Stærsta jólaveisla Hjálpræðishersins hingað til Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 24. desember 2016 13:00 Gert er ráð fyrir að yfir þrjú hundruð manns komi á árlegan jólafögnuð Hjálpræðishersins í Ráðhúsi Reykjavíkur sídegis í dag, en það verður stærsta jólaveisla sem Hjálpræðisherinn hefur haldið hingað til. Jólaveislan fer fram í tjarnarsal Ráðhússins annað árið í röð. Hátíðarhöldin hefjast klukkan fjögur með jólatrésskemmtun og klukkan sex er boðið upp á jólamat. Að lokum verða allir leystir út með gjöfum. „Þetta eru hælisleitendur, heimilislausir, einmana fólk og ferðamenn. Bara allur skalinn. Mér finnst þetta yndislegt. Það er mikið af fólki allstaðar frá. Fólk er fólk, það skiptir ekki máli hvaðan það er,“ segir Sigurður Ingimarsson flokksleiðtogi í Hjálpræðishernum. Von á metfjölda barna Upphaflega var búist við um tvö hundruð manns í matinn en í gær bættist óvænt við sjötíu manna hópur, þar af þrjátíu börn. Metfjöldi barna sækir jólaveislu Hjálpræðishersins í ár, þau yngstu aðeins nokkurra mánaða gömul. „Það bættist við alveg hellingur af fólki. Það verður hellingur af fólki, alveg þrjú hundruð manns, alveg pottþétt. Plús kannski einhverjir ferðamenn sem komast ekki á veitingastaði og slíkt. Við erum að búast við öllu,“ segir Sigurður. Ásamt gestum verður stór hópur sjálfboðaliða á staðnum. Sigurður segir það alltaf koma sér á óvart hve margir vilji hjálpa. „Ég er bara hissa í hvert skipti, hvert ár, það bætist alltaf í. Núna eru komnir yfir sjötíu sjálfboðaliðar. Ég er bara eins og lítið barn núna, að upplifa jólin svona. Þetta eru jólin fyrir mér.“ Ferðamennska á Íslandi Jólafréttir Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Flensufaraldurinn enn á fullu og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Sjá meira
Gert er ráð fyrir að yfir þrjú hundruð manns komi á árlegan jólafögnuð Hjálpræðishersins í Ráðhúsi Reykjavíkur sídegis í dag, en það verður stærsta jólaveisla sem Hjálpræðisherinn hefur haldið hingað til. Jólaveislan fer fram í tjarnarsal Ráðhússins annað árið í röð. Hátíðarhöldin hefjast klukkan fjögur með jólatrésskemmtun og klukkan sex er boðið upp á jólamat. Að lokum verða allir leystir út með gjöfum. „Þetta eru hælisleitendur, heimilislausir, einmana fólk og ferðamenn. Bara allur skalinn. Mér finnst þetta yndislegt. Það er mikið af fólki allstaðar frá. Fólk er fólk, það skiptir ekki máli hvaðan það er,“ segir Sigurður Ingimarsson flokksleiðtogi í Hjálpræðishernum. Von á metfjölda barna Upphaflega var búist við um tvö hundruð manns í matinn en í gær bættist óvænt við sjötíu manna hópur, þar af þrjátíu börn. Metfjöldi barna sækir jólaveislu Hjálpræðishersins í ár, þau yngstu aðeins nokkurra mánaða gömul. „Það bættist við alveg hellingur af fólki. Það verður hellingur af fólki, alveg þrjú hundruð manns, alveg pottþétt. Plús kannski einhverjir ferðamenn sem komast ekki á veitingastaði og slíkt. Við erum að búast við öllu,“ segir Sigurður. Ásamt gestum verður stór hópur sjálfboðaliða á staðnum. Sigurður segir það alltaf koma sér á óvart hve margir vilji hjálpa. „Ég er bara hissa í hvert skipti, hvert ár, það bætist alltaf í. Núna eru komnir yfir sjötíu sjálfboðaliðar. Ég er bara eins og lítið barn núna, að upplifa jólin svona. Þetta eru jólin fyrir mér.“
Ferðamennska á Íslandi Jólafréttir Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Flensufaraldurinn enn á fullu og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Sjá meira