„Þetta eru mestu fornminjar á Íslandi“ Kristján Már Unnarsson skrifar 4. desember 2016 08:15 Til hvers hlóðu fyrstu kynslóðir Íslendinga þessa miklu garða? Teikning/Sigurður Valur Sigurðsson. Feiknarleg mannvirki, sem komið er í ljós að eru ævaforn, hafa á undanförnum árum verið að uppgötvast víða á Norðurlandi. Þau birtast sem sérkennilegar rákir sem mótar fyrir í landslaginu og gætu við fyrstu sýn verið talin gömul hjólför eftir vélknúin ökutæki. „Þetta eru mestu fornminjar á Íslandi,” segir Árni Einarsson líffræðingur, í þættinum Landnemarnir á Stöð 2, en það var fyrir um aldarfjórðungi sem Árni í störfum sínum fyrir Náttúrurannsóknarstöðina við Mývatn fór að átta sig á því að slíkar rákir fundust víða í Þingeyjarsýslum. Þar er þegar búið að skrásetja um 600 kílómetra þannig að þetta var víðtækt kerfi. Samskonar fyrirbæri eru jafnframt að finnast í öðrum landshlutum. Þetta reynast vera leifar af upphlöðnum görðum og sýna aldursgreiningar að þeir elstu voru hlaðnir um miðja tíundu öld, eða um svipað leyti og Alþingi var stofnað á Þingvöllum. Garðarnir virðast því vera einhver elstu merki um að samfélag sé búið að myndast á Íslandi. Árni segir að einn bóndi hafi ekki hlaðið slíkan garð heldur hafi jafnvel þrír bæir sameinast um hleðsluna hverju sinni.Lög Grágásar gerðu ráð fyrir að stór hlið væru höfð í þjóðbraut á görðunum sem menn gætu opnað og lokað á hestbaki.Teikning/Sigurður Valur Sigurðsson.Hleðsla garðanna lýsir því tímabili í Íslandssögunni þegar búið er að nema landið að mestu og landnámsmenn eru farnir að kynnast landinu og hvernig best sé að nýta það. Þeir girða lönd sín af og bindast samtökum um smalamennsku. Efna til héraðsþinga og stofna hreppa og Alþingi um lög og reglur. Jafnframt kynnast þeir nýrri ógn, jarðeldum og öðrum náttúruhamförum, sem fylgja þessu nýja landi. Landið reyndist svo harðbýlt, með eldgosum, drepsóttum og kuldaskeiðum, að einstaka húsdýrastofnar dóu út. Arfgerðir töpuðust úr mannfólkinu og eftir situr þjóð með breytt erfðamengi. Um þetta er fjallað í næsta þætti Landnemanna á mánudagskvöld klukkan 19.20, strax að loknum fréttum. Hér má sjá sýnishorn úr þættinum. Þeir sem misstu af síðasta þætti geta séð hann í dag en þættirnir eru endursýndir á Stöð 2 síðdegis á sunnudögum. Fornminjar Landnemarnir Skútustaðahreppur Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Vantar marga kafla inn í Íslandssöguna Þetta segir Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur, höfundur nýrrar bókar um Árdaga Íslendinga. 13. nóvember 2016 20:45 Steinkross gæti verið elsti grafreitur Íslands Steinkross var miðja sólúrs og goðfræðilegrar heimsmyndar á landnámsöld, samkvæmt kenningum Einars Pálssonar. 28. nóvember 2016 22:45 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Voru skógarnir svona veglegir við landnám? "Ég er sannfærður um það að allt láglendi landsins hafi litið svona út eins og þessi mynd sýnir,” segir Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri. 20. nóvember 2016 12:00 Forn varða talin hluti af launspeki landnámsins Stór varða í útjaðri Reykjavíkur sögð hluti af útmældu kerfi sem tengdist árstíðaskiptum og gangi himintungla. 