Hvað býr að baki auglýsingu um að 65 dagar séu til jóla? Baldur Björnsson skrifar 6. desember 2016 07:00 Finnst engum sérkennilegt að jólaskraut og jólaljós skuli seld með 25-40% afslætti þær sex vikur fyrir jól sem mest eftirspurn er eftir vörunni? Hvernig í ósköpunum getur verslunin hagnast ef öll salan á þessari árstíðabundnu vöru er með dúndrandi afslætti á aðal- og í raun eina sölutímanum? Staðreyndin er sú að verslanirnar eru ekki að gefa raunverulegan afslátt. Það er full álagning á jólavörunum. Verslanirnar eru einfaldlega að blekkja neytendur. Aðferðin er þessi: rúmum tveimur mánuðum fyrir jól taka þær fram jóladótið, verðmerkja það upp í topp og birta auglýsingu með „fyrra“ verði. Í auglýsingu einnar stórverslunarinnar stóð „65 dagar til jóla“ sem undirstrikar auðvitað fáránleikann. 65 dögum fyrir jól er enginn byrjaður að kaupa jólaskrautið. En nákvæmlega sex vikum fyrir jól byrja svo afsláttarauglýsingarnar að birtast. Tilgangurinn er auðvitað að fá viðskiptavini til að kaupa á þeim forsendum að verð hafi lækkað, að þeir séu að gera kjarakaup. Raunveruleikinn er allt annar.Spilað á sex vikna tímarammann Hvers vegna sex vikum fyrir jól? Jú, sex vikur er hámark þess tíma sem bjóða má afslátt áður en afsláttarverðið telst vera venjulegt verð vörunnar og má því ekki auglýsa lengur sem afsláttarverð. Þessi löglegi blekkingarleikur er meðal annars stundaður með árstíðabundnar vörur. Viðarvörn og grillvörur eru á háu verði yfir veturinn þegar enginn er að kaupa. En um leið og pallaeigendur og grillarar landsins fara á stjá á vorin spretta upp afsláttarauglýsingar. Ein grillbúðin lét sex vikur reyndar ekki nægja, heldur auglýsti afsláttarverð á grillvörum nánast allt síðasta sumar, og bauð síðan sömu vörur á haustútsölu á sama verði og hafði verið allt afsláttartímabilið. Neytendastofa greip í taumana, en aðeins eftir ábendingu og sektaði verslunina um 500 þúsund krónur fyrir blekkingarnar. Lengst af hefur venjan verið sú að selja vöru með afslætti eða á tilboði til að losna við birgðir, eða í lok sölutíma eða til að koma sölu af stað löngu áður en sölutímabilið hefst. Afsláttur hefur hefðbundið ekki verið í boði þegar eftirspurnin er sem mest. Núna er búið að snúa þessu á hvolf til að villa um fyrir neytendum. Sjálfsagt löglegt, en pottþétt siðlaust.Fleiri blekkingaraðferðir Enginn skortur er svo sem á ólöglegum aðferðum verslana við að blekkja neytendur. Algengast er að auglýsa nýja vöru með veglegum afslætti eða á tilboði. Sama dag og varan fer í sölu er hún merkt með „fyrra“ verði og afsláttarverði. En auðvitað er ekkert til sem heitir fyrra verð á vöru sem hefur aldrei verið seld á því verði. Hver kannast ekki við auglýsingar eins og „nýjar vörur, 25% afsláttur“. Meint afsláttarverð er því í raun fullt verð dulbúið til að villa um fyrir fólki. Lítið stoðar fyrir fólk að treysta á aðhald Neytendastofu. Hún lætur þessar blekkingar að mestu óátaldar. Reyndar er Neytendastofa svo fjársvelt og vanmáttug að hún hefur sjaldnast frumkvæði að eftirliti með markaðsaðgerðum. Fyrir vikið ræður frumskógarlögmálið gagnvart neytendum og verslanir spila miskunnarlaust á trúgirni þeirra eða sofandahátt. Þjóðfélagið fór á annan endann vegna upplýsinga um blekkingar eggjaframleiðanda. Útsölublekkingarnar eru af sama meiði. Látið er skína í að neytendur séu að fá eitthvað á betri kjörum en ella, þegar svo er í raun ekki. Og því miður ganga neytendur í gildruna, aftur og aftur. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jólafréttir Tengdar fréttir Að skapa öruggara rými og vinna gegn ofbeldi Sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Talið er að meirihluti fatlaðra kvenna verði fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Ofbeldið er margslungið og ekki alltaf í samræmi við hefðbundnar skilgreiningar. 3. desember 2016 07:00 Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Finnst engum sérkennilegt að jólaskraut og jólaljós skuli seld með 25-40% afslætti þær sex vikur fyrir jól sem mest eftirspurn er eftir vörunni? Hvernig í ósköpunum getur verslunin hagnast ef öll salan á þessari árstíðabundnu vöru er með dúndrandi afslætti á aðal- og í raun eina sölutímanum? Staðreyndin er sú að verslanirnar eru ekki að gefa raunverulegan afslátt. Það er full álagning á jólavörunum. Verslanirnar eru einfaldlega að blekkja neytendur. Aðferðin er þessi: rúmum tveimur mánuðum fyrir jól taka þær fram jóladótið, verðmerkja það upp í topp og birta auglýsingu með „fyrra“ verði. Í auglýsingu einnar stórverslunarinnar stóð „65 dagar til jóla“ sem undirstrikar auðvitað fáránleikann. 65 dögum fyrir jól er enginn byrjaður að kaupa jólaskrautið. En nákvæmlega sex vikum fyrir jól byrja svo afsláttarauglýsingarnar að birtast. Tilgangurinn er auðvitað að fá viðskiptavini til að kaupa á þeim forsendum að verð hafi lækkað, að þeir séu að gera kjarakaup. Raunveruleikinn er allt annar.Spilað á sex vikna tímarammann Hvers vegna sex vikum fyrir jól? Jú, sex vikur er hámark þess tíma sem bjóða má afslátt áður en afsláttarverðið telst vera venjulegt verð vörunnar og má því ekki auglýsa lengur sem afsláttarverð. Þessi löglegi blekkingarleikur er meðal annars stundaður með árstíðabundnar vörur. Viðarvörn og grillvörur eru á háu verði yfir veturinn þegar enginn er að kaupa. En um leið og pallaeigendur og grillarar landsins fara á stjá á vorin spretta upp afsláttarauglýsingar. Ein grillbúðin lét sex vikur reyndar ekki nægja, heldur auglýsti afsláttarverð á grillvörum nánast allt síðasta sumar, og bauð síðan sömu vörur á haustútsölu á sama verði og hafði verið allt afsláttartímabilið. Neytendastofa greip í taumana, en aðeins eftir ábendingu og sektaði verslunina um 500 þúsund krónur fyrir blekkingarnar. Lengst af hefur venjan verið sú að selja vöru með afslætti eða á tilboði til að losna við birgðir, eða í lok sölutíma eða til að koma sölu af stað löngu áður en sölutímabilið hefst. Afsláttur hefur hefðbundið ekki verið í boði þegar eftirspurnin er sem mest. Núna er búið að snúa þessu á hvolf til að villa um fyrir neytendum. Sjálfsagt löglegt, en pottþétt siðlaust.Fleiri blekkingaraðferðir Enginn skortur er svo sem á ólöglegum aðferðum verslana við að blekkja neytendur. Algengast er að auglýsa nýja vöru með veglegum afslætti eða á tilboði. Sama dag og varan fer í sölu er hún merkt með „fyrra“ verði og afsláttarverði. En auðvitað er ekkert til sem heitir fyrra verð á vöru sem hefur aldrei verið seld á því verði. Hver kannast ekki við auglýsingar eins og „nýjar vörur, 25% afsláttur“. Meint afsláttarverð er því í raun fullt verð dulbúið til að villa um fyrir fólki. Lítið stoðar fyrir fólk að treysta á aðhald Neytendastofu. Hún lætur þessar blekkingar að mestu óátaldar. Reyndar er Neytendastofa svo fjársvelt og vanmáttug að hún hefur sjaldnast frumkvæði að eftirliti með markaðsaðgerðum. Fyrir vikið ræður frumskógarlögmálið gagnvart neytendum og verslanir spila miskunnarlaust á trúgirni þeirra eða sofandahátt. Þjóðfélagið fór á annan endann vegna upplýsinga um blekkingar eggjaframleiðanda. Útsölublekkingarnar eru af sama meiði. Látið er skína í að neytendur séu að fá eitthvað á betri kjörum en ella, þegar svo er í raun ekki. Og því miður ganga neytendur í gildruna, aftur og aftur. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Að skapa öruggara rými og vinna gegn ofbeldi Sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Talið er að meirihluti fatlaðra kvenna verði fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Ofbeldið er margslungið og ekki alltaf í samræmi við hefðbundnar skilgreiningar. 3. desember 2016 07:00
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun