Skildi skilríkin eftir í bílnum Guðsteinn Bjarnason skrifar 22. desember 2016 07:00 Sönghópur skipaður jafnt innflytjendum sem innfæddum Berlínarbúum hóf upp raust sína á jólamarkaðnum í Berlín og hvatti til samstöðu allra. vísir/epa Þýska ríkisstjórnin samþykkti í gær að auka notkun eftirlitsmyndavéla. Af persónuverndarástæðum hafa til þessa verið strangar reglur í gildi í Þýskalandi um slíkt eftirlit. Þessi ákvörðun er tekin vegna árásarinnar á jólamarkað í Berlín á mánudaginn, sem kostaði tólf manns lífið. Við rannsókn málsins hefur lögreglan ekki haft mikið gagn af upptökum úr eftirlitsmyndavélum. Borgarstjórnin í Berlín hefur sagt ástæðulaust að fjölga eftirlitsmyndavélum, þrátt fyrir árásina á mánudag. Árásarmaðurinn var í gær enn ófundinn, en hann varð tólf manns að bana og særði nærri 50 manns, þar af 30 alvarlega, þegar hann ók inn á jólamarkaðinn á stórri flutningabifreið.Lögreglumenn á vakt á jólamarkaðnum á Breidscheid-torgi í Berlín þar sem tólf manns létu lífið og tugir særðust á mánudagskvöldið.vísir/EPALögreglan leitaði að rúmlega tvítugum manni, Anis Amri, sem hún hafði grunaðan um að vera hættulegan vegna tengsla við íslamska öfgamenn. Hann er frá Túnis og sótti um hæli í Þýskalandi í apríl síðastliðnum. Umsókn hans var hafnað í sumar en stjórnvöld höfðu fallist á að fresta því tímabundið að vísa honum úr landi. Skilríki hans fundust undir bílstjórasæti vöruflutningabifreiðarinnar sem ekið var inn í mannfjöldann á jólamarkaðnum í Berlín síðastliðið mánudagskvöld. Árásarmaðurinn virðist hafa stolið bifreiðinni frá pólsku flutningafyrirtæki. Bifreiðarstjórinn, sem var pólskur ríkisborgari, fannst látinn í bílnum með sár eftir bæði hnífstungur og byssuskot. Þýskir fjölmiðlar segjast hafa heimildir fyrir því að hann hafi átt í átökum við árásarmanninn þegar bifreiðinni var ekið inn á jólamarkaðinn. Árásarmaðurinn hafi skotið hann um það leyti sem bifreiðin stöðvaðist. Þetta kemur heim og saman við frásagnir vitna um að hvellur mikill hafi heyrst frá bifreiðinni þegar henni var ekið inn í mannfjöldann. Vígasamtökin Íslamskt ríki, eða Daish, hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni, en samtökin hafa ítrekað skorað á fólk um heim allan að fremja hryðjuverk. Anis Amri er sagður hafa haft tengsl við öfgaklerk að nafni Abu Walaa, sem var handtekinn í bænum Bad Salzdetfurth þann 8. nóvember síðastliðinn. Sá var ákærður fyrir að hafa reynt að fá ungt fólk til að ganga til liðs við Daish-samtökin. Annar hælisleitandi var í fyrstu grunaður um verknaðinn en hann var látinn laus þar sem ekkert benti til sektar hans. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Evrópu Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Þýska ríkisstjórnin samþykkti í gær að auka notkun eftirlitsmyndavéla. Af persónuverndarástæðum hafa til þessa verið strangar reglur í gildi í Þýskalandi um slíkt eftirlit. Þessi ákvörðun er tekin vegna árásarinnar á jólamarkað í Berlín á mánudaginn, sem kostaði tólf manns lífið. Við rannsókn málsins hefur lögreglan ekki haft mikið gagn af upptökum úr eftirlitsmyndavélum. Borgarstjórnin í Berlín hefur sagt ástæðulaust að fjölga eftirlitsmyndavélum, þrátt fyrir árásina á mánudag. Árásarmaðurinn var í gær enn ófundinn, en hann varð tólf manns að bana og særði nærri 50 manns, þar af 30 alvarlega, þegar hann ók inn á jólamarkaðinn á stórri flutningabifreið.Lögreglumenn á vakt á jólamarkaðnum á Breidscheid-torgi í Berlín þar sem tólf manns létu lífið og tugir særðust á mánudagskvöldið.vísir/EPALögreglan leitaði að rúmlega tvítugum manni, Anis Amri, sem hún hafði grunaðan um að vera hættulegan vegna tengsla við íslamska öfgamenn. Hann er frá Túnis og sótti um hæli í Þýskalandi í apríl síðastliðnum. Umsókn hans var hafnað í sumar en stjórnvöld höfðu fallist á að fresta því tímabundið að vísa honum úr landi. Skilríki hans fundust undir bílstjórasæti vöruflutningabifreiðarinnar sem ekið var inn í mannfjöldann á jólamarkaðnum í Berlín síðastliðið mánudagskvöld. Árásarmaðurinn virðist hafa stolið bifreiðinni frá pólsku flutningafyrirtæki. Bifreiðarstjórinn, sem var pólskur ríkisborgari, fannst látinn í bílnum með sár eftir bæði hnífstungur og byssuskot. Þýskir fjölmiðlar segjast hafa heimildir fyrir því að hann hafi átt í átökum við árásarmanninn þegar bifreiðinni var ekið inn á jólamarkaðinn. Árásarmaðurinn hafi skotið hann um það leyti sem bifreiðin stöðvaðist. Þetta kemur heim og saman við frásagnir vitna um að hvellur mikill hafi heyrst frá bifreiðinni þegar henni var ekið inn í mannfjöldann. Vígasamtökin Íslamskt ríki, eða Daish, hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni, en samtökin hafa ítrekað skorað á fólk um heim allan að fremja hryðjuverk. Anis Amri er sagður hafa haft tengsl við öfgaklerk að nafni Abu Walaa, sem var handtekinn í bænum Bad Salzdetfurth þann 8. nóvember síðastliðinn. Sá var ákærður fyrir að hafa reynt að fá ungt fólk til að ganga til liðs við Daish-samtökin. Annar hælisleitandi var í fyrstu grunaður um verknaðinn en hann var látinn laus þar sem ekkert benti til sektar hans. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Evrópu Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira