Jón Axel setti niður þrjá þrista fyrir framan Curry Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2017 11:30 Jón Axel Guðmundsson og Steph Curry. Vísir/Samsett/Getty Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson átti mjög flottan leik með Davidson í nótt þegar liðið vann fjórtán stiga sigur á Duquesne, 74-60. Það sem var merkilegt við leikinn í gær var að Stephen Curry, mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin tvö tímabil, var meðal áhorfenda. Það var ekki slæmt fyrir íslenska unglingalandsliðsmanninn að geta sýnt flotta takta fyrir framan einn besta körfuboltamanns heims. Stephen Curry lék með Davidson-skólanum frá 2006 til 2008 og skoraði þá 25,3 stig að meðaltali í 104 leikjum. Hann er eins og kunnugt er frábær skytta og okkar maður var líka heitur fyrir utan þriggja stiga línuna í leiknum í nótt. Curry heimsótti gamla skólann sinn í gær en Golden State Warriors er ferðalagi um Austurströnd Bandaríkjanna þessa dagana. Warriors-liðið mætir einmitt liði Charlotte Hornets á útivelli í kvöld. Davidson er aðeins í um hálftíma fjarlægð frá borginni Charlotte. Jón Axel var með 12 stig, 9 fráköst, 4 stoðsendingar og 3 stolna bolta í leiknum í nótt og Curry var örugglega sáttur með Íslendinginn þegar þeir hittustu eftir leik. Jón Axel hitti líka úr 3 af 5 þriggja stiga skotum sínum en enginn annar leikmaður Davidson-liðsins skoraði fleiri þrista en hann í þessum leik. Jón Axel skoraði tvær af þriggja stiga körfum sínum í fyrri hálfleiknum sem Davidson vann 39-16. Fyrsti þristurinn hans kom Davidson í 7-0 eftir tveggja mínútna leik og þristur númer tvö kom Davidson í 10-0 eftir 2 mínútur og 43 sekúndur. Hér fyrir neðan má sjá Jón Axel Guðmundsson og félaga með Stephen Curry í búningsklefa Davidson eftir leikinn.#CatsWin and always great to have #30 in the house @stephencurry30 @davidsonmbb pic.twitter.com/a1zKQrkXKW— Matt McKillop (@mamckillop) January 25, 2017 Special day for @StephenCurry30 - jersey retired by @charchristiannc & student section at @DavidsonCollege named in his honor. #Section30 pic.twitter.com/bLM4GhuZ1X— GoldenStateWarriors (@warriors) January 25, 2017 EM 2017 í Finnlandi Körfubolti NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Sjá meira
Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson átti mjög flottan leik með Davidson í nótt þegar liðið vann fjórtán stiga sigur á Duquesne, 74-60. Það sem var merkilegt við leikinn í gær var að Stephen Curry, mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin tvö tímabil, var meðal áhorfenda. Það var ekki slæmt fyrir íslenska unglingalandsliðsmanninn að geta sýnt flotta takta fyrir framan einn besta körfuboltamanns heims. Stephen Curry lék með Davidson-skólanum frá 2006 til 2008 og skoraði þá 25,3 stig að meðaltali í 104 leikjum. Hann er eins og kunnugt er frábær skytta og okkar maður var líka heitur fyrir utan þriggja stiga línuna í leiknum í nótt. Curry heimsótti gamla skólann sinn í gær en Golden State Warriors er ferðalagi um Austurströnd Bandaríkjanna þessa dagana. Warriors-liðið mætir einmitt liði Charlotte Hornets á útivelli í kvöld. Davidson er aðeins í um hálftíma fjarlægð frá borginni Charlotte. Jón Axel var með 12 stig, 9 fráköst, 4 stoðsendingar og 3 stolna bolta í leiknum í nótt og Curry var örugglega sáttur með Íslendinginn þegar þeir hittustu eftir leik. Jón Axel hitti líka úr 3 af 5 þriggja stiga skotum sínum en enginn annar leikmaður Davidson-liðsins skoraði fleiri þrista en hann í þessum leik. Jón Axel skoraði tvær af þriggja stiga körfum sínum í fyrri hálfleiknum sem Davidson vann 39-16. Fyrsti þristurinn hans kom Davidson í 7-0 eftir tveggja mínútna leik og þristur númer tvö kom Davidson í 10-0 eftir 2 mínútur og 43 sekúndur. Hér fyrir neðan má sjá Jón Axel Guðmundsson og félaga með Stephen Curry í búningsklefa Davidson eftir leikinn.#CatsWin and always great to have #30 in the house @stephencurry30 @davidsonmbb pic.twitter.com/a1zKQrkXKW— Matt McKillop (@mamckillop) January 25, 2017 Special day for @StephenCurry30 - jersey retired by @charchristiannc & student section at @DavidsonCollege named in his honor. #Section30 pic.twitter.com/bLM4GhuZ1X— GoldenStateWarriors (@warriors) January 25, 2017
EM 2017 í Finnlandi Körfubolti NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Sjá meira