Loksins kominn tími til að halda gleðileg jól Benedikt Bóas hinriksson skrifar 22. desember 2016 07:00 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóra Samherja. Vísir/Auðunn „Það var kominn tími til að fara ekki í gegnum enn ein jólin með þetta yfir sér,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, en fyrirtækið tilkynnti í gærkvöldi að Seðlabankinn hefði látið mál sitt gegn Kaldbaki ehf., dótturfyrirtæki Samherja, niður falla eftir 60 mánaða langa rannsókn. Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri vildi ekki tjá sig um málið. Samkvæmt tilkynningu Samherja um niðurfellinguna snerist málið um tvær bankafærslur, þar af var önnur upp á 1.500 norskar krónur eða um 20 þúsund íslenskar. Í tilkynningunni kemur fram að það sé von Samherja að menn verði látnir axla ábyrgð á tilhæfulausum og afar kostnaðarsömum aðgerðum undanfarinna ára og breytingar verði gerðar í stjórnsýslunni þannig að slíkt geti ekki endurtekið sig. „Hjartað segir manni að það sé lítil von um að einhver axli ábyrgð í þessu máli, því miður. Það verður að hafa í huga hvernig Seðlabankinn er búinn að haga sér, sem er búið að hafa áhrif á gríðarlega marga. Þegar búið er að fella niður á annað hundrað kærur á fyrirtæki og einstaklinga þá verður að álykta að eitthvað sé að í stjórnsýslunni. Við ætlum að berjast gegn því að svona geti gerst aftur og það hefði átt að vera búið að stoppa þennan leik fyrir löngu,“ segir hann. Þorsteinn viðurkennir að á þessum 60 mánuðum hafi komið stundir þar sem hann velti fyrir sér hvort hann hefði jafnvel gert mistök. „Að sjálfsögðu spurðum við okkur að því, við erum ekkert óskeikulir. Við vorum líka að reka fyrirtæki á erfiðum tíma eftir hrun og við útilokuðum ekkert að við hefðum gert mistök. Við fórum að sjálfsögðu yfir okkar mál en það gekk erfiðlega að fá upplýsingar um hvað við áttum að hafa gert – því var haldið frá okkur mjög lengi.“ Hann bendir á að nánast allar fullyrðingar Seðlabankans um Samherja hafi reynst rangar og málatilbúnaður bankans hafi oft breyst frá upphafi málsins. Hann segir að málið hafi tekið á, enda sé erfitt að vera hafður fyrir rangri sök svona lengi. „Að hafa svona yfir sér er þungt og þetta snerti marga. Svona lagað á ekki að geta gerst og að rannsóknin taki svona langan tíma, eins og Seðlabankinn tók sér, er algjörlega óásættanlegt. Það á ekki að vera hægt að fara með fólk á svona hátt. Þegar maður er hafður fyrir rangri sök svona lengi þá er það erfitt og ég skal viðurkenna það að þetta er búið að vera erfitt.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Jólafréttir Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
„Það var kominn tími til að fara ekki í gegnum enn ein jólin með þetta yfir sér,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, en fyrirtækið tilkynnti í gærkvöldi að Seðlabankinn hefði látið mál sitt gegn Kaldbaki ehf., dótturfyrirtæki Samherja, niður falla eftir 60 mánaða langa rannsókn. Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri vildi ekki tjá sig um málið. Samkvæmt tilkynningu Samherja um niðurfellinguna snerist málið um tvær bankafærslur, þar af var önnur upp á 1.500 norskar krónur eða um 20 þúsund íslenskar. Í tilkynningunni kemur fram að það sé von Samherja að menn verði látnir axla ábyrgð á tilhæfulausum og afar kostnaðarsömum aðgerðum undanfarinna ára og breytingar verði gerðar í stjórnsýslunni þannig að slíkt geti ekki endurtekið sig. „Hjartað segir manni að það sé lítil von um að einhver axli ábyrgð í þessu máli, því miður. Það verður að hafa í huga hvernig Seðlabankinn er búinn að haga sér, sem er búið að hafa áhrif á gríðarlega marga. Þegar búið er að fella niður á annað hundrað kærur á fyrirtæki og einstaklinga þá verður að álykta að eitthvað sé að í stjórnsýslunni. Við ætlum að berjast gegn því að svona geti gerst aftur og það hefði átt að vera búið að stoppa þennan leik fyrir löngu,“ segir hann. Þorsteinn viðurkennir að á þessum 60 mánuðum hafi komið stundir þar sem hann velti fyrir sér hvort hann hefði jafnvel gert mistök. „Að sjálfsögðu spurðum við okkur að því, við erum ekkert óskeikulir. Við vorum líka að reka fyrirtæki á erfiðum tíma eftir hrun og við útilokuðum ekkert að við hefðum gert mistök. Við fórum að sjálfsögðu yfir okkar mál en það gekk erfiðlega að fá upplýsingar um hvað við áttum að hafa gert – því var haldið frá okkur mjög lengi.“ Hann bendir á að nánast allar fullyrðingar Seðlabankans um Samherja hafi reynst rangar og málatilbúnaður bankans hafi oft breyst frá upphafi málsins. Hann segir að málið hafi tekið á, enda sé erfitt að vera hafður fyrir rangri sök svona lengi. „Að hafa svona yfir sér er þungt og þetta snerti marga. Svona lagað á ekki að geta gerst og að rannsóknin taki svona langan tíma, eins og Seðlabankinn tók sér, er algjörlega óásættanlegt. Það á ekki að vera hægt að fara með fólk á svona hátt. Þegar maður er hafður fyrir rangri sök svona lengi þá er það erfitt og ég skal viðurkenna það að þetta er búið að vera erfitt.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Jólafréttir Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira