Eigendalausu félögin Stjórnarmaðurinn skrifar 12. janúar 2017 11:00 Eitt af vandamálum á íslenskum fjármálamarkaði er nokkuð sem kalla mætti umboðsvanda. Birtingarmyndin er sú að lífeyrissjóðir eru langfyrirferðarmesti aðilinn. Eins og allir vita höndla þeir sem stýra lífeyrissjóðunum með annarra manna fé. Aðhaldið að störfum þeirra er í raun sáralítið, enda langur vegur á milli þess sem framkvæmir fjárfestinguna, fylgir henni eftir og þeirra sem eru endanlegir eigendur verðmætanna – fólksins í landinu. Þetta veldur því að mörg skráðu félaganna í kauphöllinni eru í raun eigendalaus. Lífeyrissjóðirnir veita stjórnendum skráðra félaga ekki sérstaklega mikið aðhald. Stjórnendur verða værukærir og hálfgerður doði skapast í rekstrinum. Þeir þurfa ekki að vera á tánum með sama hætti og ef eigandinn væri manneskja af holdi og blóði. Við þetta bætist svo að stjórnendur eiga oft á tíðum engan eða hverfandi hlut í félögunum sem þeir stjórna. Þessi staða skapar líka vandamál varðandi skilvirkni á markaði. Fjármálamarkaður þar sem langstærstur hluti þátttakenda þarf ekki að standa skil á gjörðum sínum eða á ekki allt undir að vel gangi getur vart talist skilvirkur. Dæmi um þetta er lækkun á verði Haga í Kauphöllinni að undanförnu sem virðist að einhverju leyti eiga rætur að rekja til þess að markaðsaðilar óttast áhrif lokunar verslana í Smáralind og Glæsibæ á rekstrarniðurstöður félagsins. Þessar lokanir og þær breytingar sem fylgja á rekstrarumhverfi Haga hafa legið fyrir lengi, og ættu því í raun fyrir löngu að hafa skilað sér út í hlutabréfaverðið. Svo virðist sem einhverjir hafi sofið á verðinum og ekki rankað við sér fyrr en um síðir. Eðlilega, enda er hvatinn til að fylgjast vel með einfaldlega ekki sá sami þegar sýslað er með annarra manna fé. Hin hliðin á peningnum er svo sú að hafi menn trú á þeim breytingum sem þessar lokanir eru liður í ætti verðið að hækka fremur en hitt. Bréfin gáfu aðeins eftir og vafalaust einhverjir sem sjá tækifæri í því eins og gengur, enda hafa Hagar spyrnt við nú í byrjun viku. Stóra myndin er sú að heilbrigður hlutabréfamarkaður byggist á því að jafnvægi sé milli einkafjárfesta og þeirra sem kalla mætti stofnanafjárfesta. Því hefur farið fjarri á árunum eftir hrun en horfir hægt og bítandi til bóta. Komnir eru eftirtektarverðir einkafjárfestar í nokkur kauphallarfélaganna. Vonandi verður framhald á. Það er lífsspursmál fyrir heilbrigðan og skilvirkan hlutabréfamarkað.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Birtist í Fréttablaðinu Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Eitt af vandamálum á íslenskum fjármálamarkaði er nokkuð sem kalla mætti umboðsvanda. Birtingarmyndin er sú að lífeyrissjóðir eru langfyrirferðarmesti aðilinn. Eins og allir vita höndla þeir sem stýra lífeyrissjóðunum með annarra manna fé. Aðhaldið að störfum þeirra er í raun sáralítið, enda langur vegur á milli þess sem framkvæmir fjárfestinguna, fylgir henni eftir og þeirra sem eru endanlegir eigendur verðmætanna – fólksins í landinu. Þetta veldur því að mörg skráðu félaganna í kauphöllinni eru í raun eigendalaus. Lífeyrissjóðirnir veita stjórnendum skráðra félaga ekki sérstaklega mikið aðhald. Stjórnendur verða værukærir og hálfgerður doði skapast í rekstrinum. Þeir þurfa ekki að vera á tánum með sama hætti og ef eigandinn væri manneskja af holdi og blóði. Við þetta bætist svo að stjórnendur eiga oft á tíðum engan eða hverfandi hlut í félögunum sem þeir stjórna. Þessi staða skapar líka vandamál varðandi skilvirkni á markaði. Fjármálamarkaður þar sem langstærstur hluti þátttakenda þarf ekki að standa skil á gjörðum sínum eða á ekki allt undir að vel gangi getur vart talist skilvirkur. Dæmi um þetta er lækkun á verði Haga í Kauphöllinni að undanförnu sem virðist að einhverju leyti eiga rætur að rekja til þess að markaðsaðilar óttast áhrif lokunar verslana í Smáralind og Glæsibæ á rekstrarniðurstöður félagsins. Þessar lokanir og þær breytingar sem fylgja á rekstrarumhverfi Haga hafa legið fyrir lengi, og ættu því í raun fyrir löngu að hafa skilað sér út í hlutabréfaverðið. Svo virðist sem einhverjir hafi sofið á verðinum og ekki rankað við sér fyrr en um síðir. Eðlilega, enda er hvatinn til að fylgjast vel með einfaldlega ekki sá sami þegar sýslað er með annarra manna fé. Hin hliðin á peningnum er svo sú að hafi menn trú á þeim breytingum sem þessar lokanir eru liður í ætti verðið að hækka fremur en hitt. Bréfin gáfu aðeins eftir og vafalaust einhverjir sem sjá tækifæri í því eins og gengur, enda hafa Hagar spyrnt við nú í byrjun viku. Stóra myndin er sú að heilbrigður hlutabréfamarkaður byggist á því að jafnvægi sé milli einkafjárfesta og þeirra sem kalla mætti stofnanafjárfesta. Því hefur farið fjarri á árunum eftir hrun en horfir hægt og bítandi til bóta. Komnir eru eftirtektarverðir einkafjárfestar í nokkur kauphallarfélaganna. Vonandi verður framhald á. Það er lífsspursmál fyrir heilbrigðan og skilvirkan hlutabréfamarkað.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Birtist í Fréttablaðinu Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira