Ísland átti 75 prósent af Evrópuliðinu sem vann sögulegan sigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2016 10:15 Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdótir og Björgvin Karl Guðmundsson fagna ógurlega The Crossfit Games Það þarf ekki að koma óvart að lið með Katrínu Tönju Davíðsdóttur og Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur sé líklegt til afreka í keppni í crossfit og það koma líka á daginn um helgina. Katrín Tanja og Ragnheiður Sara hjálpuðu þá Evrópuliðinu að tryggja sér sigur í liðakeppni, Reebok CrossFit Invitational, sem er jafnframt lokakeppni tímabilsins. Mótið fór fram í Oshawa í Kanada. Björgvin Karl Guðmundsson var þriðji Íslendingurinn í þessu fjögurra manna liði. Liðið ætti með réttu að heita Ísland (með smá aðstoð frá Evrópu) enda átti Ísland 75 prósent af keppendum liðsins. Í Evrópuliðinu var einnig Svíinn Lukas Högberg en hin breska Samantha Briggs þjálfaði liðið. Samantha Briggs keppti ekki eins og fyrsta var sagt frá í fréttinni. Þetta er sögulegur sigur því Evrópa hefur aldrei unnið þessa keppni. Fjögur lið kepptu um titilinn en þau komu frá Bandaríkjunum, Evrópu, Kanada og Eyjaálfu (Kyrrahafið). Katrín Tanja hefur unnið heimsleikana í crossfit undanfarin tvö ár og Ragnheiður Sara hefur endað í þriðja sæti bæði árin. Það kom sér vel fyrir Evrópuliðið að hafa íslensku kjarnakonurnar í fararbroddi. Björgvin Karl endaði í þriðja sæti í karlakeppninni á síðasta ári og enginn aukvisi heldur. Evrópska liðið var sigurstranglegra alveg eins og í fyrra en þá þurfti Evrópa samt að horfa á eftir sigrinum til bandaríska liðsins. Það var hinsvegar ekki að fara endurtaka sig núna. Evrópa vann öruggan sigur en liðið fékk 23 stig út úr greinunum sjö. Evrópa náði öðru sætinu í þremur fyrstu greinunum, vann grein fjögur og grein sjö og gat því leyft sér að enda í þriðja og fjórða sæti í hinum greinunum tveimur. Bandaríkin fékk sextán stig fyrir greinarnar sjö, Eyjaálfa var með fimmtán stig og heimamenn í kanadíska liðinu ráku lestina með tíu stig. Evrópuliðið vann því með sjö stiga mun. Svíinn Lukas Högberg hrósaði íslenska fólkinu eftir keppni þegar hann var beðinn um segja frá taktík evrópska liðsins. „Ég reyndi bara að halda í við þetta frábæra íslenska fólk. Þau eru klikkuð,“ sagði Lukas Högberg.Team Europe is the 2016 Reebok CrossFit Invitational champion. pic.twitter.com/Sx4VdBpcMl— The CrossFit Games (@CrossFitGames) November 21, 2016 For the first-time ever, Europe wins the #CrossFitInvitational pic.twitter.com/96BipY7SuL— The CrossFit Games (@CrossFitGames) November 20, 2016 SO PROUD OF THIS TEAM Love every one of them. #TeamEUROPE - Thank YOU guys, thank you @crossfit & @thedavecastro for putting on this show & thank you to all the staff, medical & volunteers for making this happen! Comp. floor is my faaaavorite place to be so I just love all of this. A photo posted by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Nov 20, 2016 at 4:42pm PST Watch archived footage of the 2016 Reebok CrossFit Invitational. https://t.co/V9aa3vFnsE pic.twitter.com/BQeKzlq4fI— The CrossFit Games (@CrossFitGames) November 21, 2016 CrossFit Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Það þarf ekki að koma óvart að lið með Katrínu Tönju Davíðsdóttur og Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur sé líklegt til afreka í keppni í crossfit og það koma líka á daginn um helgina. Katrín Tanja og Ragnheiður Sara hjálpuðu þá Evrópuliðinu að tryggja sér sigur í liðakeppni, Reebok CrossFit Invitational, sem er jafnframt lokakeppni tímabilsins. Mótið fór fram í Oshawa í Kanada. Björgvin Karl Guðmundsson var þriðji Íslendingurinn í þessu fjögurra manna liði. Liðið ætti með réttu að heita Ísland (með smá aðstoð frá Evrópu) enda átti Ísland 75 prósent af keppendum liðsins. Í Evrópuliðinu var einnig Svíinn Lukas Högberg en hin breska Samantha Briggs þjálfaði liðið. Samantha Briggs keppti ekki eins og fyrsta var sagt frá í fréttinni. Þetta er sögulegur sigur því Evrópa hefur aldrei unnið þessa keppni. Fjögur lið kepptu um titilinn en þau komu frá Bandaríkjunum, Evrópu, Kanada og Eyjaálfu (Kyrrahafið). Katrín Tanja hefur unnið heimsleikana í crossfit undanfarin tvö ár og Ragnheiður Sara hefur endað í þriðja sæti bæði árin. Það kom sér vel fyrir Evrópuliðið að hafa íslensku kjarnakonurnar í fararbroddi. Björgvin Karl endaði í þriðja sæti í karlakeppninni á síðasta ári og enginn aukvisi heldur. Evrópska liðið var sigurstranglegra alveg eins og í fyrra en þá þurfti Evrópa samt að horfa á eftir sigrinum til bandaríska liðsins. Það var hinsvegar ekki að fara endurtaka sig núna. Evrópa vann öruggan sigur en liðið fékk 23 stig út úr greinunum sjö. Evrópa náði öðru sætinu í þremur fyrstu greinunum, vann grein fjögur og grein sjö og gat því leyft sér að enda í þriðja og fjórða sæti í hinum greinunum tveimur. Bandaríkin fékk sextán stig fyrir greinarnar sjö, Eyjaálfa var með fimmtán stig og heimamenn í kanadíska liðinu ráku lestina með tíu stig. Evrópuliðið vann því með sjö stiga mun. Svíinn Lukas Högberg hrósaði íslenska fólkinu eftir keppni þegar hann var beðinn um segja frá taktík evrópska liðsins. „Ég reyndi bara að halda í við þetta frábæra íslenska fólk. Þau eru klikkuð,“ sagði Lukas Högberg.Team Europe is the 2016 Reebok CrossFit Invitational champion. pic.twitter.com/Sx4VdBpcMl— The CrossFit Games (@CrossFitGames) November 21, 2016 For the first-time ever, Europe wins the #CrossFitInvitational pic.twitter.com/96BipY7SuL— The CrossFit Games (@CrossFitGames) November 20, 2016 SO PROUD OF THIS TEAM Love every one of them. #TeamEUROPE - Thank YOU guys, thank you @crossfit & @thedavecastro for putting on this show & thank you to all the staff, medical & volunteers for making this happen! Comp. floor is my faaaavorite place to be so I just love all of this. A photo posted by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Nov 20, 2016 at 4:42pm PST Watch archived footage of the 2016 Reebok CrossFit Invitational. https://t.co/V9aa3vFnsE pic.twitter.com/BQeKzlq4fI— The CrossFit Games (@CrossFitGames) November 21, 2016
CrossFit Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira