Kína úti í mýri Trúður nú við stýri Búið er ævintýri Helgi Steinar Gunnlaugsson skrifar 2. desember 2016 00:00 Utanríkisnefnd Bandaríkjanna sagði árið 2007 að samband þjóðarinnar við Kína yrði það mikilvægasta á 21. öldinni. Eftir 35 ár af endurbættum tengslum voru þessar tvær þjóðir búnar að byggja upp samband sem hafði verið óhugsanlegt aðeins nokkrum áratugum áður. Sá sögulegi fundur sem þáverandi forseti Bandaríkjanna, Richard Nixon, átti við formann kínverska alþýðuveldisins, Maó Tsetung, árið 1973 bar ákveðna kaldhæðni í för með sér. Á þeim tíma lét Maó það út úr sér að honum líkaði vel við það að sjá hægrimenn rísa til valda. Sú kaldhæðni hefur núna náð hámarki þar sem báðum þjóðum verður brátt stjórnað af tveimur íhaldssömum einstaklingum. Á kínversku hliðinni er það Xi Jinping, sem stjórnað hefur Kína síðan 2012. Þrátt fyrir að hafa verið talinn umbótasinni á sínum tíma, þá hefur hann verið harðlega gagnrýndur fyrir að hunsa mannréttindi og ýta undir þjóðernishyggju mun meira en forverar hans. Á hinn bóginn er það næstverðandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, sem mun taka við embættinu 20. janúar á næsta ári. Ef samband þessara tveggja þjóða er í raun það mikilvægasta í heiminum í dag, þá þarf vandlega að skoða þær afleiðingar sem leiðtogar þeirra gætu leitt af sér.Viðhorf Kínverja Eftir að hafa horft upp á Donald Trump móðga Kínverja og ásaka þá um að “nauðga” bandaríska hagkerfinu, væri erfitt að hugsa til þess að honum yrði vel tekið í alþýðuveldinu. Það virðist hins vegar svo að milljarðamæringurinn njóti óvenju mikilla vinsælda í Kína. Í Henan-héraði til dæmis er fyrirtæki sem ber nafnið Trump Consulting. Fyrirtækið sem sérhæfir sig í eignaumsjón hefur engin tengsl við Donald Trump, en segist hins vegar hafa fengið innblástur frá honum. Í borginni Shenzhen er einnig fyrirtæki sem framleiðir klósettsetur og baðherbergisinnréttingar og ber það fyrirtæki nafnið Shenzhen Trump Industries. Dóttir milljarðamæringsins, Ivanka, er með yfir 14.000 fylgjendur á blogg-síðu sinni Sina Weibo (kínverska útgáfan af Twitter). Það er að vísu önnur ljós ástæða fyrir því að Kínverjar kunna betur við Trump en búast mætti við. Donald Trump virðist gefa ríkisstjórninni í Peking tilvalið tækifæri til að gagnrýna vestræna lýðræðiskerfið. Í áratugi hefur kínverska ríkisstjórnin reynt að benda á að það lýðræði sem vestræn ríki hafa hrósað og reynt að kynna fyrir Kínverjum er alls ekki fullkomið. Eftir sigur Trumps birti íhaldssama ríkisrekna dagblaðið Global Times grein sem sagði að þetta væri “sönnunargagn þess að bandarískir kjósendur höfðu fengið nóg af stjórnmálum í Washington”. Sama blaðið birti á þessu ári skoðanakönnun sem sýndi það að 54% af Kínverjum myndu kjósa Donald Trump, hefðu þeir kost á því.Hvar liggur ógnin? Þó svo að margir Kínverjar hafa áhyggjur af því að Trump gæti verið herskár eða hvatvís, þá virðist sem vanþekking hans á utanríkismálum gæti gagnast þeim. Á undanförnum árum hefur Obama verið harður í garð Kínverja og þá sérstaklega þegar kemur að landhelgisdeilum þeirra við önnur ríki í Suður-Kínahafi. Hefði Hillary Clinton unnið töldu margir Kínverjar það líklegt að hún myndi viðhalda þeirri stefnu til að halda kínversku ríkisstjórninni í skefjum. Trump hefur hins vegar sagst fyrirlíta utanríkisstefnu þeirra beggja og lofaði að endursmíða utanríkisstefnu Bandaríkjanna með mikilmennskubrag, eins óljós og sú stefna virðist vera. Kínverjar virtust hreinlega