Tíu ákærur vegna hatursummæla gefnar út á árinu Jakob Bjarnar skrifar 24. nóvember 2016 14:43 Jón H. B. Snorrason segir þetta mjóa línu, milli tjáningarfrelsis og hatursorðræðu. Pétur á Sögu er einn þeirra sem fengið hefur ákæru á hendur sér vegna meintrar hatursorðræðu. Samkvæmt upplýsingum frá Jóni H. B. Snorrasyni aðstoðarlögreglustjóra hafa tíu ákærur verið gefnar út á þessu ári vegna hatursummæla.Vísir greindi frá því í gær að gefin hefur verið út ákæra á hendur Pétri Gunnlaugssyni útvarpsmanni á Útvarpi Sögu vegna hatursummæla sem honum er gefið að sök að hafa viðhaft. Pétur fjallaði sjálfur um málið í símatíma Útvarps Sögu, ásamt Arnþrúði Karldóttur útvarpsstjóra og hlustendum, og mátti greina mikla reiði meðal þeirra allra vegna málsins. Þau telja þetta lið í að drepa niður umræðu, að þetta stangist á við tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrár og að auki segist Pétur ómögulega getað borið ábyrgð á ummælum þeirra sem hringja inn í sérstaka símatíma útvarpsstöðvarinnar.Holskefla í tengslum við hinsegin fræðslu í skólum Spurður sérstaklega út í þetta atriði málsins segir Jón H. B. Snorrason það ekki vera svo að hann sé ákærður vegna ummæla hlustenda heldur vegna þess sem útvarpsmaðurinn sjálfur sagði. „Menn verða nú ekki ábyrgir fyrir öðru en því sem þeir segja. Ákæran á hendur honum snýr að því sem hann sjálfur hefur sagt, ekki það sem viðmælendur hans eða hlustendur segja. Þessi tíu mál eru ekki öll eins vaxin, ekki er aðeins um að ræða mál sem snúa að ummælum um samkynhneigða heldur er einnig um að ræða hatursfull ummæli sem fallið hafa vegna trúarskoðana, að sögn Jóns. „Þetta eru nú sem betur fer ekki mörg mál. Það var umræða sem fór af stað í fyrra gegn samkynhneigðum vegna umræðu vegna fræðslu í skólum. Þá var holskefla. Sem betur fer ekki viðvarandi umræða í gangi,“ segir Jón H. B.Sáráfá ef nokkur dómafordæmi Málin eru reist á ákvæði númer 233 í hegningarlögum: „Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“ Jón segir þetta ákvæði hafa verið inni í almennum hegningarlögum í áratugi en því hafi verið breytt í seinni tíð og fleiri atriði bæst við. Og þar með fjölgar málum. „Ekkert eru margir dómar til. Einn eða tveir hæstaréttardómar frá fyrri tíð vegna niðrandi ummæla um fólk af afrískum uppruna.“Menn eiga þetta ekki undir eigin mati Þannig eiga þessi mál sér vart dómafordæmi, í ljósi þessarar víkkunar á lögunum. Jón H. B. Snorrason segir að málin verði þingfest og í kjölfar þess skýrist hvort fólk vilji gangast við þessari hegðun eða telur um að ræða umræðu sem rúmast innan tjáningarfrelsisákvæða stjórnarskrárinnar. Málin eru þingfest og þá náttúrlega skýrist það hvort fólk gengst við þessari hegðun eða telur að um sé að ræða umræðu sem rúmast innan tjáningarfrelsisins. Þarna er hárfínt bil. Jón segist ekki viss um að fólk hafi ætlað sér að níðast á öðrum. „En, menn eiga það ekki alveg undir eigin mati. Þetta er ekkert alveg augljóst allt saman. Kannski þarf að reyna á þetta allt fyrir dómi. Því miður, án þess að menn séu tilraunadýr.“ Tengdar fréttir Pétur á Sögu ákærður fyrir hatursorðræðu Mikill hiti í símatíma á Útvarpi Sögu vegna ákæru á hendur Pétri. 23. nóvember 2016 17:17 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Jóni H. B. Snorrasyni aðstoðarlögreglustjóra hafa tíu ákærur verið gefnar út á þessu ári vegna hatursummæla.Vísir greindi frá því í gær að gefin hefur verið út ákæra á hendur Pétri Gunnlaugssyni útvarpsmanni á Útvarpi Sögu vegna hatursummæla sem honum er gefið að sök að hafa viðhaft. Pétur fjallaði sjálfur um málið í símatíma Útvarps Sögu, ásamt Arnþrúði Karldóttur útvarpsstjóra og hlustendum, og mátti greina mikla reiði meðal þeirra allra vegna málsins. Þau telja þetta lið í að drepa niður umræðu, að þetta stangist á við tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrár og að auki segist Pétur ómögulega getað borið ábyrgð á ummælum þeirra sem hringja inn í sérstaka símatíma útvarpsstöðvarinnar.Holskefla í tengslum við hinsegin fræðslu í skólum Spurður sérstaklega út í þetta atriði málsins segir Jón H. B. Snorrason það ekki vera svo að hann sé ákærður vegna ummæla hlustenda heldur vegna þess sem útvarpsmaðurinn sjálfur sagði. „Menn verða nú ekki ábyrgir fyrir öðru en því sem þeir segja. Ákæran á hendur honum snýr að því sem hann sjálfur hefur sagt, ekki það sem viðmælendur hans eða hlustendur segja. Þessi tíu mál eru ekki öll eins vaxin, ekki er aðeins um að ræða mál sem snúa að ummælum um samkynhneigða heldur er einnig um að ræða hatursfull ummæli sem fallið hafa vegna trúarskoðana, að sögn Jóns. „Þetta eru nú sem betur fer ekki mörg mál. Það var umræða sem fór af stað í fyrra gegn samkynhneigðum vegna umræðu vegna fræðslu í skólum. Þá var holskefla. Sem betur fer ekki viðvarandi umræða í gangi,“ segir Jón H. B.Sáráfá ef nokkur dómafordæmi Málin eru reist á ákvæði númer 233 í hegningarlögum: „Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“ Jón segir þetta ákvæði hafa verið inni í almennum hegningarlögum í áratugi en því hafi verið breytt í seinni tíð og fleiri atriði bæst við. Og þar með fjölgar málum. „Ekkert eru margir dómar til. Einn eða tveir hæstaréttardómar frá fyrri tíð vegna niðrandi ummæla um fólk af afrískum uppruna.“Menn eiga þetta ekki undir eigin mati Þannig eiga þessi mál sér vart dómafordæmi, í ljósi þessarar víkkunar á lögunum. Jón H. B. Snorrason segir að málin verði þingfest og í kjölfar þess skýrist hvort fólk vilji gangast við þessari hegðun eða telur um að ræða umræðu sem rúmast innan tjáningarfrelsisákvæða stjórnarskrárinnar. Málin eru þingfest og þá náttúrlega skýrist það hvort fólk gengst við þessari hegðun eða telur að um sé að ræða umræðu sem rúmast innan tjáningarfrelsisins. Þarna er hárfínt bil. Jón segist ekki viss um að fólk hafi ætlað sér að níðast á öðrum. „En, menn eiga það ekki alveg undir eigin mati. Þetta er ekkert alveg augljóst allt saman. Kannski þarf að reyna á þetta allt fyrir dómi. Því miður, án þess að menn séu tilraunadýr.“
Tengdar fréttir Pétur á Sögu ákærður fyrir hatursorðræðu Mikill hiti í símatíma á Útvarpi Sögu vegna ákæru á hendur Pétri. 23. nóvember 2016 17:17 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Pétur á Sögu ákærður fyrir hatursorðræðu Mikill hiti í símatíma á Útvarpi Sögu vegna ákæru á hendur Pétri. 23. nóvember 2016 17:17