Ólafía í öðru sæti fyrir lokadaginn eftir frábæran hring Kristinn Páll Teitsson skrifar 3. desember 2016 20:15 Ólafía er í góðri stöðu. mynd/let Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er í frábærum málum fyrir lokahringinn á úrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðina í golfi en hún er í öðru sæti á þrettán höggum undir pari, tveimur höggi á eftir Jaye Marie Green. Um er að ræða fimm daga úrtökumót en í lok fjórða hrings halda aðeins sjötíu efstu kylfingarnir áfram fyrir lokahringinn á morgun. Efstu tuttugu kylfingarnir að mótinu loknu fá fullan keppnisrétt á LPGA-mótaröðinni á næsta tímabili, stærstu kvennamótaröð heimsins, en kylfingarnir sem enda í 21-40. sæti fá takmarkaðan keppnisrétt. Ólafía hóf daginn vel og fékk fugl strax á fyrstu braut en því fylgdu fjögur pör í röð. Var hún að koma sér í góðar stöður, hitta brautirnar vel og gefa sér færi á fuglum sem leiddu til auðveldra parpútta. Tveir fuglar í röð á 6. og 7. braut komu henni í toppbaráttuna eftir að hafa byrjað daginn í þriðja sæti en skolli á elleftu braut kom henni niður í fjórða sætið. Ólafía lét mótlætið ekki brjóta sig niður og krækti í tvo fugla á næstu fimm holum en skolli á sautjándu holu þýddi að hún deildi öðru sæti með þremur öðrum kylfingum fyrir lokaholuna. Tókst henni að bæta við fugli á lokaholunni sem þýddi að hún lauk hringnum á fjórum höggum undir pari með sex fugla og tvo skolla, alls þrettán höggum undir pari fyrir lokahringinn. Hér fyrir neðan má lesa textalýsingu Vísis frá deginum en fylgst verður með lokahring Ólafíu á morgun á Vísi.Hér má sjá uppfærða stöðu allra keppenda. Golf Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er í frábærum málum fyrir lokahringinn á úrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðina í golfi en hún er í öðru sæti á þrettán höggum undir pari, tveimur höggi á eftir Jaye Marie Green. Um er að ræða fimm daga úrtökumót en í lok fjórða hrings halda aðeins sjötíu efstu kylfingarnir áfram fyrir lokahringinn á morgun. Efstu tuttugu kylfingarnir að mótinu loknu fá fullan keppnisrétt á LPGA-mótaröðinni á næsta tímabili, stærstu kvennamótaröð heimsins, en kylfingarnir sem enda í 21-40. sæti fá takmarkaðan keppnisrétt. Ólafía hóf daginn vel og fékk fugl strax á fyrstu braut en því fylgdu fjögur pör í röð. Var hún að koma sér í góðar stöður, hitta brautirnar vel og gefa sér færi á fuglum sem leiddu til auðveldra parpútta. Tveir fuglar í röð á 6. og 7. braut komu henni í toppbaráttuna eftir að hafa byrjað daginn í þriðja sæti en skolli á elleftu braut kom henni niður í fjórða sætið. Ólafía lét mótlætið ekki brjóta sig niður og krækti í tvo fugla á næstu fimm holum en skolli á sautjándu holu þýddi að hún deildi öðru sæti með þremur öðrum kylfingum fyrir lokaholuna. Tókst henni að bæta við fugli á lokaholunni sem þýddi að hún lauk hringnum á fjórum höggum undir pari með sex fugla og tvo skolla, alls þrettán höggum undir pari fyrir lokahringinn. Hér fyrir neðan má lesa textalýsingu Vísis frá deginum en fylgst verður með lokahring Ólafíu á morgun á Vísi.Hér má sjá uppfærða stöðu allra keppenda.
Golf Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti