Forseta ÍSÍ finnst viðbrögð KKÍ og FSÍ ekki til þess fallin að þau fái meira næst Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. janúar 2017 21:13 Lárusi Blöndal, forseta ÍSÍ, finnast viðbrögð forráðamanna Körfuknattleikssambands Íslands og Fimleikasambands Íslands við úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ ekki til þess fallin að þau fái meira í næstu úthlutun úr sjóðnum. „Þessi viðbrögð við úthlutuninni per se eru ekki sérstaklega til þess fallin að mínu mati. En þau fá bara úthlutun sem er í samræmi við þær reglur sem gildi,“ sagði Lárus í samtali við Hjört Hjartarson í kvöldfréttum Stöðvar 2.Á fimmtudaginn var rétt ríflega 150 milljónum króna úthlutað úr Afrekssjóði ÍSÍ fyrir árið 2017. Ekki voru allir á eitt sáttir við sinn bita af kökunni, þá allra síst Fimleikasamband Íslands sem fékk rétt tæpar átta milljónir úr Afrekssjóðnum. Handknattleikssamband Íslands fékk mest, eða 28 milljónir króna. „Þetta eru vonbrigði. Við erum mögnuð hreyfing á Íslandi og stærsta kvennahreyfingin og að eiga ótrúlega sigra en einhvernveginn náum við því ekki inn til ÍSÍ og Afrekssjóðsins. Það fyllir mann vissu vonleysi þegar maður er að berjast í þessu,“ sagði Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri FSÍ, í samtali við íþróttadeild 365 eftir blaðamannafundinn á fimmtudaginn.Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, lýsti einnig yfir vonbrigðum sínum með úthlutunina en vonaðist til að fá meira í næstu úthlutun. Um 100 milljónum á eftir að úthluta þegar nýr tímamótasamningur ríkis og ÍSÍ tekur gildi í vor. „Við verðum að horfa til þess að Afrekssjóður ÍSÍ hefur því miður ekki getað staðist væntingar sérsambanda, einfaldlega vegna þess að það er ekki til nægilegir fjármunir í sjóðnum hingað til. Guði sé lof er það nú að breytast,“ sagði Lárus um gagnrýnina á úthlutunina. Hann segir að aðeins tvö af 32 sérsamböndum sem hafi lýst yfir óánægju með sinn skerf og gefur lítið fyrir athugasemdir KKÍ og FSÍ. Meðal þess sem Sólveig kvartaði yfir var skortur á gagnsæi og að það væri óljóst eftir hvaða reglum væri unnið. Lárus segir það hins vegar liggja skýrt fyrir. „Ég held að sjóðurinn starfi alveg með eðlilegum hætti. Það er augljóst mál að menn þurfa auðvitað stundum að taka ákvarðanir sem byggjast á huglægu mati eða mati á aðstæðum,“ sagði Lárus.Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Fimleikar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Góð viðbót en mikill vill alltaf meira Ríflega 150 milljónum var úthlutað úr afrekssjóði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í gær en enn þá er eftir að úthluta 100 milljónum þegar nýr tímamótasamningur tekur gildi. Handboltinn fékk mest en þrátt fyrir hækkun eru ek 6. janúar 2017 07:00 150 milljónum úthlutað úr afrekssjóði Í dag var úthlutað í síðasta sinn samkvæmt gömlu úthlutunarreglum Afrekssjóðs ÍSÍ. 5. janúar 2017 11:50 Starfsmenn Fimleikasambandsins ruku á dyr: „Fyllir mann vonleysi að reyna að berjast í þessu“ Framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands er hálfpartinn í áfalli vegna úthlutunnar úr Afrekssjóði ÍSÍ í dag. 5. janúar 2017 19:15 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Sjá meira
Lárusi Blöndal, forseta ÍSÍ, finnast viðbrögð forráðamanna Körfuknattleikssambands Íslands og Fimleikasambands Íslands við úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ ekki til þess fallin að þau fái meira í næstu úthlutun úr sjóðnum. „Þessi viðbrögð við úthlutuninni per se eru ekki sérstaklega til þess fallin að mínu mati. En þau fá bara úthlutun sem er í samræmi við þær reglur sem gildi,“ sagði Lárus í samtali við Hjört Hjartarson í kvöldfréttum Stöðvar 2.Á fimmtudaginn var rétt ríflega 150 milljónum króna úthlutað úr Afrekssjóði ÍSÍ fyrir árið 2017. Ekki voru allir á eitt sáttir við sinn bita af kökunni, þá allra síst Fimleikasamband Íslands sem fékk rétt tæpar átta milljónir úr Afrekssjóðnum. Handknattleikssamband Íslands fékk mest, eða 28 milljónir króna. „Þetta eru vonbrigði. Við erum mögnuð hreyfing á Íslandi og stærsta kvennahreyfingin og að eiga ótrúlega sigra en einhvernveginn náum við því ekki inn til ÍSÍ og Afrekssjóðsins. Það fyllir mann vissu vonleysi þegar maður er að berjast í þessu,“ sagði Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri FSÍ, í samtali við íþróttadeild 365 eftir blaðamannafundinn á fimmtudaginn.Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, lýsti einnig yfir vonbrigðum sínum með úthlutunina en vonaðist til að fá meira í næstu úthlutun. Um 100 milljónum á eftir að úthluta þegar nýr tímamótasamningur ríkis og ÍSÍ tekur gildi í vor. „Við verðum að horfa til þess að Afrekssjóður ÍSÍ hefur því miður ekki getað staðist væntingar sérsambanda, einfaldlega vegna þess að það er ekki til nægilegir fjármunir í sjóðnum hingað til. Guði sé lof er það nú að breytast,“ sagði Lárus um gagnrýnina á úthlutunina. Hann segir að aðeins tvö af 32 sérsamböndum sem hafi lýst yfir óánægju með sinn skerf og gefur lítið fyrir athugasemdir KKÍ og FSÍ. Meðal þess sem Sólveig kvartaði yfir var skortur á gagnsæi og að það væri óljóst eftir hvaða reglum væri unnið. Lárus segir það hins vegar liggja skýrt fyrir. „Ég held að sjóðurinn starfi alveg með eðlilegum hætti. Það er augljóst mál að menn þurfa auðvitað stundum að taka ákvarðanir sem byggjast á huglægu mati eða mati á aðstæðum,“ sagði Lárus.Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Fimleikar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Góð viðbót en mikill vill alltaf meira Ríflega 150 milljónum var úthlutað úr afrekssjóði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í gær en enn þá er eftir að úthluta 100 milljónum þegar nýr tímamótasamningur tekur gildi. Handboltinn fékk mest en þrátt fyrir hækkun eru ek 6. janúar 2017 07:00 150 milljónum úthlutað úr afrekssjóði Í dag var úthlutað í síðasta sinn samkvæmt gömlu úthlutunarreglum Afrekssjóðs ÍSÍ. 5. janúar 2017 11:50 Starfsmenn Fimleikasambandsins ruku á dyr: „Fyllir mann vonleysi að reyna að berjast í þessu“ Framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands er hálfpartinn í áfalli vegna úthlutunnar úr Afrekssjóði ÍSÍ í dag. 5. janúar 2017 19:15 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Sjá meira
Góð viðbót en mikill vill alltaf meira Ríflega 150 milljónum var úthlutað úr afrekssjóði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í gær en enn þá er eftir að úthluta 100 milljónum þegar nýr tímamótasamningur tekur gildi. Handboltinn fékk mest en þrátt fyrir hækkun eru ek 6. janúar 2017 07:00
150 milljónum úthlutað úr afrekssjóði Í dag var úthlutað í síðasta sinn samkvæmt gömlu úthlutunarreglum Afrekssjóðs ÍSÍ. 5. janúar 2017 11:50
Starfsmenn Fimleikasambandsins ruku á dyr: „Fyllir mann vonleysi að reyna að berjast í þessu“ Framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands er hálfpartinn í áfalli vegna úthlutunnar úr Afrekssjóði ÍSÍ í dag. 5. janúar 2017 19:15