Skipstjóri Regina C segir úlfalda gerðan úr mýflugu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. janúar 2017 19:24 Regina C við bryggju í Hafnarfirði í gærkvöldi. Á myndinni má sjá þegar lögreglubíll flytur skipverja af Polar Nanoq frá höfninni um miðnætti í gær. Vísir Jóan Pauli, skipstjóri á grænlenska togaranum Regina C, segir það ekki rétt að verið sé að senda grænlenska skipverja heim fyrr en ætlað var vegna þess að þeir hafi orðið fyrir aðkasti Íslendinga. Grænlendingarnir fljúga heim til Nuuk í kvöld eins og til stóð allan tímann. Grænlenska ríkisútvarpið greindi frá því í dag að skipverjarnir hefðu orðið fyrir aðkasti í íslenskri verslun þar sem þeir voru að kaupa sér sælgæti og tímarit. Haft var eftir Svend Christensen að mennirnir hefðu fengið orð í eyra í umræddri búð, þeim verið blótað og því hafi verið tekin sú ákvörðun að dvelja ekki lengur á Íslandi í ljósi þessa.Tvær ókurteisar konur Svend Christensen var ekki svo harðorður í samtali við Vísi í dag en hann fékk upplýsingarnar um málið frá starfsmanni á skrifstofunni í Nuuk. Virðist sem upplýsingarnar hafi eitthvað skolast til. Skipstjórinn Jóan Pauli frá Færeyjum segir að verið sé að gera úlfalda úr mýflugu. Fyrir það fyrsta hafi aðeins einn úr áhöfninni farið í umrædda búð. Skipverjanum hafi ekki verið vísað úr búðinni af verslunareigendum heldur hafi tvær konur sagt honum að vera úti. Hann segir ekki ástæðu til að gefa upp í hvaða verslun þetta hafi gerst enda ekki við verslunareigendur að sakast. Jóán og skipverjarnir skilji vel reiði almennings í ljósi þess alvarlega máls sem hvarf Birna Brjánsdóttir sé. Þeir hafi sjálfir fylgst með gangi mála í gærkvöldi þegar Polar Nanoq kom í Hafnarfjarðarhöfn en Regina C liggur við sama bakka og Polar Nanoq. Skipverjar gera sér vel grein fyrir umstangi málsins. Skipverjar hafi á því skilning. Af þeim sökum hafi þeir meðvitað ákveðið að vera lítið á meðal almennings, ekki skellt sér á krá eða neitt slíkt.Áttu að halda heim í dag Þeir hafi alltaf fengið góðar móttökur á Íslandi ef frá er talið þetta atvik í dag sem þeir taka sjálfir ekki alvarlega að sögn Jóans. Þá hafi legið fyrir, þegar haldið var frá Nuuk í Grænlandi þann 12. janúar síðastliðinn til Íslands, að umræddir skipverjar færu aftur til Grænlands í dag. Það sé því engin breyting á því að sögn Jóans. Svend segir að Regina C hafi verið reglulegur gestur í höfnum Íslands, bæði á Akureyri og Hafnarfirði. Samskiptin hafi alltaf verið góð og vonar hann að það verði uppi á teningnum eftir þrjár vikur þegar hann mætir sjálfur ásamt áhöfn til að sækja Reginu C. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Grænlenskir sjómenn sendir heim af ótta við reiði Íslendinga Grænlenskir menn úr áhöfn togarans Regina C, upplifa sig ekki velkomna á Íslandi. 19. janúar 2017 17:45 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Sjá meira
Jóan Pauli, skipstjóri á grænlenska togaranum Regina C, segir það ekki rétt að verið sé að senda grænlenska skipverja heim fyrr en ætlað var vegna þess að þeir hafi orðið fyrir aðkasti Íslendinga. Grænlendingarnir fljúga heim til Nuuk í kvöld eins og til stóð allan tímann. Grænlenska ríkisútvarpið greindi frá því í dag að skipverjarnir hefðu orðið fyrir aðkasti í íslenskri verslun þar sem þeir voru að kaupa sér sælgæti og tímarit. Haft var eftir Svend Christensen að mennirnir hefðu fengið orð í eyra í umræddri búð, þeim verið blótað og því hafi verið tekin sú ákvörðun að dvelja ekki lengur á Íslandi í ljósi þessa.Tvær ókurteisar konur Svend Christensen var ekki svo harðorður í samtali við Vísi í dag en hann fékk upplýsingarnar um málið frá starfsmanni á skrifstofunni í Nuuk. Virðist sem upplýsingarnar hafi eitthvað skolast til. Skipstjórinn Jóan Pauli frá Færeyjum segir að verið sé að gera úlfalda úr mýflugu. Fyrir það fyrsta hafi aðeins einn úr áhöfninni farið í umrædda búð. Skipverjanum hafi ekki verið vísað úr búðinni af verslunareigendum heldur hafi tvær konur sagt honum að vera úti. Hann segir ekki ástæðu til að gefa upp í hvaða verslun þetta hafi gerst enda ekki við verslunareigendur að sakast. Jóán og skipverjarnir skilji vel reiði almennings í ljósi þess alvarlega máls sem hvarf Birna Brjánsdóttir sé. Þeir hafi sjálfir fylgst með gangi mála í gærkvöldi þegar Polar Nanoq kom í Hafnarfjarðarhöfn en Regina C liggur við sama bakka og Polar Nanoq. Skipverjar gera sér vel grein fyrir umstangi málsins. Skipverjar hafi á því skilning. Af þeim sökum hafi þeir meðvitað ákveðið að vera lítið á meðal almennings, ekki skellt sér á krá eða neitt slíkt.Áttu að halda heim í dag Þeir hafi alltaf fengið góðar móttökur á Íslandi ef frá er talið þetta atvik í dag sem þeir taka sjálfir ekki alvarlega að sögn Jóans. Þá hafi legið fyrir, þegar haldið var frá Nuuk í Grænlandi þann 12. janúar síðastliðinn til Íslands, að umræddir skipverjar færu aftur til Grænlands í dag. Það sé því engin breyting á því að sögn Jóans. Svend segir að Regina C hafi verið reglulegur gestur í höfnum Íslands, bæði á Akureyri og Hafnarfirði. Samskiptin hafi alltaf verið góð og vonar hann að það verði uppi á teningnum eftir þrjár vikur þegar hann mætir sjálfur ásamt áhöfn til að sækja Reginu C.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Grænlenskir sjómenn sendir heim af ótta við reiði Íslendinga Grænlenskir menn úr áhöfn togarans Regina C, upplifa sig ekki velkomna á Íslandi. 19. janúar 2017 17:45 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Sjá meira
Grænlenskir sjómenn sendir heim af ótta við reiði Íslendinga Grænlenskir menn úr áhöfn togarans Regina C, upplifa sig ekki velkomna á Íslandi. 19. janúar 2017 17:45