Stærsta jólaveisla Hjálpræðishersins hingað til Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 24. desember 2016 13:00 Gert er ráð fyrir að yfir þrjú hundruð manns komi á árlegan jólafögnuð Hjálpræðishersins í Ráðhúsi Reykjavíkur sídegis í dag, en það verður stærsta jólaveisla sem Hjálpræðisherinn hefur haldið hingað til. Jólaveislan fer fram í tjarnarsal Ráðhússins annað árið í röð. Hátíðarhöldin hefjast klukkan fjögur með jólatrésskemmtun og klukkan sex er boðið upp á jólamat. Að lokum verða allir leystir út með gjöfum. „Þetta eru hælisleitendur, heimilislausir, einmana fólk og ferðamenn. Bara allur skalinn. Mér finnst þetta yndislegt. Það er mikið af fólki allstaðar frá. Fólk er fólk, það skiptir ekki máli hvaðan það er,“ segir Sigurður Ingimarsson flokksleiðtogi í Hjálpræðishernum. Von á metfjölda barna Upphaflega var búist við um tvö hundruð manns í matinn en í gær bættist óvænt við sjötíu manna hópur, þar af þrjátíu börn. Metfjöldi barna sækir jólaveislu Hjálpræðishersins í ár, þau yngstu aðeins nokkurra mánaða gömul. „Það bættist við alveg hellingur af fólki. Það verður hellingur af fólki, alveg þrjú hundruð manns, alveg pottþétt. Plús kannski einhverjir ferðamenn sem komast ekki á veitingastaði og slíkt. Við erum að búast við öllu,“ segir Sigurður. Ásamt gestum verður stór hópur sjálfboðaliða á staðnum. Sigurður segir það alltaf koma sér á óvart hve margir vilji hjálpa. „Ég er bara hissa í hvert skipti, hvert ár, það bætist alltaf í. Núna eru komnir yfir sjötíu sjálfboðaliðar. Ég er bara eins og lítið barn núna, að upplifa jólin svona. Þetta eru jólin fyrir mér.“ Ferðamennska á Íslandi Jólafréttir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Sjá meira
Gert er ráð fyrir að yfir þrjú hundruð manns komi á árlegan jólafögnuð Hjálpræðishersins í Ráðhúsi Reykjavíkur sídegis í dag, en það verður stærsta jólaveisla sem Hjálpræðisherinn hefur haldið hingað til. Jólaveislan fer fram í tjarnarsal Ráðhússins annað árið í röð. Hátíðarhöldin hefjast klukkan fjögur með jólatrésskemmtun og klukkan sex er boðið upp á jólamat. Að lokum verða allir leystir út með gjöfum. „Þetta eru hælisleitendur, heimilislausir, einmana fólk og ferðamenn. Bara allur skalinn. Mér finnst þetta yndislegt. Það er mikið af fólki allstaðar frá. Fólk er fólk, það skiptir ekki máli hvaðan það er,“ segir Sigurður Ingimarsson flokksleiðtogi í Hjálpræðishernum. Von á metfjölda barna Upphaflega var búist við um tvö hundruð manns í matinn en í gær bættist óvænt við sjötíu manna hópur, þar af þrjátíu börn. Metfjöldi barna sækir jólaveislu Hjálpræðishersins í ár, þau yngstu aðeins nokkurra mánaða gömul. „Það bættist við alveg hellingur af fólki. Það verður hellingur af fólki, alveg þrjú hundruð manns, alveg pottþétt. Plús kannski einhverjir ferðamenn sem komast ekki á veitingastaði og slíkt. Við erum að búast við öllu,“ segir Sigurður. Ásamt gestum verður stór hópur sjálfboðaliða á staðnum. Sigurður segir það alltaf koma sér á óvart hve margir vilji hjálpa. „Ég er bara hissa í hvert skipti, hvert ár, það bætist alltaf í. Núna eru komnir yfir sjötíu sjálfboðaliðar. Ég er bara eins og lítið barn núna, að upplifa jólin svona. Þetta eru jólin fyrir mér.“
Ferðamennska á Íslandi Jólafréttir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Sjá meira