27. nóvember 2016 08:30 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Feiknarleg mannvirki, sem komið er í ljós að eru ævaforn, hafa á undanförnum árum verið að uppgötvast víða á Norðurlandi. Þau birtast sem sérkennilegar rákir sem mótar fyrir í landslaginu og gætu við fyrstu sýn verið talin gömul hjólför eftir vélknúin ökutæki. „Þetta eru mestu fornminjar á Íslandi,” segir Árni Einarsson líffræðingur, í þættinum Landnemarnir á Stöð 2, en það var fyrir um aldarfjórðungi sem Árni í störfum sínum fyrir Náttúrurannsóknarstöðina við Mývatn fór að átta sig á því að slíkar rákir fundust víða í Þingeyjarsýslum. Þar er þegar búið að skrásetja um 600 kílómetra þannig að þetta var víðtækt kerfi. Samskonar fyrirbæri eru jafnframt að finnast í öðrum landshlutum. Þetta reynast vera leifar af upphlöðnum görðum og sýna aldursgreiningar að þeir elstu voru hlaðnir um miðja tíundu öld, eða um svipað leyti og Alþingi var stofnað á Þingvöllum. Garðarnir virðast því vera einhver elstu merki um að samfélag sé búið að myndast á Íslandi. Árni segir að einn bóndi hafi ekki hlaðið slíkan garð heldur hafi jafnvel þrír bæir sameinast um hleðsluna hverju sinni.Lög Grágásar gerðu ráð fyrir að stór hlið væru höfð í þjóðbraut á görðunum sem menn gætu opnað og lokað á hestbaki.Teikning/Sigurður Valur Sigurðsson.Hleðsla garðanna lýsir því tímabili í Íslandssögunni þegar búið er að nema landið að mestu og landnámsmenn eru farnir að kynnast landinu og hvernig best sé að nýta það. Þeir girða lönd sín af og bindast samtökum um smalamennsku. Efna til héraðsþinga og stofna hreppa og Alþingi um lög og reglur. Jafnframt kynnast þeir nýrri ógn, jarðeldum og öðrum náttúruhamförum, sem fylgja þessu nýja landi. Landið reyndist svo harðbýlt, með eldgosum, drepsóttum og kuldaskeiðum, að einstaka húsdýrastofnar dóu út. Arfgerðir töpuðust úr mannfólkinu og eftir situr þjóð með breytt erfðamengi. Um þetta er fjallað í næsta þætti Landnemanna á mánudagskvöld klukkan 19.20, strax að loknum fréttum. Hér má sjá sýnishorn úr þættinum. Þeir sem misstu af síðasta þætti geta séð hann í dag en þættirnir eru endursýndir á Stöð 2 síðdegis á sunnudögum.
Fornminjar Landnemarnir Skútustaðahreppur Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Vantar marga kafla inn í Íslandssöguna Þetta segir Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur, höfundur nýrrar bókar um Árdaga Íslendinga. 13. nóvember 2016 20:45 Steinkross gæti verið elsti grafreitur Íslands Steinkross var miðja sólúrs og goðfræðilegrar heimsmyndar á landnámsöld, samkvæmt kenningum Einars Pálssonar. 28. nóvember 2016 22:45 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Voru skógarnir svona veglegir við landnám? "Ég er sannfærður um það að allt láglendi landsins hafi litið svona út eins og þessi mynd sýnir,” segir Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri. 20. nóvember 2016 12:00 Forn varða talin hluti af launspeki landnámsins Stór varða í útjaðri Reykjavíkur sögð hluti af útmældu kerfi sem tengdist árstíðaskiptum og gangi himintungla. 27. nóvember 2016 08:30 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Vantar marga kafla inn í Íslandssöguna Þetta segir Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur, höfundur nýrrar bókar um Árdaga Íslendinga. 13. nóvember 2016 20:45
Steinkross gæti verið elsti grafreitur Íslands Steinkross var miðja sólúrs og goðfræðilegrar heimsmyndar á landnámsöld, samkvæmt kenningum Einars Pálssonar. 28. nóvember 2016 22:45
Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15
Voru skógarnir svona veglegir við landnám? "Ég er sannfærður um það að allt láglendi landsins hafi litið svona út eins og þessi mynd sýnir,” segir Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri. 20. nóvember 2016 12:00
Forn varða talin hluti af launspeki landnámsins Stór varða í útjaðri Reykjavíkur sögð hluti af útmældu kerfi sem tengdist árstíðaskiptum og gangi himintungla. 27. nóvember 2016 08:30