Kórstjórinn Friðrik lofar hátíð um helgina Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. desember 2016 09:45 Um átta tugir manna skipa Karlakór Reykjavíkur sem á 90 ára sögu að baki. Við erum með hefðbundin aðventu-og jólalög sem allir vilja heyra og svo nýtt efni í bland,“ segir Friðrik S. Kristinsson, kórstjóri Karlakórs Reykjavíkur, um árlega aðventutónleika í Hallgrímskirkju. Þeir eru á dagskrá á morgun og sunnudag, klukkan 17 og 20 báða dagana. Um áttatíu söngmenn mynda þennan magnaða kór. Friðrik segir þá samstiga og mæta vel á æfingar. „Þetta verður 23. árið sem við höldum aðventutónleika í Hallgrímskirkju,“ segir hann og bætir við stoltur: „Elmar Þór Gilbertsson er einsöngvari okkar í ár. Hann hóf söngnám hjá mér á sínum tíma í Söngskóla Sigurðar Demetz og er nú orðinn atvinnusöngvari um allan heim, enda frábær tenór.“ Spurður hvort hann hafi séð það fyrir þegar Elmar var á fyrstu stigum söngnámsins svarar Friðrik: „Ég sagði fljótlega við hann: „Þú átt eftir að verða söngvari og alveg örugglega leikari.“ Hann er nefnilega svo góður í hvoru tveggja. Svo erum við að vanda með trompetleikarana Ásgeir H. Steingrímsson og Eirík Örn Pálsson og Eggert Pálsson pákuleikara úr Sinfóníunni með okkur og Lenka Mátéová er á orgelinu. Friðrik er óþreytandi í kórstjórastarfinu, hann hefur sinnt því í 27 ár. Vísir/Anton BrinkStundum syngjum við líka án undirleiks, það er mjög skemmtilegt, sérstaklega í Hallgrímskirkju. Við erum farnir að kunna á hana, eftir 23 ár.“ En hvað ætlar Elmar að syngja? „Elmar kemur til með að syngja Ave-Maríu Sigvalda Kaldalóns og Ó, helga nótt sem allir þekkja. Svo syngur hann með okkur og tónleikagestum Guðs kristni í heimi, Nóttin var sú ágæt ein og Heims um ból. Það er mjög áhrifamikið þegar 80 karlar og kannski 600 manns standa í kirkjunni og syngja.“ Karlakór Reykjavíkur varð 90 ára í upphafi þessa árs. Hann var stofnaður 3. janúar 1926 af Sigurði Þórðarsyni tónskáldi. Þrír stjórnendur hafa borið hann uppi í 86 ár, einn þeirra er Friðrik sem hefur stjórnað hátt í þrjá áratugi. „Ég ætlaði bara að vera einn mánuð. Páll Pampichler, stjórnandi kórsins og líka Sinfóníunnar, bað mig að koma og raddþjálfa. En hann hætti fljótlega eftir að við kynntumst og sagði: „Þú tekur bara við,“ segir Friðrik og lofar mikilli hátíð um helgina. Greinin birtist fyrst 16. desember 2016 Menning Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Við erum með hefðbundin aðventu-og jólalög sem allir vilja heyra og svo nýtt efni í bland,“ segir Friðrik S. Kristinsson, kórstjóri Karlakórs Reykjavíkur, um árlega aðventutónleika í Hallgrímskirkju. Þeir eru á dagskrá á morgun og sunnudag, klukkan 17 og 20 báða dagana. Um áttatíu söngmenn mynda þennan magnaða kór. Friðrik segir þá samstiga og mæta vel á æfingar. „Þetta verður 23. árið sem við höldum aðventutónleika í Hallgrímskirkju,“ segir hann og bætir við stoltur: „Elmar Þór Gilbertsson er einsöngvari okkar í ár. Hann hóf söngnám hjá mér á sínum tíma í Söngskóla Sigurðar Demetz og er nú orðinn atvinnusöngvari um allan heim, enda frábær tenór.“ Spurður hvort hann hafi séð það fyrir þegar Elmar var á fyrstu stigum söngnámsins svarar Friðrik: „Ég sagði fljótlega við hann: „Þú átt eftir að verða söngvari og alveg örugglega leikari.“ Hann er nefnilega svo góður í hvoru tveggja. Svo erum við að vanda með trompetleikarana Ásgeir H. Steingrímsson og Eirík Örn Pálsson og Eggert Pálsson pákuleikara úr Sinfóníunni með okkur og Lenka Mátéová er á orgelinu. Friðrik er óþreytandi í kórstjórastarfinu, hann hefur sinnt því í 27 ár. Vísir/Anton BrinkStundum syngjum við líka án undirleiks, það er mjög skemmtilegt, sérstaklega í Hallgrímskirkju. Við erum farnir að kunna á hana, eftir 23 ár.“ En hvað ætlar Elmar að syngja? „Elmar kemur til með að syngja Ave-Maríu Sigvalda Kaldalóns og Ó, helga nótt sem allir þekkja. Svo syngur hann með okkur og tónleikagestum Guðs kristni í heimi, Nóttin var sú ágæt ein og Heims um ból. Það er mjög áhrifamikið þegar 80 karlar og kannski 600 manns standa í kirkjunni og syngja.“ Karlakór Reykjavíkur varð 90 ára í upphafi þessa árs. Hann var stofnaður 3. janúar 1926 af Sigurði Þórðarsyni tónskáldi. Þrír stjórnendur hafa borið hann uppi í 86 ár, einn þeirra er Friðrik sem hefur stjórnað hátt í þrjá áratugi. „Ég ætlaði bara að vera einn mánuð. Páll Pampichler, stjórnandi kórsins og líka Sinfóníunnar, bað mig að koma og raddþjálfa. En hann hætti fljótlega eftir að við kynntumst og sagði: „Þú tekur bara við,“ segir Friðrik og lofar mikilli hátíð um helgina. Greinin birtist fyrst 16. desember 2016
Menning Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira