Fjórðungi starfsfólks fiskvinnslustöðva sagt upp störfum Höskuldur Kári Schram skrifar 30. desember 2016 18:45 Um fjórðungi starfsfólks fiskvinnslustöðva um allt land, eða rúmlega átta hundruð manns, hefur verið sagt upp störfum á síðustu vikum vegna hráefnisskorts og um fjögur hundruð manns til viðbótar hafa óskað eftir bótum vegna tekjuskerðingar. Öll stærstu fiskvinnslufyrirtækin hafa boðað frekari uppsagnir á næstu vikum. Þetta kemur fram í minnisblaði Vinnumálastofnunar vegna uppsagna fiskvinnslufólks. Sjómannaverkfallið hefur nú staðið yfir í rúmar tvær vikur og eru flest fiskvinnslufyrirtæki byrjuð að glíma við hráefnisskort vegna þessa. Alls höfðu 832 umsóknir um atvinnuleysisbætur borist Vinnumálastofnun síðdegis í gær en um er að ræða starfsfólk hjá þrjátíu fiskvinnslufyrirtækjum. Þá hafa öll stærstu fiskvinnslufyrirtæki landsins verið í sambandi við stofnunina á undanförnum dögum og sent inn tilkynningar um frekari uppsagnir. Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar segir því viðbúið að þessi hópur muni stækka á næstu dögum. „Þetta eru eitthvað um fjögur þúsund manns sem eru starfandi við fiskvinnslu á landinu og flest af þessum fyrirtækjum eru stopp. Svo það má alveg búast við því að þessi hópur stækki,“ segir Gissur. Konur eru um 55 prósent þeirra sem um ræðir og karlar 45 prósent. Rúmlega helmingur er með íslenskt ríkisfang, 36 prósent pólskt og 13 prósent af öðru þjóðerni. Atvinnuleysistryggingasjóður mun greiða að meðaltali um 10 milljónir á dag í bætur vegna þessa. Gissur segir að staða fólks sé afar misjöfn. „Flestir eru auðvitað með fullan bótarétt og fá greiddar bætur í samræmi við það en það eru líka dæmi þess að menn eru með minna og jafnvel ekki neitt" Fiskvinnslufyrirtækin hafa ekki einungis beitt uppsögnum til að bregðast við hráefnisskorti. Í sumum tilvikum hafa fyrirtækin kosið að halda fólki á launum en fengið sérstakt mótframlag frá Vinnumálastofnun til að draga úr launaskerðingu. Gissur segir að þessi leið sé mun betri fyrir starfsfólkið en um fjögur hundruð manns hafa þegar sótt um mótframlag. „Þegar upp er staðið þá er það hagfelldara fyrir starfsfólkið og auðvitað er ekki hægt að líta á þetta sem hefðbundið atvinnuleysi. Við erum ekki að fara að bjóða þessu fólki önnur störf a.m.k ekki strax af því að við lítum svo á að það muni vonandi hverfa sem fyrst til sinna fyrri starfa að nýju,“ segir Gissur. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Dauðadæmdir meðan ekki fæst ferskur fiskur Verkfall sjómanna og vonskuveður á miðum hefur haft þær afleiðingar að lítill sem enginn fiskur er til sölu á fiskmörkuðum. Eigandi veitingastaðar segist frekar ætla að loka en að bjóða upp á frosinn fisk. Slæm veðurspá í kortunum. 29. desember 2016 07:00 Hátt í hundrað teknir af launaskrá vegna hráefnisskorts Hátt í hundrað starfsmenn í fiskvinnslu á Þingeyri og Patreksfirði hafa verið teknir af launaskrá vegna verkfalls sjómanna. Formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir þetta mikið högg fyrir samfélagið enda sé ekki auðvelt fyrir fólk að finna aðra vinnu á þessum árstíma. 29. desember 2016 18:45 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
Um fjórðungi starfsfólks fiskvinnslustöðva um allt land, eða rúmlega átta hundruð manns, hefur verið sagt upp störfum á síðustu vikum vegna hráefnisskorts og um fjögur hundruð manns til viðbótar hafa óskað eftir bótum vegna tekjuskerðingar. Öll stærstu fiskvinnslufyrirtækin hafa boðað frekari uppsagnir á næstu vikum. Þetta kemur fram í minnisblaði Vinnumálastofnunar vegna uppsagna fiskvinnslufólks. Sjómannaverkfallið hefur nú staðið yfir í rúmar tvær vikur og eru flest fiskvinnslufyrirtæki byrjuð að glíma við hráefnisskort vegna þessa. Alls höfðu 832 umsóknir um atvinnuleysisbætur borist Vinnumálastofnun síðdegis í gær en um er að ræða starfsfólk hjá þrjátíu fiskvinnslufyrirtækjum. Þá hafa öll stærstu fiskvinnslufyrirtæki landsins verið í sambandi við stofnunina á undanförnum dögum og sent inn tilkynningar um frekari uppsagnir. Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar segir því viðbúið að þessi hópur muni stækka á næstu dögum. „Þetta eru eitthvað um fjögur þúsund manns sem eru starfandi við fiskvinnslu á landinu og flest af þessum fyrirtækjum eru stopp. Svo það má alveg búast við því að þessi hópur stækki,“ segir Gissur. Konur eru um 55 prósent þeirra sem um ræðir og karlar 45 prósent. Rúmlega helmingur er með íslenskt ríkisfang, 36 prósent pólskt og 13 prósent af öðru þjóðerni. Atvinnuleysistryggingasjóður mun greiða að meðaltali um 10 milljónir á dag í bætur vegna þessa. Gissur segir að staða fólks sé afar misjöfn. „Flestir eru auðvitað með fullan bótarétt og fá greiddar bætur í samræmi við það en það eru líka dæmi þess að menn eru með minna og jafnvel ekki neitt" Fiskvinnslufyrirtækin hafa ekki einungis beitt uppsögnum til að bregðast við hráefnisskorti. Í sumum tilvikum hafa fyrirtækin kosið að halda fólki á launum en fengið sérstakt mótframlag frá Vinnumálastofnun til að draga úr launaskerðingu. Gissur segir að þessi leið sé mun betri fyrir starfsfólkið en um fjögur hundruð manns hafa þegar sótt um mótframlag. „Þegar upp er staðið þá er það hagfelldara fyrir starfsfólkið og auðvitað er ekki hægt að líta á þetta sem hefðbundið atvinnuleysi. Við erum ekki að fara að bjóða þessu fólki önnur störf a.m.k ekki strax af því að við lítum svo á að það muni vonandi hverfa sem fyrst til sinna fyrri starfa að nýju,“ segir Gissur.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Dauðadæmdir meðan ekki fæst ferskur fiskur Verkfall sjómanna og vonskuveður á miðum hefur haft þær afleiðingar að lítill sem enginn fiskur er til sölu á fiskmörkuðum. Eigandi veitingastaðar segist frekar ætla að loka en að bjóða upp á frosinn fisk. Slæm veðurspá í kortunum. 29. desember 2016 07:00 Hátt í hundrað teknir af launaskrá vegna hráefnisskorts Hátt í hundrað starfsmenn í fiskvinnslu á Þingeyri og Patreksfirði hafa verið teknir af launaskrá vegna verkfalls sjómanna. Formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir þetta mikið högg fyrir samfélagið enda sé ekki auðvelt fyrir fólk að finna aðra vinnu á þessum árstíma. 29. desember 2016 18:45 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
Dauðadæmdir meðan ekki fæst ferskur fiskur Verkfall sjómanna og vonskuveður á miðum hefur haft þær afleiðingar að lítill sem enginn fiskur er til sölu á fiskmörkuðum. Eigandi veitingastaðar segist frekar ætla að loka en að bjóða upp á frosinn fisk. Slæm veðurspá í kortunum. 29. desember 2016 07:00
Hátt í hundrað teknir af launaskrá vegna hráefnisskorts Hátt í hundrað starfsmenn í fiskvinnslu á Þingeyri og Patreksfirði hafa verið teknir af launaskrá vegna verkfalls sjómanna. Formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir þetta mikið högg fyrir samfélagið enda sé ekki auðvelt fyrir fólk að finna aðra vinnu á þessum árstíma. 29. desember 2016 18:45