Segir húðkeipa Skrælingja styðja að Vínland var í New Brunswick Kristján Már Unnarsson skrifar 9. janúar 2017 20:00 Vínland í fornsögunum, þar sem víkingar frá Íslandi fundu vínvið fyrir þúsund árum, var í New Brunswick í Kanada, að mati sænsks fornleifafræðings, sem telur lýsingar á húðkeipum Skrælingjanna útiloka að Vínland hafi verið New York. Þetta kom fram í Landnemunum og fréttum Stöðvar 2. Fræðimenn deila enn um hvar Vínland var sem Leifur heppni fann. Helsti sérfræðingurinn vestanhafs um Vínlandssögurnar er sænski fornleifafræðingurinn Birgitta Wallace en hún tók þátt í að grafa upp víkingatóftirnar á Nýfundnalandi. Hún telur að Miramichi-svæðið í New Brunswick hafi verið sá staður sem Þorfinnur karlsefni nefndi Hóp en þar voru mestu samskiptin við Skrælingjana, ef marka má fornsögurnar. Á menningarsetri Mikmaq-indíána í Miramichi má sjá myndir af bátum eins og þeir notuðu.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Birgitta telur að lýsingar á bátum Skrælingjanna hjálpi til að staðsetja Hóp og Vínland en þeir voru í sögunum sagðir á húðkeipum, eða skinnbátum. Svo vill til að slíkir bátar voru ekki notaðir af öllum indíánaflokkum, þeir voru á ákveðnu svæði. „Slíkir kanóar voru ekki til fyrir sunnan miðhluta Maine og fyrir sunnan Boston voru engir kanóar yfirhöfuð,“ segir Birgitta Wallace. „Það þýðir að Hóp hefur verið fyrir norðan Boston og líklega fyrir norðan miðhluta Maine. En þeir voru mjög algengir í New Brunswick.“ -Svo þetta getur ekki hafa verið í New York? „Nei, það getur ekki verið. Ekki ef þeir hafa séð húðkeipa,“ segir Birgitta.George Paul, leiðsögumaður á menningarsetri Mikmaq-indíána.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hún telur líklegast að Skrælingjarnir hafi verið af ættbálki Mikmaq-indíána en þeirra búsvæði voru einkum við innanverðan Lárensflóa, í New Brunswick og Nova Scotia. Fulltrúar þeirra sögðu okkur að þeirra ættbálkur hefði gert sér báta úr dýraskinnum. „Við vorum líklega með þeim fyrstu til að hitta Evrópubúa þegar þeir hófu að ferðast til annarra landa. Við vorum þeir fyrstu sem þeir hittu á ströndinni,“ segir George Paul, leiðsögumaður á menningarsetri Mikmaq-indíána í Miramichi.Frá Miramichi-ánni í New Brunswick. Birgitta Wallace telur að Vínland hið góða hafi verið á þessu svæði.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson. Fornminjar Kanada Landnemarnir Tengdar fréttir Hér er sönnun þess að víkingar fundu Vínland Fornar búðatóftir á norðurodda Nýfundnalands og gripirnir sem þar fundust eyddu efasemdum um að Leifur Eiríksson og félagar komust til Ameríku. 1. janúar 2017 19:45 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Tóftirnar í Kanada passa við lýsingar í Vínlandssögunum Sænskur fornleifafræðingur, sem rannsakaði einu staðfestu húsarústirnar um veru norrænna víkinga í Ameríku, kveðst viss um að Leifur heppni hafi reist þær. 2. janúar 2017 20:00 Skinn og bátar Skrælingjanna geta bent á hvar Vínland var Lýsingar Vínlandssagna á fólkinu sem víkingar nefndu Skrælingja eru þess eðlis að vart fer á milli mála að þeir hittu frumbyggja Ameríku. 8. janúar 2017 08:15 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Sjá meira
