Tólfunni flogið til Lúxemborgar til að taka Víkingaklappið á jólagleði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. desember 2016 12:02 Sex meðlimum Tólfunnar, stuðningsveitar íslensku landsliðanna í knattspyrnu, var sérstaklega flogið út til Lúxemborgar á vegum endurskoðunarfyrirtækisins Ernst & Young til að taka Víkingaklappið fræga á jólagleði fyrirtækisins. „Það var haft samband við okkur og við beðnir um að safna saman þremur trommurum og þremur fylgisveinum,“ segir Friðgeir Bergsteinsson, einn af þeim sem fóru út fyrir hönd Tólfunnar. Vísir náði í skottið á honum rétt áður en Tólfumeðlimirnir flugu heim frá Lúxembúrg en ferðin var stutt, þeir fóru út í gær. „Það var ráðstefna hjá þeim fyrr um daginn og þetta var svona pepp fyrir jólagleðina,“ segir Friðgeir en það eina sem þeir þurftu að gera var að taka Víkingaklappið fræga þrisvar sinnum. Friðgeir segir að klappið hafi slegið í gegn líkt og sjá má meðfylgjandi myndbandi. „Við fórum upp á svið og Joey Drummer og Benni Bongó gerðu sitt Það var svaka stemmning í fólkinu og við vorum að peppa fólkið.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Tólfumeðlimirnir taka að sér eitthvað á borð við þetta og var ferðin ekki af lakari taginu en Friðgeir segir að afar vel hafi verið tekið á móti þeim félögum. Það er mikið um að vera hjá Tólfunni þessa dagana en tilkynnt var í gær að Tólfan og stuðningsmenn Íslands á EM í Frakklandi í sumar hafi verið tilnefndir sem stuðningsmenn ársins af FIFA. „Við fréttum það bara í gær og viljum endilega að fólk kjósi okkur,“ segir Friðgeir en hægt er að greiða atkvæði hér. Tengdar fréttir Íslenska þjóðin getur hjálpað Íslandi að eignast stuðningsmenn ársins hjá FIFA | Hér getur þú kosið Stuðningsmenn íslenska landsliðsins á EM í Frakklandi koma til greina sem stuðningsmenn ársins hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA. 9. desember 2016 22:45 Ísland á stuðningsmenn ársins hjá stærsta fótboltatímariti heims Víkingaklappið sló í gegn á árinu og íslenskir stuðningsmenn eiga sinn sess í uppgjöri fótboltaársins hjá Four Four Two. 7. desember 2016 14:30 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Sex meðlimum Tólfunnar, stuðningsveitar íslensku landsliðanna í knattspyrnu, var sérstaklega flogið út til Lúxemborgar á vegum endurskoðunarfyrirtækisins Ernst & Young til að taka Víkingaklappið fræga á jólagleði fyrirtækisins. „Það var haft samband við okkur og við beðnir um að safna saman þremur trommurum og þremur fylgisveinum,“ segir Friðgeir Bergsteinsson, einn af þeim sem fóru út fyrir hönd Tólfunnar. Vísir náði í skottið á honum rétt áður en Tólfumeðlimirnir flugu heim frá Lúxembúrg en ferðin var stutt, þeir fóru út í gær. „Það var ráðstefna hjá þeim fyrr um daginn og þetta var svona pepp fyrir jólagleðina,“ segir Friðgeir en það eina sem þeir þurftu að gera var að taka Víkingaklappið fræga þrisvar sinnum. Friðgeir segir að klappið hafi slegið í gegn líkt og sjá má meðfylgjandi myndbandi. „Við fórum upp á svið og Joey Drummer og Benni Bongó gerðu sitt Það var svaka stemmning í fólkinu og við vorum að peppa fólkið.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Tólfumeðlimirnir taka að sér eitthvað á borð við þetta og var ferðin ekki af lakari taginu en Friðgeir segir að afar vel hafi verið tekið á móti þeim félögum. Það er mikið um að vera hjá Tólfunni þessa dagana en tilkynnt var í gær að Tólfan og stuðningsmenn Íslands á EM í Frakklandi í sumar hafi verið tilnefndir sem stuðningsmenn ársins af FIFA. „Við fréttum það bara í gær og viljum endilega að fólk kjósi okkur,“ segir Friðgeir en hægt er að greiða atkvæði hér.
Tengdar fréttir Íslenska þjóðin getur hjálpað Íslandi að eignast stuðningsmenn ársins hjá FIFA | Hér getur þú kosið Stuðningsmenn íslenska landsliðsins á EM í Frakklandi koma til greina sem stuðningsmenn ársins hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA. 9. desember 2016 22:45 Ísland á stuðningsmenn ársins hjá stærsta fótboltatímariti heims Víkingaklappið sló í gegn á árinu og íslenskir stuðningsmenn eiga sinn sess í uppgjöri fótboltaársins hjá Four Four Two. 7. desember 2016 14:30 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Íslenska þjóðin getur hjálpað Íslandi að eignast stuðningsmenn ársins hjá FIFA | Hér getur þú kosið Stuðningsmenn íslenska landsliðsins á EM í Frakklandi koma til greina sem stuðningsmenn ársins hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA. 9. desember 2016 22:45
Ísland á stuðningsmenn ársins hjá stærsta fótboltatímariti heims Víkingaklappið sló í gegn á árinu og íslenskir stuðningsmenn eiga sinn sess í uppgjöri fótboltaársins hjá Four Four Two. 7. desember 2016 14:30