May um Brexit: Bretar verði ekki aðilar að innri markaðnum atli ísleifsson skrifar 17. janúar 2017 12:52 Ræðu Theresu May var beðið með mikilli eftirvæntingu. Vísir/AFP Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að Bretar geti ómögulega verið áfram aðilar að innri markaði Evrópusambandsins eftir útgöngu ríkisins. Slíkt myndi þýða að ríkið væri í raun ekki að ganga úr sambandinu. May hélt í morgun ræðu þar sem hún útlistaði hvernig bresk stjórnvöld hugðust nálgast Brexit, en ræðunnar var beðið með mikilli eftirvæntingu. May sagði að hún myndi þó þrýsta á að Bretar fái sem greiðastan aðgang að innri markaðnum eftir útgöngu. Þá sagði hún að breska þingið muni fá að eiga lokaorðið um hvernig sambandi Bretlands og Evrópusambandsins verði háttað. Í ræðunni sagði May að „miklar fjárveitingar“ Breta til Evrópusambandsins muni nú ljúka. Í frétt BBC kemur fram að May hafi útlistað markmið breskra stjórnvalda þegar kæmi að viðræðunum við ESB í tólf liðum. Á meðal þeirra atriða sem May nefndi voru:Neðri deild breska þingsins greiði atkvæði um lokasamning ESB og Bretlands, áður en hann tekur gildiUnnið verður að því að viðhalda „sameiginlegu ferðasvæði“ milli Bretlands og ÍrlandsBreska stjórnin mun vinna að því að ná sem víðtækustum fríverslunarsamningiMay sagðist vilja að gerður verði tollasamningur við ESBRíkisborgarar aðildarríkja ESB verði áfram velkomnir í Bretlandi „Nú verðum við að stíga skref til baka og spyrja okkur hvers konar land við viljum vera. Ég vil að Bretland muni aftur stíga fram öflugra en áður, öruggara og sameinað. Ég vil að þetta verði raunverulega alþjóðlegt Bretland,“ sagði May."The government will put the final deal agreed between the UK and the EU to a vote in both houses of parliament before it comes into force" pic.twitter.com/KOjtrO40wV— DailySunday Politics (@daily_politics) January 17, 2017 "The days of Britain making vast contributions to the European Union every year will end" @theresa_may #brexit pic.twitter.com/CSP3nBc0aB— DailySunday Politics (@daily_politics) January 17, 2017 "No deal for Britain is better than a bad deal for Britain" says @theresa_may as she warns against "punitive deal" that punishes Britain pic.twitter.com/lvmLAPdj20— DailySunday Politics (@daily_politics) January 17, 2017 Brexit Tengdar fréttir May stefnir á „hart Brexit“ Forsætisráðherra Bretlands mun flytja ræðu um Brexit-ferlið síðar í dag og er hennar beðið með mikilli eftirvæntingu. 17. janúar 2017 08:09 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að Bretar geti ómögulega verið áfram aðilar að innri markaði Evrópusambandsins eftir útgöngu ríkisins. Slíkt myndi þýða að ríkið væri í raun ekki að ganga úr sambandinu. May hélt í morgun ræðu þar sem hún útlistaði hvernig bresk stjórnvöld hugðust nálgast Brexit, en ræðunnar var beðið með mikilli eftirvæntingu. May sagði að hún myndi þó þrýsta á að Bretar fái sem greiðastan aðgang að innri markaðnum eftir útgöngu. Þá sagði hún að breska þingið muni fá að eiga lokaorðið um hvernig sambandi Bretlands og Evrópusambandsins verði háttað. Í ræðunni sagði May að „miklar fjárveitingar“ Breta til Evrópusambandsins muni nú ljúka. Í frétt BBC kemur fram að May hafi útlistað markmið breskra stjórnvalda þegar kæmi að viðræðunum við ESB í tólf liðum. Á meðal þeirra atriða sem May nefndi voru:Neðri deild breska þingsins greiði atkvæði um lokasamning ESB og Bretlands, áður en hann tekur gildiUnnið verður að því að viðhalda „sameiginlegu ferðasvæði“ milli Bretlands og ÍrlandsBreska stjórnin mun vinna að því að ná sem víðtækustum fríverslunarsamningiMay sagðist vilja að gerður verði tollasamningur við ESBRíkisborgarar aðildarríkja ESB verði áfram velkomnir í Bretlandi „Nú verðum við að stíga skref til baka og spyrja okkur hvers konar land við viljum vera. Ég vil að Bretland muni aftur stíga fram öflugra en áður, öruggara og sameinað. Ég vil að þetta verði raunverulega alþjóðlegt Bretland,“ sagði May."The government will put the final deal agreed between the UK and the EU to a vote in both houses of parliament before it comes into force" pic.twitter.com/KOjtrO40wV— DailySunday Politics (@daily_politics) January 17, 2017 "The days of Britain making vast contributions to the European Union every year will end" @theresa_may #brexit pic.twitter.com/CSP3nBc0aB— DailySunday Politics (@daily_politics) January 17, 2017 "No deal for Britain is better than a bad deal for Britain" says @theresa_may as she warns against "punitive deal" that punishes Britain pic.twitter.com/lvmLAPdj20— DailySunday Politics (@daily_politics) January 17, 2017
Brexit Tengdar fréttir May stefnir á „hart Brexit“ Forsætisráðherra Bretlands mun flytja ræðu um Brexit-ferlið síðar í dag og er hennar beðið með mikilli eftirvæntingu. 17. janúar 2017 08:09 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
May stefnir á „hart Brexit“ Forsætisráðherra Bretlands mun flytja ræðu um Brexit-ferlið síðar í dag og er hennar beðið með mikilli eftirvæntingu. 17. janúar 2017 08:09