Vínland í fornsögunum, þar sem víkingar frá Íslandi fundu vínvið fyrir þúsund árum, var í New Brunswick í Kanada, að mati sænsks fornleifafræðings, sem telur lýsingar á húðkeipum Skrælingjanna útiloka að Vínland hafi verið New York. Þetta kom fram í Landnemunum og fréttum Stöðvar 2. Fræðimenn deila enn um hvar Vínland var sem Leifur heppni fann. Helsti sérfræðingurinn vestanhafs um Vínlandssögurnar er sænski fornleifafræðingurinn Birgitta Wallace en hún tók þátt í að grafa upp víkingatóftirnar á Nýfundnalandi. Hún telur að Miramichi-svæðið í New Brunswick hafi verið sá staður sem Þorfinnur karlsefni nefndi Hóp en þar voru mestu samskiptin við Skrælingjana, ef marka má fornsögurnar. Á menningarsetri Mikmaq-indíána í Miramichi má sjá myndir af bátum eins og þeir notuðu.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Birgitta telur að lýsingar á bátum Skrælingjanna hjálpi til að staðsetja Hóp og Vínland en þeir voru í sögunum sagðir á húðkeipum, eða skinnbátum. Svo vill til að slíkir bátar voru ekki notaðir af öllum indíánaflokkum, þeir voru á ákveðnu svæði. „Slíkir kanóar voru ekki til fyrir sunnan miðhluta Maine og fyrir sunnan Boston voru engir kanóar yfirhöfuð,“ segir Birgitta Wallace. „Það þýðir að Hóp hefur verið fyrir norðan Boston og líklega fyrir norðan miðhluta Maine. En þeir voru mjög algengir í New Brunswick.“ -Svo þetta getur ekki hafa verið í New York? „Nei, það getur ekki verið. Ekki ef þeir hafa séð húðkeipa,“ segir Birgitta.George Paul, leiðsögumaður á menningarsetri Mikmaq-indíána.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hún telur líklegast að Skrælingjarnir hafi verið af ættbálki Mikmaq-indíána en þeirra búsvæði voru einkum við innanverðan Lárensflóa, í New Brunswick og Nova Scotia. Fulltrúar þeirra sögðu okkur að þeirra ættbálkur hefði gert sér báta úr dýraskinnum. „Við vorum líklega með þeim fyrstu til að hitta Evrópubúa þegar þeir hófu að ferðast til annarra landa. Við vorum þeir fyrstu sem þeir hittu á ströndinni,“ segir George Paul, leiðsögumaður á menningarsetri Mikmaq-indíána í Miramichi.Frá Miramichi-ánni í New Brunswick. Birgitta Wallace telur að Vínland hið góða hafi verið á þessu svæði.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.
Fornminjar Kanada Landnemarnir Tengdar fréttir Hér er sönnun þess að víkingar fundu Vínland Fornar búðatóftir á norðurodda Nýfundnalands og gripirnir sem þar fundust eyddu efasemdum um að Leifur Eiríksson og félagar komust til Ameríku. 1. janúar 2017 19:45 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Tóftirnar í Kanada passa við lýsingar í Vínlandssögunum Sænskur fornleifafræðingur, sem rannsakaði einu staðfestu húsarústirnar um veru norrænna víkinga í Ameríku, kveðst viss um að Leifur heppni hafi reist þær. 2. janúar 2017 20:00 Skinn og bátar Skrælingjanna geta bent á hvar Vínland var Lýsingar Vínlandssagna á fólkinu sem víkingar nefndu Skrælingja eru þess eðlis að vart fer á milli mála að þeir hittu frumbyggja Ameríku. 8. janúar 2017 08:15 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Sjá meira
Hér er sönnun þess að víkingar fundu Vínland Fornar búðatóftir á norðurodda Nýfundnalands og gripirnir sem þar fundust eyddu efasemdum um að Leifur Eiríksson og félagar komust til Ameríku. 1. janúar 2017 19:45
Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15
Tóftirnar í Kanada passa við lýsingar í Vínlandssögunum Sænskur fornleifafræðingur, sem rannsakaði einu staðfestu húsarústirnar um veru norrænna víkinga í Ameríku, kveðst viss um að Leifur heppni hafi reist þær. 2. janúar 2017 20:00
Skinn og bátar Skrælingjanna geta bent á hvar Vínland var Lýsingar Vínlandssagna á fólkinu sem víkingar nefndu Skrælingja eru þess eðlis að vart fer á milli mála að þeir hittu frumbyggja Ameríku. 8. janúar 2017 08:15