ekki kunna vel við Hillary. Sem utanríkisráðherra hafði hún ekki aðeins gagnrýnt mannréttindi og ritskoðun í landinu, heldur líka ásakað Kínverja um að stela leyniskjölum og mikilvægum viðskiptaupplýsingum. Og þó svo að stjórnvöld í Kína séu kannski ekki fagnandi yfir sigri Donalds Trump, þá hefur vanhæfni fjölmiðla til að spá fyrir um sigur hans verið himnasending til þeirra í von um að sýna fram á að vestrænum fjölmiðlum sé stjórnað af hlutdrægni og spillingu. Spjót Donalds Trump virðast hafa að mestu leyti beinst gegn kínverskum efnahagsdeilum. Hann hefur ásakað Kínverja um að stela bandarískum störfum og fylgi hann þeirri stefnu eftir að formlega ásaka Kínverja fyrir að ráðskast með bandarísku myntina eða að setja 45% viðskiptatoll á þjóðina mun það hafa verulegar afleiðingar fyrir efnahagskerfið um heim allan. Kínverjar hafa einnig hótað að hætta verslun með Boeing-þotur, Iphone-síma og bandarískt maískorn ef Trump ákveður að leggja í efnahagsstríð. Einnig hefur næstverðandi forseti varið seinustu árum í það að tala um hvað Bandaríkin hafi orðið veikburða undir stjórn Obama og þurfi að endurvekja styrkleika sinn í heiminum. Fyrir frekar stríðsglaða þjóð þá getur svona orðræða vakið upp ákveðna áhættuklemmu. Þess ber að minnast að ríkisstjórn Bandaríkjanna ber skylda til að verja Tævan og önnur nágrannaríki ef Kína skyldi bregðast hernaðarlega við. Ógnin er sú, að ef Donald Trump kýs að bregðast við aðgerðum Kínverja á næstu árum með sömu hvatvísi og hann hefur brugðist við stórstjörnum á Twitter klukkan þrjú að morgni, þá verður samband þessarra tveggja þjóða óumdeilanlega það mikilvægasta á 21. öldinni, en engan veginn eins og friðsælt og allir hefðu vonast eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Mest lesið Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Utanríkisnefnd Bandaríkjanna sagði árið 2007 að samband þjóðarinnar við Kína yrði það mikilvægasta á 21. öldinni. Eftir 35 ár af endurbættum tengslum voru þessar tvær þjóðir búnar að byggja upp samband sem hafði verið óhugsanlegt aðeins nokkrum áratugum áður. Sá sögulegi fundur sem þáverandi forseti Bandaríkjanna, Richard Nixon, átti við formann kínverska alþýðuveldisins, Maó Tsetung, árið 1973 bar ákveðna kaldhæðni í för með sér. Á þeim tíma lét Maó það út úr sér að honum líkaði vel við það að sjá hægrimenn rísa til valda. Sú kaldhæðni hefur núna náð hámarki þar sem báðum þjóðum verður brátt stjórnað af tveimur íhaldssömum einstaklingum. Á kínversku hliðinni er það Xi Jinping, sem stjórnað hefur Kína síðan 2012. Þrátt fyrir að hafa verið talinn umbótasinni á sínum tíma, þá hefur hann verið harðlega gagnrýndur fyrir að hunsa mannréttindi og ýta undir þjóðernishyggju mun meira en forverar hans. Á hinn bóginn er það næstverðandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, sem mun taka við embættinu 20. janúar á næsta ári. Ef samband þessara tveggja þjóða er í raun það mikilvægasta í heiminum í dag, þá þarf vandlega að skoða þær afleiðingar sem leiðtogar þeirra gætu leitt af sér.Viðhorf Kínverja Eftir að hafa horft upp á Donald Trump móðga Kínverja og ásaka þá um að “nauðga” bandaríska hagkerfinu, væri erfitt að hugsa til þess að honum yrði vel tekið í alþýðuveldinu. Það virðist hins vegar svo að milljarðamæringurinn njóti óvenju mikilla vinsælda í Kína. Í Henan-héraði til dæmis er fyrirtæki sem ber nafnið Trump Consulting. Fyrirtækið sem sérhæfir sig í eignaumsjón hefur engin tengsl við Donald Trump, en segist hins vegar hafa fengið innblástur frá honum. Í borginni Shenzhen er einnig fyrirtæki sem framleiðir klósettsetur og baðherbergisinnréttingar og ber það fyrirtæki nafnið Shenzhen Trump Industries. Dóttir milljarðamæringsins, Ivanka, er með yfir 14.000 fylgjendur á blogg-síðu sinni Sina Weibo (kínverska útgáfan af Twitter). Það er að vísu önnur ljós ástæða fyrir því að Kínverjar kunna betur við Trump en búast mætti við. Donald Trump virðist gefa ríkisstjórninni í Peking tilvalið tækifæri til að gagnrýna vestræna lýðræðiskerfið. Í áratugi hefur kínverska ríkisstjórnin reynt að benda á að það lýðræði sem vestræn ríki hafa hrósað og reynt að kynna fyrir Kínverjum er alls ekki fullkomið. Eftir sigur Trumps birti íhaldssama ríkisrekna dagblaðið Global Times grein sem sagði að þetta væri “sönnunargagn þess að bandarískir kjósendur höfðu fengið nóg af stjórnmálum í Washington”. Sama blaðið birti á þessu ári skoðanakönnun sem sýndi það að 54% af Kínverjum myndu kjósa Donald Trump, hefðu þeir kost á því.Hvar liggur ógnin? Þó svo að margir Kínverjar hafa áhyggjur af því að Trump gæti verið herskár eða hvatvís, þá virðist sem vanþekking hans á utanríkismálum gæti gagnast þeim. Á undanförnum árum hefur Obama verið harður í garð Kínverja og þá sérstaklega þegar kemur að landhelgisdeilum þeirra við önnur ríki í Suður-Kínahafi. Hefði Hillary Clinton unnið töldu margir Kínverjar það líklegt að hún myndi viðhalda þeirri stefnu til að halda kínversku ríkisstjórninni í skefjum. Trump hefur hins vegar sagst fyrirlíta utanríkisstefnu þeirra beggja og lofaði að endursmíða utanríkisstefnu Bandaríkjanna með mikilmennskubrag, eins óljós og sú stefna virðist vera. Kínverjar virtust hreinlega ekki kunna vel við Hillary. Sem utanríkisráðherra hafði hún ekki aðeins gagnrýnt mannréttindi og ritskoðun í landinu, heldur líka ásakað Kínverja um að stela leyniskjölum og mikilvægum viðskiptaupplýsingum. Og þó svo að stjórnvöld í Kína séu kannski ekki fagnandi yfir sigri Donalds Trump, þá hefur vanhæfni fjölmiðla til að spá fyrir um sigur hans verið himnasending til þeirra í von um að sýna fram á að vestrænum fjölmiðlum sé stjórnað af hlutdrægni og spillingu. Spjót Donalds Trump virðast hafa að mestu leyti beinst gegn kínverskum efnahagsdeilum. Hann hefur ásakað Kínverja um að stela bandarískum störfum og fylgi hann þeirri stefnu eftir að formlega ásaka Kínverja fyrir að ráðskast með bandarísku myntina eða að setja 45% viðskiptatoll á þjóðina mun það hafa verulegar afleiðingar fyrir efnahagskerfið um heim allan. Kínverjar hafa einnig hótað að hætta verslun með Boeing-þotur, Iphone-síma og bandarískt maískorn ef Trump ákveður að leggja í efnahagsstríð. Einnig hefur næstverðandi forseti varið seinustu árum í það að tala um hvað Bandaríkin hafi orðið veikburða undir stjórn Obama og þurfi að endurvekja styrkleika sinn í heiminum. Fyrir frekar stríðsglaða þjóð þá getur svona orðræða vakið upp ákveðna áhættuklemmu. Þess ber að minnast að ríkisstjórn Bandaríkjanna ber skylda til að verja Tævan og önnur nágrannaríki ef Kína skyldi bregðast hernaðarlega við. Ógnin er sú, að ef Donald Trump kýs að bregðast við aðgerðum Kínverja á næstu árum með sömu hvatvísi og hann hefur brugðist við stórstjörnum á Twitter klukkan þrjú að morgni, þá verður samband þessarra tveggja þjóða óumdeilanlega það mikilvægasta á 21. öldinni, en engan veginn eins og friðsælt og allir hefðu vonast eftir.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun