í eyðurnar. 22. janúar 2017 20:46
Óku rauða bílnum um 300 kílómetra á einum sólarhring Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur sem talið er að hafi fundist látin í dag, segir að rauða Kio Rio-bílnum hafi verið ekið samtals um 300 kílómetra á þeim sólarhring sem skipverji af grænlenska togaranum Polar Nanoq var með bílinn á leigu. 22. janúar 2017 19:20