Israel Martin hundóánægður: Lékum fimm gegn átta í kvöld Kristinn Páll Teitsson skrifar 26. janúar 2017 21:45 Israel Martin, þjálfari Tindastóls, kom sínum mönnum til varnar eftir að hafa glutrað niður nítján stiga forskoti í Ljónagryfjunni í kvöld en hann var heldur ósáttur með dómaratríóið í kvöld. „Strákarnir mínir spiluðu vel, við gátum spilað betur í þriðja leikhluta en dómgæslan í seinni hálfleik var einfaldlega skelfileg. Ég er orðinn þreyttur á að horfa upp á þetta,“ sagði Martin og hélt áfram: „Við erum með gott forskot í hálfleik en dómararnir taka upp nýja línu í dómgæslunni í hálfleik og ég vill fá skýringu á því. Þeir settu niður stór skot en við þurftum að spila fimm gegn átta í seinni.“Sjá einnig:Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Tindastóll 92-86 | Ótrúleg endurkoma Njarðvíkinga Martin var afar ósáttur með fjórðu villuna sem dæmd var á Antonio Hester í upphafi þriðja leikhluta er dómgæslan fór að trufla gestina. „Ef þú horfir á þetta á myndbandi þá sérðu að það er ekki brot þarna. Varnarmaðurinn hoppar á hann og hann fær dæmda á sig sóknarvillu. Ég er 100% viss um að þetta var rangur dómur.“ Hann sagði það enga afsökun að hafa leikið án Hester svona lengi. „Við erum að vinna leikinn þegar hann kemur aftur inn á en endum á að tapa leiknum. Ég vill sjá meiri baráttu, bæði hjá honum og öðrum leikmönnum. Við vorum mjög þéttir í tuttugu mínútur en gáfum eftir,“ sagði Martin og bætti við: „Við héldum að við gætum unnið leikinn upp á eigin spýtur en við misstum alla stjórn á leiknum,“ sagði Martin að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Tindastóll 92-86 | Ótrúleg endurkoma Njarðvíkinga Njarðvík náði að vinna upp nítján stiga forskot og fagna þriðja sigrinum í röð í mögnuðum körfuboltaleik í Ljónagryfjunni í kvöld en leiknum lauk með 92-86 sigri Njarðvíkinga. 26. janúar 2017 22:00 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Sjá meira
Israel Martin, þjálfari Tindastóls, kom sínum mönnum til varnar eftir að hafa glutrað niður nítján stiga forskoti í Ljónagryfjunni í kvöld en hann var heldur ósáttur með dómaratríóið í kvöld. „Strákarnir mínir spiluðu vel, við gátum spilað betur í þriðja leikhluta en dómgæslan í seinni hálfleik var einfaldlega skelfileg. Ég er orðinn þreyttur á að horfa upp á þetta,“ sagði Martin og hélt áfram: „Við erum með gott forskot í hálfleik en dómararnir taka upp nýja línu í dómgæslunni í hálfleik og ég vill fá skýringu á því. Þeir settu niður stór skot en við þurftum að spila fimm gegn átta í seinni.“Sjá einnig:Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Tindastóll 92-86 | Ótrúleg endurkoma Njarðvíkinga Martin var afar ósáttur með fjórðu villuna sem dæmd var á Antonio Hester í upphafi þriðja leikhluta er dómgæslan fór að trufla gestina. „Ef þú horfir á þetta á myndbandi þá sérðu að það er ekki brot þarna. Varnarmaðurinn hoppar á hann og hann fær dæmda á sig sóknarvillu. Ég er 100% viss um að þetta var rangur dómur.“ Hann sagði það enga afsökun að hafa leikið án Hester svona lengi. „Við erum að vinna leikinn þegar hann kemur aftur inn á en endum á að tapa leiknum. Ég vill sjá meiri baráttu, bæði hjá honum og öðrum leikmönnum. Við vorum mjög þéttir í tuttugu mínútur en gáfum eftir,“ sagði Martin og bætti við: „Við héldum að við gætum unnið leikinn upp á eigin spýtur en við misstum alla stjórn á leiknum,“ sagði Martin að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Tindastóll 92-86 | Ótrúleg endurkoma Njarðvíkinga Njarðvík náði að vinna upp nítján stiga forskot og fagna þriðja sigrinum í röð í mögnuðum körfuboltaleik í Ljónagryfjunni í kvöld en leiknum lauk með 92-86 sigri Njarðvíkinga. 26. janúar 2017 22:00 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Tindastóll 92-86 | Ótrúleg endurkoma Njarðvíkinga Njarðvík náði að vinna upp nítján stiga forskot og fagna þriðja sigrinum í röð í mögnuðum körfuboltaleik í Ljónagryfjunni í kvöld en leiknum lauk með 92-86 sigri Njarðvíkinga. 26. janúar 2017 22:00