Danska drottningin hlakkar til að hitta Guðna forseta Heimir Már Pétursson skrifar 13. janúar 2017 20:15 Margrét Þórhildur Danadrottning hlakkar til að hitta nýjan forseta Íslands þegar hann kemur í opinbera heimsókn til Danmerkur hinn 24. janúar næst komandi. Hún minnist fyrri forseta Íslands sem hún hefur hitt með hlýju en hennar fyrstu minningar um Ísland eru frásagnir foreldra hennar af landinu og svo útskýringar þeirra á því að hún ber eitt íslenskt nafn. Heimir Már gekk á fund drottningar í Amalienborgarhöll. Guðni Th Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans fara til Kaupmannahafnar í þriggja daga opinbera heimsókn hinn 24. janúar. En hefð hefur verið fyrir því að forseti Íslands fari í sína fyrstu opinberu heimsókn til Danmerkur allt frá því Ásgeir Ásgeirsson var forseti. Íslenskum fjölmiðlum var boðið að hitta drottninguna í tilefni heimsóknar forseta Íslands. Að loknum fundi með hirðmeistara hennar og fjölmiðlafulltrúa þar sem farið var yfir hvernig menn og konur umgangast hennar hátign, tók hún á móti fulltrúum sögueyjarinnar, sem heyrði undir krúnuna þegar prinsessan fæddist í hernuminni Danmörku hinn 16. apríl árið 1940. En Þjóðverjar réðust inn í Danmörku nákvæmlega viku áður. Viðtalið fór fram í Riddarasal hallarinnar. Í viðtali Heimis Más við drottninguna greinir hún meðal annars frá kynnum sínum af fyrri forsetum og hvernig foreldrar hennar Friðrik IX og Ingrid af Svíþjóð sögðu henni sögur frá Íslandi. En fjórum árum eftir að Margrét Þórhildur fæddist lýsti Ísland yfir fullu sjálfstæði og sleit þar með sambandinu við konung. Margrét Þórhildur var því aldrei krónprinsessa Íslands, því stjórnarskrá landsins gerði aðeins ráð fyrir að krúnan erfðist frá föður til sonar. Þegar nokkurn veginn var ljóst að Friðrik IX og Ingrid drottning myndu ekki eignast fleiri börn og þar með son, breyttu Danir stjórnarskránni árið 1953 svo Margrét Þórhildur gæri orðið drottning. Þá var hún 13 ára gömul en faðir hennar lést árið 1972 og þar með varð Margrét Þórhildur drottning þegar hún átti nokkra mánuði í þrjátíu og tveggja ára aldurinn. Hún tók upp nafnið Margrét II en þá hafði drottning ekki ríkt í Danmörku í 560 ár eða frá því Margrét I ríkti yfir allri Skandinavíu á árunum 1375–1412. Viðtal Heimis Más við drottinguna er í heild sinni á spilaranum hér fyrir ofan. Margrét Þórhildur II Danadrottning Danmörk Kóngafólk Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira
Margrét Þórhildur Danadrottning hlakkar til að hitta nýjan forseta Íslands þegar hann kemur í opinbera heimsókn til Danmerkur hinn 24. janúar næst komandi. Hún minnist fyrri forseta Íslands sem hún hefur hitt með hlýju en hennar fyrstu minningar um Ísland eru frásagnir foreldra hennar af landinu og svo útskýringar þeirra á því að hún ber eitt íslenskt nafn. Heimir Már gekk á fund drottningar í Amalienborgarhöll. Guðni Th Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans fara til Kaupmannahafnar í þriggja daga opinbera heimsókn hinn 24. janúar. En hefð hefur verið fyrir því að forseti Íslands fari í sína fyrstu opinberu heimsókn til Danmerkur allt frá því Ásgeir Ásgeirsson var forseti. Íslenskum fjölmiðlum var boðið að hitta drottninguna í tilefni heimsóknar forseta Íslands. Að loknum fundi með hirðmeistara hennar og fjölmiðlafulltrúa þar sem farið var yfir hvernig menn og konur umgangast hennar hátign, tók hún á móti fulltrúum sögueyjarinnar, sem heyrði undir krúnuna þegar prinsessan fæddist í hernuminni Danmörku hinn 16. apríl árið 1940. En Þjóðverjar réðust inn í Danmörku nákvæmlega viku áður. Viðtalið fór fram í Riddarasal hallarinnar. Í viðtali Heimis Más við drottninguna greinir hún meðal annars frá kynnum sínum af fyrri forsetum og hvernig foreldrar hennar Friðrik IX og Ingrid af Svíþjóð sögðu henni sögur frá Íslandi. En fjórum árum eftir að Margrét Þórhildur fæddist lýsti Ísland yfir fullu sjálfstæði og sleit þar með sambandinu við konung. Margrét Þórhildur var því aldrei krónprinsessa Íslands, því stjórnarskrá landsins gerði aðeins ráð fyrir að krúnan erfðist frá föður til sonar. Þegar nokkurn veginn var ljóst að Friðrik IX og Ingrid drottning myndu ekki eignast fleiri börn og þar með son, breyttu Danir stjórnarskránni árið 1953 svo Margrét Þórhildur gæri orðið drottning. Þá var hún 13 ára gömul en faðir hennar lést árið 1972 og þar með varð Margrét Þórhildur drottning þegar hún átti nokkra mánuði í þrjátíu og tveggja ára aldurinn. Hún tók upp nafnið Margrét II en þá hafði drottning ekki ríkt í Danmörku í 560 ár eða frá því Margrét I ríkti yfir allri Skandinavíu á árunum 1375–1412. Viðtal Heimis Más við drottinguna er í heild sinni á spilaranum hér fyrir ofan.
Margrét Þórhildur II Danadrottning Danmörk Kóngafólk Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira