Klikkaði á síðasta sparkinu sínu og missti af 57 milljóna króna bónus Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2017 21:30 Adam Vinatieri. Vísir/Samsett Adam Vinatieri er einn frægasti og besti sparkarinn í sögu ameríska fótboltans en þessi 44 ára gamli maður er enn að spila í NFL-deildinni þrátt fyrir að vera kominn langt inn á fimmtugsaldurinn. Vinatieri er frægur fyrir að klikka aldrei á úrslitastundu og hefur hann meðal annars tryggt tveimur liðum NFL-meistaratitilinn á sínum ferli með því að skora vallarmark í lokin á Super Bowl leik. Adam Vinatieri setti líka nýtt NFL-met á þessu tímabili með því að skora 44 vallarmörk í röð án þess að klikka. Hann átti mjög gott tímabil þrátt fyrir að liði hans hafi mistekist að komast í úrslitakeppnina. Vinatieri klikkaði aftur á móti á vallarmarki í síðasta leik tímabilsins hjá Indianapolis Colts en þetta var leikur sem skipti engu máli fyrir Colts-liðið. Þótt að þetta vallarmark hafi ekki skipt liðið miklu máli þá skipti það hann sjálfan mjög miklu máli. Indianapolis Colts ætlaði nefnilega að borga Adam Vinatieri 500 þúsund dollara bónus ef hann næði að nýta nítíu prósent sparka sinn á tímabilinu. 500 þúsund dollarar eru 57 milljónir íslenskra króna og því ágætis bónus þarna á ferðinni. ESPN segir frá. Adam Vinatieri kom inn í lokaleikinn með 89,6 prósent nýtingu og hefði hann nýtt öll spörkin sín í honum þá hefði hann tryggt sér bónusinn. Vinatieri klikkaði hinsvegar á 48 jarda sparki í öðrum leikhluta á móti Jacksonville Jaguars sem þýddi að hann nýtti „aðeins“ 87,1 prósent sparka sinna á leiktíðinni. Adam Vinatieri fékk 3,2 milljónir dollara fyrir allt tímabilið eða 370 milljónir og hefði því getað tryggt sér fimmtán prósenta launahækkun hefði hann skorað. Hann þarf svo sem ekkert að kvarta mikið yfir launum sínum og lifir þetta örugglega alveg af. NFL Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Adam Vinatieri er einn frægasti og besti sparkarinn í sögu ameríska fótboltans en þessi 44 ára gamli maður er enn að spila í NFL-deildinni þrátt fyrir að vera kominn langt inn á fimmtugsaldurinn. Vinatieri er frægur fyrir að klikka aldrei á úrslitastundu og hefur hann meðal annars tryggt tveimur liðum NFL-meistaratitilinn á sínum ferli með því að skora vallarmark í lokin á Super Bowl leik. Adam Vinatieri setti líka nýtt NFL-met á þessu tímabili með því að skora 44 vallarmörk í röð án þess að klikka. Hann átti mjög gott tímabil þrátt fyrir að liði hans hafi mistekist að komast í úrslitakeppnina. Vinatieri klikkaði aftur á móti á vallarmarki í síðasta leik tímabilsins hjá Indianapolis Colts en þetta var leikur sem skipti engu máli fyrir Colts-liðið. Þótt að þetta vallarmark hafi ekki skipt liðið miklu máli þá skipti það hann sjálfan mjög miklu máli. Indianapolis Colts ætlaði nefnilega að borga Adam Vinatieri 500 þúsund dollara bónus ef hann næði að nýta nítíu prósent sparka sinn á tímabilinu. 500 þúsund dollarar eru 57 milljónir íslenskra króna og því ágætis bónus þarna á ferðinni. ESPN segir frá. Adam Vinatieri kom inn í lokaleikinn með 89,6 prósent nýtingu og hefði hann nýtt öll spörkin sín í honum þá hefði hann tryggt sér bónusinn. Vinatieri klikkaði hinsvegar á 48 jarda sparki í öðrum leikhluta á móti Jacksonville Jaguars sem þýddi að hann nýtti „aðeins“ 87,1 prósent sparka sinna á leiktíðinni. Adam Vinatieri fékk 3,2 milljónir dollara fyrir allt tímabilið eða 370 milljónir og hefði því getað tryggt sér fimmtán prósenta launahækkun hefði hann skorað. Hann þarf svo sem ekkert að kvarta mikið yfir launum sínum og lifir þetta örugglega alveg af.
NFL Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira