Karlalandsliðið í fótbolta lið ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2016 20:22 Íslensku strákarnir fagna sigri á EM í sumar. Vísir/EPA Karlalandsliðið í fótbolta var kjörið lið ársins 2016 af Samtökum íþróttafréttamanna en kjörið var tilkynnt í kvöld við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. Þetta er annað árið í röð og í þriðja sinn á síðustu fjórum árum sem karlalandsliðið í fótbolta er valið lið ársins. Fótboltalandslið karla hafði betur í baráttu við kvennalandsliðið í fótbolta og karlalandsliðið í körfubolta sem voru einnig tilnefnd eftir að hafa lent í þremur efstu sætunum í kjöri meðlima Samtaka íþróttafréttamanna. Íslenska landsliðið hefur aldrei átt betra ár en 2016. Liðið sló í gegn á heimsvísu á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar en það var fyrsta stórmót karlalandsliðsins frá upphafi. Liðið endaði síðan árið í 21. sæti á heimslista FIFA og hefur aldrei verið ofar. Íslensku strákarnir sendu Englendinga heim af EM í Frakklandi í júní og komust alla leið í átta liða úrslit keppninnar þar sem liðið varð að sætta sig við tap á móti gestgjöfum og verðandi silfurliði Frakka. Íslenska liðið tapaði aðeins einum af fimm leikjum sínum í keppninni og skoraði alls átta mörk á mótinu. Það voru aðeins þrjú landslið á mótinu sem skoruðu fleiri mörk að meðaltali í leik eða Frakkland, Belgía og Wales. Íslenska landsliðið hóf árið í 36. sæti á heimslista og hækkaði sig því um fimmtán sæti á árinu. Liðið endar árið langt fyrir ofan allar Norðurlandaþjóðirnar og jafnframt er Ísland ofar en Holland á FIFA-listanum. Íslenska landsliðið setti líka nýtt met með því að spila alls sautján A-landsleiki á árinu, níu keppnisleiki og átta vináttulandsleiki. Gamla metið voru 13 leikir árið 1988. Miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson spilaði flesta leiki á árinu eða 15 sem er einnig nýtt met.Lið ársins 2012-2016 Á fundi Samtaka íþróttafréttamanna þann 14. desember 2012 var samþykkt breyting á reglugerð fyrir kjör íþróttamanns ársins til að bæta við kosningu á liði ársins. Gjaldgeng eru lið, hvort sem er landslið eða félagslið, sem keppa í íþróttum sem eiga aðild að Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. 2012 - Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum 2013 - Karlalandslið Íslands í fótbolta 2014 - Karlalandslið Íslands í körfubolta 2015 - Karlalandslið Íslands í fótbolta 2016 - Karlalandslið Íslands í fótbolta Íslenski boltinn Fréttir ársins 2016 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Leik Lokið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Sjá meira
Karlalandsliðið í fótbolta var kjörið lið ársins 2016 af Samtökum íþróttafréttamanna en kjörið var tilkynnt í kvöld við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. Þetta er annað árið í röð og í þriðja sinn á síðustu fjórum árum sem karlalandsliðið í fótbolta er valið lið ársins. Fótboltalandslið karla hafði betur í baráttu við kvennalandsliðið í fótbolta og karlalandsliðið í körfubolta sem voru einnig tilnefnd eftir að hafa lent í þremur efstu sætunum í kjöri meðlima Samtaka íþróttafréttamanna. Íslenska landsliðið hefur aldrei átt betra ár en 2016. Liðið sló í gegn á heimsvísu á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar en það var fyrsta stórmót karlalandsliðsins frá upphafi. Liðið endaði síðan árið í 21. sæti á heimslista FIFA og hefur aldrei verið ofar. Íslensku strákarnir sendu Englendinga heim af EM í Frakklandi í júní og komust alla leið í átta liða úrslit keppninnar þar sem liðið varð að sætta sig við tap á móti gestgjöfum og verðandi silfurliði Frakka. Íslenska liðið tapaði aðeins einum af fimm leikjum sínum í keppninni og skoraði alls átta mörk á mótinu. Það voru aðeins þrjú landslið á mótinu sem skoruðu fleiri mörk að meðaltali í leik eða Frakkland, Belgía og Wales. Íslenska landsliðið hóf árið í 36. sæti á heimslista og hækkaði sig því um fimmtán sæti á árinu. Liðið endar árið langt fyrir ofan allar Norðurlandaþjóðirnar og jafnframt er Ísland ofar en Holland á FIFA-listanum. Íslenska landsliðið setti líka nýtt met með því að spila alls sautján A-landsleiki á árinu, níu keppnisleiki og átta vináttulandsleiki. Gamla metið voru 13 leikir árið 1988. Miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson spilaði flesta leiki á árinu eða 15 sem er einnig nýtt met.Lið ársins 2012-2016 Á fundi Samtaka íþróttafréttamanna þann 14. desember 2012 var samþykkt breyting á reglugerð fyrir kjör íþróttamanns ársins til að bæta við kosningu á liði ársins. Gjaldgeng eru lið, hvort sem er landslið eða félagslið, sem keppa í íþróttum sem eiga aðild að Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. 2012 - Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum 2013 - Karlalandslið Íslands í fótbolta 2014 - Karlalandslið Íslands í körfubolta 2015 - Karlalandslið Íslands í fótbolta 2016 - Karlalandslið Íslands í fótbolta
Íslenski boltinn Fréttir ársins 2016 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Leik Lokið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Sjá meira