Næsti formaður KSÍ hefur þrjár vikur til stefnu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. janúar 2017 14:45 Eitt þessara þriggja gæti verið næsti formaður KSÍ. Þau þurfa að tilkynna um framboð formlega til KSÍ í síðasta lagi 28. janúar. Vísir Frestur til að tilkynna kjör til formanns Knattspyrnusambands Íslands rennur út laugardaginn 28. janúar eða eftir rétt rúmar þrjár vikur. Óhætt er að segja að landslagið hafi gjörbreyst varðandi baráttuna um formannskjörið eftir að Geir Þorsteinsson, formaður frá árinu 2007, tilkynnti öllum að óvörum í gær að hann væri hættur við framboð sitt. Guðni Bergsson, fyrrverandi landsliðsmaður og atvinnumaður, tilkynnti framboð sitt um miðjan desember. Í ítarlegu viðtali við Vísi kom meðal annars fram að Guðni ætlar að þiggja laun fyrir starfið, sem í dag eru um ein og hálf milljón króna. Þá vilji hann nýjan þjóðarleikvang og breyta störfum landsliðsnefndar karla. Björn Einarsson, formaður Víkings og forstjóri TVG Ziemsen, hefur ýjað sterklega að framboði og á fréttastofa von á því að Björn tilkynni framboð sitt innan tíðar. Hann hefur sagst vilja breytt umhverfi hjá KSÍ, bæta ímynd sambandsins og ætlar ekki að þiggja laun verði hann kjörinn.Guðrún Inga og Halla útiloka ekkert Björn og Guðni hafa báðir kynnt sínar hugmyndir um formannsembætti KSÍ fyrir Íslenskum Toppfótbolta, samtökum félaganna í efstu deild karla sem formenn knattspyrnudeilda félaganna skipa.Þá segir Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður KSÍ og stjórnarmaður undanfarin tíu ár, ekki útiloka framboð til formanns í samtali við Fótbolta.net. Guðrún Inga yrði fyrsta konan til að gegna formannsstöðu hjá KSÍ frá stofnun en einu sinni hefur kona boðið sig fram til að gegna embættinu. Það var Halla Gunnarsdóttir árið 2007 en hún hefur sömuleiðis sagst ekki útiloka að bjóða sig fram á nýjan leik.Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir í símtali við Vísi sömuleiðis ekki útiloka neitt varðandi framboð frekar en nokkuð annað. Hún hafi þó ekki gengið með formannsdraum í maganum. Formaður KSÍ er kjörinn í atkvæðagreiðslu fulltrúa aðildafélagnna á ársþingi KSÍ. Félögin hafa mismörg atkvæði eftir því hvaða deildum þau spila. Þannig hafa félögin í efstu deild fjögur atkvæði en svo minni eftir því sem neðar er farið í deildarkeppninni. Í kringum 120-130 fulltrúar hafa greitt atkvæði á undanförnum ársþingum. Frestur til að skila tillögum að breytingum á lögum eða reglugerðum KSÍ rennur út miðvikudaginn 11. janúar.Frétt uppfærð klukkan 15:15 KSÍ Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Frestur til að tilkynna kjör til formanns Knattspyrnusambands Íslands rennur út laugardaginn 28. janúar eða eftir rétt rúmar þrjár vikur. Óhætt er að segja að landslagið hafi gjörbreyst varðandi baráttuna um formannskjörið eftir að Geir Þorsteinsson, formaður frá árinu 2007, tilkynnti öllum að óvörum í gær að hann væri hættur við framboð sitt. Guðni Bergsson, fyrrverandi landsliðsmaður og atvinnumaður, tilkynnti framboð sitt um miðjan desember. Í ítarlegu viðtali við Vísi kom meðal annars fram að Guðni ætlar að þiggja laun fyrir starfið, sem í dag eru um ein og hálf milljón króna. Þá vilji hann nýjan þjóðarleikvang og breyta störfum landsliðsnefndar karla. Björn Einarsson, formaður Víkings og forstjóri TVG Ziemsen, hefur ýjað sterklega að framboði og á fréttastofa von á því að Björn tilkynni framboð sitt innan tíðar. Hann hefur sagst vilja breytt umhverfi hjá KSÍ, bæta ímynd sambandsins og ætlar ekki að þiggja laun verði hann kjörinn.Guðrún Inga og Halla útiloka ekkert Björn og Guðni hafa báðir kynnt sínar hugmyndir um formannsembætti KSÍ fyrir Íslenskum Toppfótbolta, samtökum félaganna í efstu deild karla sem formenn knattspyrnudeilda félaganna skipa.Þá segir Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður KSÍ og stjórnarmaður undanfarin tíu ár, ekki útiloka framboð til formanns í samtali við Fótbolta.net. Guðrún Inga yrði fyrsta konan til að gegna formannsstöðu hjá KSÍ frá stofnun en einu sinni hefur kona boðið sig fram til að gegna embættinu. Það var Halla Gunnarsdóttir árið 2007 en hún hefur sömuleiðis sagst ekki útiloka að bjóða sig fram á nýjan leik.Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir í símtali við Vísi sömuleiðis ekki útiloka neitt varðandi framboð frekar en nokkuð annað. Hún hafi þó ekki gengið með formannsdraum í maganum. Formaður KSÍ er kjörinn í atkvæðagreiðslu fulltrúa aðildafélagnna á ársþingi KSÍ. Félögin hafa mismörg atkvæði eftir því hvaða deildum þau spila. Þannig hafa félögin í efstu deild fjögur atkvæði en svo minni eftir því sem neðar er farið í deildarkeppninni. Í kringum 120-130 fulltrúar hafa greitt atkvæði á undanförnum ársþingum. Frestur til að skila tillögum að breytingum á lögum eða reglugerðum KSÍ rennur út miðvikudaginn 11. janúar.Frétt uppfærð klukkan 15:15
KSÍ Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira