Bjarni um stjórnarsáttmálann: „Lagðist vel í fundarmenn og var samþykktur með lófataki“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 9. janúar 2017 21:43 Bjarni segir Sjálfstæðismenn glaða með niðurstöðuna. Vísir/Eyþór Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var glaður í bragði þegar Vísir náði af honum tali rétt eftir að fréttir bárust að Sjálfstæðisflokkurinn hefði samþykkt stjórnarsáttmálann. Hann segir að mikil samstaða hafi verið innan flokksins með nýkynntan stjórnarsáttmála og að sáttmálinn hafi verið samþykktur einróma. Flokksmenn séu því glaðir en flokksmenn funduðu í Valhöll í kvöld. „Ég kynnti stjórnarsáttmálann. Hann verður kynntur opinberlega á morgun. Hann lagðist vel í fundarmenn og var samþykktur með lófataki,“ segir Bjarni og nefnir að hann muni jafnvel heyra í forsvarsmönnum hinna flokkanna nú á eftir. Hann segist ætla að kynna tillögur að ráðherraskipan annað kvöld. Af nægu að takaÁ meðal þess sem kemur fram í stjórnarsáttmálanum er að peningastefnan verði endurskoðuð og það gert í samræmi við skýrslu Seðlabankans frá árinu 2012. Áætlað er að lögð verði fram þingsályktunartillaga fyrir lok þings um hvort kjósa eigi um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið. Sáttmálinn felur einnig í sér breytingar á búvörusamningnum en gert er ráð fyrri að endurskoðun hans eigi að verða grunnur að nýjum samningi við bændur. Þar kemur fram að draga eigi úr styrkjum til bænda en einnig eigi að auka frelsi þeirra og vöruúrval neytenda. Þetta á að gerast eigi síðar en árið 2019. Einnig koma fram hugmyndir um að markaðstengt gjald verði tekið upp í sjávarútvegi. Stjórnarsáttmálinn felur einnig í sér eflingu heilbrigðiskerfisins og þar kemur fram að lækka eigi kostnaðarþátttöku sjúklinga og stytta biðtíma. Meðal annars verður lögð áhersla á uppbyggingu Landspítala við Hringbraut. Þá verður stuðningur við foreldra með geðvanda aukinn og fæðingarorlof verður hækkað í skrefum. Fyrirtækjum verður einnig gert að taka upp jafnlaunavottun ef þar starfa 25 manns eða fleiri. Stjórnarskráin verður einnig endurskoðuð og litið verður til þeirrar vinnu sem þegar hefur verið unnin. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr stjórnarsáttmáli: Samþykki Alþingis þarf fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Peningastefnan verður endurskoðuð í samræmi við skýrslu Seðlabankans frá árinu 2012 og lögð verður fram þingsályktunartillaga fyrir lok þings um hvort kjósa eigi um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýgerðum stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 9. janúar 2017 21:30 Viðreisn samþykkti stjórnarsáttmálann samhljóða Ráðgjafaráð Viðreisnar samþykkti á fundi sínum í kvöld ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð. Stjórnarsáttmálinn var samþykktur samhljóða. 9. janúar 2017 21:56 Viðreisnarfólk óánægt með Bjarna Flokksmenn Viðreisnar létu í ljós óánægju sína með Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem sakaður hefur verið um að hafa setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar, á fundi þeirra í Ármúla í kvöld. 9. janúar 2017 22:04 Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti ríkisstjórnarsamstarfið Flokksráð samþykkti að fara í ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn. 9. janúar 2017 21:20 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var glaður í bragði þegar Vísir náði af honum tali rétt eftir að fréttir bárust að Sjálfstæðisflokkurinn hefði samþykkt stjórnarsáttmálann. Hann segir að mikil samstaða hafi verið innan flokksins með nýkynntan stjórnarsáttmála og að sáttmálinn hafi verið samþykktur einróma. Flokksmenn séu því glaðir en flokksmenn funduðu í Valhöll í kvöld. „Ég kynnti stjórnarsáttmálann. Hann verður kynntur opinberlega á morgun. Hann lagðist vel í fundarmenn og var samþykktur með lófataki,“ segir Bjarni og nefnir að hann muni jafnvel heyra í forsvarsmönnum hinna flokkanna nú á eftir. Hann segist ætla að kynna tillögur að ráðherraskipan annað kvöld. Af nægu að takaÁ meðal þess sem kemur fram í stjórnarsáttmálanum er að peningastefnan verði endurskoðuð og það gert í samræmi við skýrslu Seðlabankans frá árinu 2012. Áætlað er að lögð verði fram þingsályktunartillaga fyrir lok þings um hvort kjósa eigi um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið. Sáttmálinn felur einnig í sér breytingar á búvörusamningnum en gert er ráð fyrri að endurskoðun hans eigi að verða grunnur að nýjum samningi við bændur. Þar kemur fram að draga eigi úr styrkjum til bænda en einnig eigi að auka frelsi þeirra og vöruúrval neytenda. Þetta á að gerast eigi síðar en árið 2019. Einnig koma fram hugmyndir um að markaðstengt gjald verði tekið upp í sjávarútvegi. Stjórnarsáttmálinn felur einnig í sér eflingu heilbrigðiskerfisins og þar kemur fram að lækka eigi kostnaðarþátttöku sjúklinga og stytta biðtíma. Meðal annars verður lögð áhersla á uppbyggingu Landspítala við Hringbraut. Þá verður stuðningur við foreldra með geðvanda aukinn og fæðingarorlof verður hækkað í skrefum. Fyrirtækjum verður einnig gert að taka upp jafnlaunavottun ef þar starfa 25 manns eða fleiri. Stjórnarskráin verður einnig endurskoðuð og litið verður til þeirrar vinnu sem þegar hefur verið unnin.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr stjórnarsáttmáli: Samþykki Alþingis þarf fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Peningastefnan verður endurskoðuð í samræmi við skýrslu Seðlabankans frá árinu 2012 og lögð verður fram þingsályktunartillaga fyrir lok þings um hvort kjósa eigi um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýgerðum stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 9. janúar 2017 21:30 Viðreisn samþykkti stjórnarsáttmálann samhljóða Ráðgjafaráð Viðreisnar samþykkti á fundi sínum í kvöld ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð. Stjórnarsáttmálinn var samþykktur samhljóða. 9. janúar 2017 21:56 Viðreisnarfólk óánægt með Bjarna Flokksmenn Viðreisnar létu í ljós óánægju sína með Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem sakaður hefur verið um að hafa setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar, á fundi þeirra í Ármúla í kvöld. 9. janúar 2017 22:04 Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti ríkisstjórnarsamstarfið Flokksráð samþykkti að fara í ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn. 9. janúar 2017 21:20 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Nýr stjórnarsáttmáli: Samþykki Alþingis þarf fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Peningastefnan verður endurskoðuð í samræmi við skýrslu Seðlabankans frá árinu 2012 og lögð verður fram þingsályktunartillaga fyrir lok þings um hvort kjósa eigi um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýgerðum stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 9. janúar 2017 21:30
Viðreisn samþykkti stjórnarsáttmálann samhljóða Ráðgjafaráð Viðreisnar samþykkti á fundi sínum í kvöld ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð. Stjórnarsáttmálinn var samþykktur samhljóða. 9. janúar 2017 21:56
Viðreisnarfólk óánægt með Bjarna Flokksmenn Viðreisnar létu í ljós óánægju sína með Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem sakaður hefur verið um að hafa setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar, á fundi þeirra í Ármúla í kvöld. 9. janúar 2017 22:04
Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti ríkisstjórnarsamstarfið Flokksráð samþykkti að fara í ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn. 9. janúar 2017 21:20